STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Pönnsur eru alltaf góðar!


Já þær standa alltaf fyrir sínu, pönnukökurnar. Þessar vorum við að snæða rétt áðan. Namm...

Um daginn... hvenær var það aftur... já á sunnudaginn, komu Eva, Juha og Matilda í mat til okkar. Við erum líka búin að vera með alveg hreint ágætis "gest" sem gengst við nafninu Jón Bergmann þannig að ástæða var til að elda öðruvísi mat. Því var ákveðið að borða bjúgu með grænum baunum, uppstúf og kartöflumús eftir mínu nefi (með beikoni, blaðlauk og papriku).

Nema hvað að ég er ekki alveg vön að sjóða bjúgu. Og þá sérstaklega ekki heimagerð sem koma innpökkuð í dagblöð og engar eldunarleiðbeininar utan á. Hvað gerir maður þá? Jú, þá grípur maður matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur því hún er svo sannarlega biblía íslenskra húsmæðra. Og er hún mikið notuð á þessu heimili!

En þá vandaðist málið eilítið; það var ekkert talað um bjúgu í bókinni, hvorki í kaflaskiptingayfirlitinu né í efnisyfirlitinu! Ha? Rammíslensk bjúgu!! Og ekki minnst einu orði á þau. Við Eva leituðum báðar. Fyrst samtímis, svo í sitthvoru lagi. Ekkert dugði. Ekki orð um bjúgu. Ekki einu sinni undir kinda- eða hrossabjúgu! Ég átti ekki til orð!

En þá datt mér í hug hvort þau gætu verið listuð undir öðru nafni. Hmm... jú það gat verið en ekki höfðum við hugmynd um hvað það gæti verið. Evu datt svo loks í hug eitthvað Sp... eitthvað og ég gáði í sp í efnisyfirlitinu. Sperðlar! Um leið og ég sá orðið mundi ég að hafa heyrt það áður. SPERÐLAR! Hvurslags eiginlega orð er það? Hvað með BJÚGU? Hvað er það þá í eintölu? Sperðill? Hér er sperðill, um sperðil, frá sperðli til sperðils??? Í alvöru?? Fuss... ég bara get ekki sagt annað.

BJÚGUN voru annars alveg einstaklega góð og áttu sérstaklega vel við heimagerðu kartöflumúsina.

Helga Húsmóðir.
Posted by Picasa