STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, febrúar 22, 2008

Bílablogg... EN EKKERT LEIÐINLEGT (vonandi)

Sko.

Nissaninn sem ég keypti af Ólöfu Birnu frænku minni og ég kom með hingað út í okt. 2006 er orðinn ansi slappur. Svo ég fór að athuga með að kaupa annan bíl, sem ég svo gerði, altså keypti. Mazda 626 1992 árgerð. Fínt.
Keyrði hann frá Vejle þar sem hann stóð hingað til Sønderborgar. Svo daginn eftir þá bilar alternatorinn í honum (fyrir þá sem ekki vita þá er það rafmagnsdælan í bílnum). Ég hringdi í Líbanann sem átti bílinn á undan mér en hann vildi ekkert fyrir mig gera nema hann bauð mér að koma með bílinn aftur og fá hann endurgreiddann, sem ég vildi ekki.
Ég fer að leita að nýrri/annari rafmagnsdælu og finn eina í þorpi sem heitir Kværs og er ca 25 km í vestu-suðvestur af Sønderborg. Eins og Þorgils Björgvinsson gítarleikarinn í Sniglabandinu orðaði það svo skemmtilega: Ég fór til hvers. (Kværs er borið fram eins og hvers nema með kartöflu-ERR-i, ekki hægt að skrifa það nema þá bara "R"). En í til hvers fann ég s.s. rafmagnsdæluna og hún var sett í Mözduna á verkstæði sem kaupir og bíla og gerir upp og selur þá svo aftur, ásamt því að gera við fyrir aðra eins og í mínu tilfelli. Svo ég bauð einum gaurnum þarna að kaupa Nissan tíkina sem hann vildi. Og ætli ég fái ekki um 9000 kall fyrir kvikindið, sem er magnað. Losna þá við að gera við hann fyrir ca 13-15.000 og svo að borga 180% skráningargjöld sem eru reiknuð út frá hugsanlegu gangverði bílsins.
Hugsanlega gangverð bílsins er ákveðið af starfsmönnum Told og Skat hér í DK og er oft í engu samræmi við gangverð annara bíla sem eru fluttir til landsins. Í (flest) öllum tilfellum eru bílar hér metnir of hátt í verði en það er ekki bíleigendanna að dæma um það, aðeins starfsmanna skattsins. DANIR ERU KLIKK hvað varðar bílakaup og svoleiðis mál.
En hér er svo mynd af Mözdunni.
Vessgú.

Svo nú er bara að njóta og brosa :-)
eins og alltaf.

Þá er ekki fleira í fréttum að sinni.
Tæknimaður í þessari útsendingu var Acer TravelMate 7510
Kveðja,
Palli.