STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Vorið er komið og grundirnar... eru enn grænar

Vorið er svo sannarlega komið, hitastigið komið um og yfir 10 gráður og það er yndislegt að heyra fuglana syngja fyrir utan gluggan. Það sem er hins vegar minna yndislegt eru helvítis pöddurnar sem fara að lifna við! Eins og moskítóflugan sem ég drap inni í herbergi hjá okkur um daginn. Ég meina, það var annaðhvort hún eða ég, ekki satt! Bara að verða fyrri til, það þýðir ekkert annað.

Það er líka annað sem bendir til þess að það sé að koma vor en það er grænmetis og ávaxtaborðin í verslununum því að sumt af þessu fæst bara alls ekki nema það sé "sá tími". T.d. rababari og ýmis ber. Og eitthvað fleira sem ég man ekki eftir.

Það gengur bara vel í skólanum hjá mér. Þessi önn er svo gerólík hinum þremur að það er ekki fyndið. Mér finnst þetta bara vera næstum því eins og að vera í fríi því miðað við hinar annirnar þá er þessi svo róleg með fáum verkefnum, svo að maður bara nær að gera næstum því alla heimavinnuna! Bara snilld!

Palli er farinn að vinna í verksmiðju sem framleiðir eitthvað merkilegt. Ég get varla sagt frá því og ætla því að kasta þeim bolta yfir til hans. Kast!

Grip! Takk fyrir.
(Palli hér) Já, ég er að vinna í verksmiðju sem framleiðir allskonar hluti og svona dót í sláturhús og fiskveiðiskip. Svona vinnslulínur. Mitt hlutverk er að starta framleiðslunni á hverju verkefni fyrir sig og er ég á fundum með forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum á hverjum degi. Þar eru teknar ákvarðanir um framtíð og stefnu fyritækisins ásamt því að finna út leiðir til að klekkja á samkeppnisaðilanum en það er hið öfluga íslenska fyrirtæki Marel. Einnig hef ég töluvert með mannaráðningar að gera og hef þar af leiðandi ráðið marga íslendinga í vinnu en þeir eru jú mun þægilegri í umgengni en danirnir. Það ræðst einkum af starfsgleði og vinnuvilja íslendinga gagnvart stórum og rótgrónum fyrirtækjum sem þetta fyrirtæki er.
Að lokum vil ég koma á framfæri eftirfarandi yfirlýsingu sem tekur þó ekki gildi fyrr en við flytjum heim til íslands aftur nú í vetur, en yfirlýsingin hljóðar svona:
ÉG ÆTLA AÐ FÁ MÉR GÖTUSKRÁÐ FJÓRHJÓL OG ÞAÐ STOPPAR MIG ENGINN Í ÞVÍ.... ENGINN SEGI ÉG. ALLS ENGINN. Takk fyrir. Og yfir til þin aftur Helga mín.


Takk Palli minn.
Eyþór er hættur við að vilja fara á Kiss tónleika. Móðirin er himinlifandi, því satt að segja nennti ég alls ekki. Ekkert að því að fara á tónleika með Kiss ef þeir væru bara hérna í nágrenninu en ekki í Kaupmannahöfn þannig að maður ætti eftir að keyra í rúma 3 tíma heim aftur eftir tónleika. Nei, ég brosti út að eyrum og það var ákveðið að fara á einhverja aðra tónleika hér í nágrenninu t.d. hér í næstu götu en þar eru oft tónleikar. Enda hægt að fara oft hér í bæ fyrir sama verð og öll ferðin til Köben hefði kostað okkur, með miðum meðtöldum.

Jamm, þetta er bara orðið ágætt í bili.
Helga