STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Uppgjör helgarinnar

Þ.e.a.s. uppgjör síðustu helgar!
Hún var í alla staði FRÁBÆR. Það var mest FRÁBÆRAST að fá alla þessa vini okkar í heimsókn. Takk Gústi, Gústi, Skúli og Kalli fyrir að hafa kosið að halda, og skipulagt aðalfund Dónó hér í nágrenni Sønderborgar. Takk líka fyrir að leyfa konum ykkar að fljóta með. Takk Guðrún, Solla, Ester og Tanja fyrir að koma með körlum ykkar og hitta okkur. Þakkir fær líka Reynir Guðmunds og synir fyrir að koma í heimsókn til okkar.

Sumarbústaðurinn (eða SumarGústi eins og Hinrik hélt að þetta héti) var frábær og Hinrik og Marek voru svo hrifnir af honum að þeir ákváðu að þeir vildu frekar flytja þangað heldur en til Íslands. Enda ekki á hverjum degi sem þeir fá að vera í húsi með einka-innisundlaug!


Fundarsköp aðalfundar Dónó verða víst aldrei gefin upp. Hannyrðir Prjónó verða hvorki gefin upp né nýtt á nokkurn hátt. Magn rauðvíns og bjórs sem drukkið var verður ekki sagt frá. En maturinn var góður!

Eins venja segir til um var auðvitað farið í hinar ýmsu keppnir á milli kynja. Misjafnt var hversu margir liðsmenn kepptu hverju sinni. Má þar í stuttu máli segja að mjótt hafi verið á munum og teljast stigin á þennan hátt:
(fyrst kemur nafn keppninnar, svo nafn sigurliðs)
1. Hárugasta andlitið : Dónó
2. Hárugasti handarkrikinn : Dónó
3. Loðnasti rassinn : Dónó
4. Trivial Pursuit : Prjónó
5. Bringusund langs yfir laugina : Prjónó
6. Bringusund langs til baka : Prjónó
7. Baksund langs yfir laugina : Dónó
8. Hæðsta og tignarlegasta makakastið í sundi : Prjónó
9. Bringusund þvers yfir laugina : Dónó
10. Kubbaspil : Dónó
11. Trivial Pursuit : Prjónó

Niðurstaðan er því að Dónó fór með nauman sigur af hólmi þetta árið, en þeir verða teknir í rassg bakaríið að ári.

Helga DanaPrjóna
og Páll DanaDóni