STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, mars 07, 2008

Ferðalög og flutningar

Loksins nenni ég að blogga! Meira hvað maður getur verið latur! Usss!
En hér er að koma vor, vorkaukar komir upp, blöð að fara að koma á rósarrunnana hér fyrir utan blokkina (ATH: ekki í gróðurhúsi!) og blóm farin að koma á nokkur tré. Þ.e. á þau tré sem á annað borð blómstra. Það er ekki þannig að hér sé svo sérstaklega gott veður að grenitré eru farin að bera blóm! Nei, nei, ekki aldeilis. Samt... gæti kannski gerst!
Það er allavega ekki hægt annað en að vera MINNA latur á þessum árstíma, sérstaklega þegar það er orðið bjart á morgnana þegar við förum út.

Ég fór annars á kaffihús tvisvar sinnum í þessari viku, í bæði skiptin á sama kaffihúsið! Loksins búin að finna mér gott kaffihús! LOKSINS segi ég bara aftur - og pikka inn! Nú er bara að reyna að draga fleira fólk með mér á kaffihús. Hey! En að stofna kaffihúsaklúbb? Hittast aðrahverja viku á kaffihúsi! Er einhver geim?

Ég vona að ég nái að klára skólann í nóvember - útskrifast þá 28. nóvember minnir mig. Og þá ætlum við að flytja aftur til Íslands. Mér finnst það bara fínt, því ég finn að mig langar ekkert til að búa hér í mörg ár. Hægagangur í "kerfinu" hérna er ekki að mínu skapi.... einhvernveginn finnst mér að ég hafi bloggað um það áður.
En á móti kemur að mér finnst ég þurfa að nýta hverja mínútu hér úti til hins ýtrasta! Mér finnst heimurinn liggja að fótum okkar, en við hvorki hafa tíma né fjármagn til að fara til ALLRA landa áður en við flytjum inn í skápinn aftur. Ja, eða þannig! Til að núa svo salti í sárin þá vorum við í skólanum að hanna "vefsíðu" úr pappír fyrir ímyndaða ferðaskrifstofu! Svo við þurftum að liggja á netinu til að skoða hvernig ferðaskrifstofusíður eru byggðar upp og koma upp með nýja hugmynd. Ekki slökkti það á ferðalönguninni!

En við stefnum allavega á að fara til Noregs í sumar og ég ætla rétt að vona að ég komist amk einu sinni enn til Póllands. Jafnvel tvisvar. Æi, svo er Tékkland svo nálægt líka... og ...

Það er Helga sem kveður í ferðahug.