STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, maí 07, 2008

Örblogg

Loksins tími til að blogga. Hugsa að ég geri það bara í stikkorðum og myndum!

  • Verkefnahrinu í skólanum lokið rétt í bili.
  • Pásan verður þó ekki lengi því við fáum prófverkefnið okkar verður kynnt á föstudaginn.
  • Mamma og Gunni komu til Sønderborgar á laugardaginn. Þau fara aftur á morgun
  • Við borðuðum saltkjöt og baunir á sunnudaginn. Það er óhætt að setja það á topp 10 listann yfir besta matinn og jesús minn hvað þetta var gott!
  • Við fengum frábæra og mjög svo óvænta gesti í heimsókn þegar Bjössi Hannesar og Stína komu við í kaffi.
  • Að sjálfsögðu er ekki hægt að bjóða upp á kaffi nema að baka með því pönnukökur.
  • Bjössi og Stína urðu hissa að sjá mömmu hér og hún ekki síður að sjá þau.
  • Er einhver að horfa á Survivor núna! Þetta er sú allra besta sería sem ég hef séð. Vá, hvað þetta er spennandi!
  • Veðrið er búið að vera DÁSAMLEGT svo ekki sé meira sagt. Yfir 20 stiga hiti – alveg passlegt!
  • Það er verið að tala um að fara kannski til Írlands í haust í skólaferðalag – skoða tölvufyrirtæki og svoleiðis. Það yrði bara frábært!
  • Eru svo ekki allir komnir í Eurovision gírinn? Ha? Hvað með íslenska lagið? Kemst það áfram? Þetta er að skella á!!! Bara tvær vikur í þetta!!!

Gleðilega Eurovisionvertíð!
Helga
Posted by Picasa