STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, maí 19, 2008

Eurovision

Ég minni á Eurovision, 1. undankeppni á þriðjudagskvöld.
Aldrei þessu vant hef ég ekki hlustað á öll lögin.
Aldrei þessu vant veit ég eiginlega ekkert hvaða lönd eru að keppa á þriðjudagskvöld.
Ég veit bara að Ísland og Danmörk eru á fimmtudagskvöld.
Aldrei þessu vant hef ég ekki myndað mér skoðun um lögin og hef því ekki hugmynd um með hvaða landi ég held þetta árið!
Aldrei þessu vant hef ég ekki uppfært Eurovision síðuna mína!
Ég er meira að segja búin að tapa símanúmerum hjá Euroaðdáendum í Englandi, Noregi og Oman, fólki sem ég sendi alltaf sms á meðan ég horfi á keppnina. Þannig að ég get ekki einusinni fengið að vita hvað þeim finnst!

Hvernig fer ég að? Á ég að taka sjensinn og horfa á keppnina eins og óupplýstur almúgi?