Búum við í annarri heimsálfu?
Við lesum það á Mbl.is að það er brjálað veður á Íslandi; hinar og þessar leiðir lokaðar vegna veðurs. Eyþór fór til Íslands í gær og vélinni hans seinkaði örlítið frá DK vegna veðurs á Íslandi, var mér sagt. Ég hringdi í hann áðan og hann sagði að hann og pabbi hans hefðu verið í 5 klukkutíma til Hvammstanga.
Og hér sit ég við stofugluggann og lít út. Úti er þessi líka rjómablíða, tæplega 10 stiga hiti og blankalogn! Gul blóm eru komin upp og mjög svo vorlegt hvert sem maður lítur. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Ísland er bar "örstutt" í burtu. Við erum jú í sömu heimsálfu, ekki satt? Þessi mynd hér fyrir ofan var annars tekin í gærkveldi af Palla (Sigrún, sjáðu bara hvað hann tekur flottar myndir!).
Ég fór sem sagt með Eyþór til Kaupmannahafnar í gær. Við fórum bara með lestinni því... ja, bæði vegna þess að ég nenni ekki að keyra þetta og líka vegna þess að bíllinn okkar er "deyjandi". Við treystum honum ekki þessa vegalengd. Í Köben hitti ég Bryndísi frænku Sollu vinkonu. Hún kom upp á flugvöll til að hitta okkur Eyþór því hún ætlar að taka á móti honum eftir viku þegar hann kemur aftur heim. Eftir að Eyþór var farinn röltum við Bryndís um Kaupmannahöfn og nú get ég loksins sagt að ég hafi séð eitthvað af þessum merku stöðum í borginni, t.d. eins og Litlu Hafmeyjuna og konungshöllina. Og einhverjar kirkjur!
Og til að svara Ólu Maju: Ég hef ekkert nennt að uppfæra Eurovision síðuna mína ennþá. Það kemur. Eurovision verður svolítið öðruvísi í ár því næstum því allir taka þátt í undankeppni. Það verða því 2 undankeppnir, önnur þann 20. maí, hin þann 22. maí og svo verður keppnin sjálf þann 24. maí. Ísland (og Danmörk) verða í seinni undankeppninni. Þetta verður því þreföld ánægja þetta árið!! Jeeeiii!! Meira uppdeit síðar!
Og hér sit ég við stofugluggann og lít út. Úti er þessi líka rjómablíða, tæplega 10 stiga hiti og blankalogn! Gul blóm eru komin upp og mjög svo vorlegt hvert sem maður lítur. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Ísland er bar "örstutt" í burtu. Við erum jú í sömu heimsálfu, ekki satt? Þessi mynd hér fyrir ofan var annars tekin í gærkveldi af Palla (Sigrún, sjáðu bara hvað hann tekur flottar myndir!).
Ég fór sem sagt með Eyþór til Kaupmannahafnar í gær. Við fórum bara með lestinni því... ja, bæði vegna þess að ég nenni ekki að keyra þetta og líka vegna þess að bíllinn okkar er "deyjandi". Við treystum honum ekki þessa vegalengd. Í Köben hitti ég Bryndísi frænku Sollu vinkonu. Hún kom upp á flugvöll til að hitta okkur Eyþór því hún ætlar að taka á móti honum eftir viku þegar hann kemur aftur heim. Eftir að Eyþór var farinn röltum við Bryndís um Kaupmannahöfn og nú get ég loksins sagt að ég hafi séð eitthvað af þessum merku stöðum í borginni, t.d. eins og Litlu Hafmeyjuna og konungshöllina. Og einhverjar kirkjur!
Og til að svara Ólu Maju: Ég hef ekkert nennt að uppfæra Eurovision síðuna mína ennþá. Það kemur. Eurovision verður svolítið öðruvísi í ár því næstum því allir taka þátt í undankeppni. Það verða því 2 undankeppnir, önnur þann 20. maí, hin þann 22. maí og svo verður keppnin sjálf þann 24. maí. Ísland (og Danmörk) verða í seinni undankeppninni. Þetta verður því þreföld ánægja þetta árið!! Jeeeiii!! Meira uppdeit síðar!
<< Home