Margt í fréttum
Þetta eru aldeilis búnir að vera viðburðarríkir dagar sem innihéldu sitt lítið af stressi, bakstri, sjúkrahúsferð og tónleikum. Hljómar spennandi? Lestu þá áfram!
Það byrjaði á að Eyþór átti pantað flug á laugardagsmorgun. Við erum orðin svo vön þessum ferðum að það er ekkert verið að stressa sig á að pakka niður nema bara daginn fyrir ferð. Allt var svo komið í tösku, ég hafði dundað mér lengi við að pakka vel inn kertum sem Þórunn gleymdi en hún var komin til Íslands. Rétt fyrir miðnætti var ég að leggja lokahönd á allt og átti bara að skella vegabréfinu hans í töskuna mína. Og viti menn; ég greip í tómt! Ekkert vegabréf í eldhússkápnum þar sem þau eru geymd! Það fyrsta sem mér datt í hug var að hann hefði kannski gleymt því í Kaupmannahöfn hjá Bryndísi frænku Sollu um daginn því hún sótti hann á völlinn síðast. Eða í bílnum hjá Garðari granna því hann sótti hann til Bryndísar í Köben! Fyrst hringdum við í Garðar og vöktum hann auðvitða. Ekkert vegabréf í bílnum. Þá hringdi ég í Bryndísi. Ekkert vegabréf hjá henni. Þá var bara ekkert eftir en að leita. Og leita og leita og leita. Eldhúsið var gersamlega tekið í nefið og við leituðum meira að segja inni í herbergi Mareks og Hinriks! Ekkert fannst. Og það var ekki einu sinni eins og það væri lítið og illa sýnilegt því v.b.-ið var sko í fagurgrænum plastvasa! En það var alveg sama hvar við leituðum, ekki fundum við helv... vegabréfið (eða frímerkið eins og Marek kallar þetta stundum) þó við leituðum til kl. 2:30 um nóttina.
Þá var ekkert annað hægt að gera en að taka sjensinn á að Eyþóri yrði hleypt í gegn með 2 sjúkrakortum sem einu skilríkin, annað danskt og hitt íslenskt. Og því vöknuðum við kl. 5 og tókum lestina til Kaupmannahafnar.
Eins gott að við tókum sjensinn því honum var hleypt í gegn! Hjúkkit! Ég fór því ein með lest til baka. Fékk símtal frá Palla sem hafði fundið vegabréfið. Það var í EINA POKANUM SEM VIÐ KÍKTUM EKKI Í! Ég hafði séð pokann og vissi að það væri föndurmálning í honum svo ég var ekkert að tékka á vegabréfinu þar! Ekki veit ég hvernig það lenti þar!
Þegar ég kom til baka sóttu Leifur og Hafdís mig á lestarstöðina. Ástæðan fyrir því var að við ætluðum með þeim á tónleika. Ég fékk 10 mín til að hendast heim, pissa, sjæna mig (sem þarf nú varla því ég er svo falleg) og skipta um föt. Palli var búin að hafa fötin mín tilbúin og var hann sjálfur reddí. Við náðum á tónleikana í tíma en þetta voru írskir tónleikar sem haldnir voru af tilefni St. Patrick's day sem er á morgun. Það var mjög gaman þarna, lögin flott en heldur róleg á köflum. En við náðum að hlægja úr okkur augun það var svo gaman við okkar borð!
Í morgun var svo vaknað snemma. Við Sólrún (kona Garðars) vorum búnar að mæla okkur mót heima hjá henni kl. 11 til að steikja kleinur. Ég var mætt rétt fyrir áætlaðan tíma og fór inn til að athuga hvað vantaði að kaupa fyrir baksturinn. Svo var skutlast í búð, aðeins komið við heima sem varð til þess að strákarnir vildu koma með. Það var allt í lagi. Allt þetta tók hálftíma! Við vorum svo rétt að byrja baksturinn þegar ég heyri grátur sem ég þekki. Ég hleyp að útidyrahurðinni en þar er Marek að koma grátandi inn og hélt um hnakkann á sér. Ég tók húfuna af honum og sá að að blæddi. Eftir skol var ákveðið að fara með hann á slysastofuna á sjúkrahúsinu. Palli kom með okkur. Þegar maður kemur þangað inn á maður að hringja bjöllu og fara svo í biðstofuna og bíða eftir að verða sóttur. Við gengdum því. Enginn kom. Eftir ca korter fór Palli aftur og hringdi. Ekkert gerðist. Eftir ca korter í viðbót fór hann og hringdi aftur, nú lengur. Þá kom einhver pirruð kona sem sagðist ekki geta sinnt okkur því hún væri bara ein! Við ákváðum að fara bara! Marek var orðinn eldhress og sárið virtist ekki vera það mikið að það þyrfti eitthvað að sauma.
Þetta sjúkrasystem er sko ekki að gera sig hér í bæ!
Kleinubaksturinn var kláraður með láði! Það komu út allskonar kleinur; stórar og smáar, dökkar og ljósar, ljótar og fallegar. En allar voru þær góðar! Við fengum svo góða heimsókn um kaffileytið þegar Hafdís og stelpurnar komu og svo kíkti Leifur líka í smá stund.
Annars var verið að ferma Andra Frey í dag. Við komust því miður ekki en Eyþór fór sem fulltrúi allrar fjölskyldunnar hér á Ringgade. Ég bíð spennt eftir að heyra frá öllum deginum.
Innilegar hamingjuóskir elsku Andri okkar!
Með þeim orðum lýkur helgaryfirliti héðan frá Sønderborg.
Helga
Viðbót (bætt inn þann 17 mars af Palla)
Ég gæti trúað að margir hafi séð þetta sem ég ætla að benda ykkur á en þetta finnst mér algjör snilld. Talandi páfagaukur í Kastljónsinu í seinustu viku.
Það byrjaði á að Eyþór átti pantað flug á laugardagsmorgun. Við erum orðin svo vön þessum ferðum að það er ekkert verið að stressa sig á að pakka niður nema bara daginn fyrir ferð. Allt var svo komið í tösku, ég hafði dundað mér lengi við að pakka vel inn kertum sem Þórunn gleymdi en hún var komin til Íslands. Rétt fyrir miðnætti var ég að leggja lokahönd á allt og átti bara að skella vegabréfinu hans í töskuna mína. Og viti menn; ég greip í tómt! Ekkert vegabréf í eldhússkápnum þar sem þau eru geymd! Það fyrsta sem mér datt í hug var að hann hefði kannski gleymt því í Kaupmannahöfn hjá Bryndísi frænku Sollu um daginn því hún sótti hann á völlinn síðast. Eða í bílnum hjá Garðari granna því hann sótti hann til Bryndísar í Köben! Fyrst hringdum við í Garðar og vöktum hann auðvitða. Ekkert vegabréf í bílnum. Þá hringdi ég í Bryndísi. Ekkert vegabréf hjá henni. Þá var bara ekkert eftir en að leita. Og leita og leita og leita. Eldhúsið var gersamlega tekið í nefið og við leituðum meira að segja inni í herbergi Mareks og Hinriks! Ekkert fannst. Og það var ekki einu sinni eins og það væri lítið og illa sýnilegt því v.b.-ið var sko í fagurgrænum plastvasa! En það var alveg sama hvar við leituðum, ekki fundum við helv... vegabréfið (eða frímerkið eins og Marek kallar þetta stundum) þó við leituðum til kl. 2:30 um nóttina.
Þá var ekkert annað hægt að gera en að taka sjensinn á að Eyþóri yrði hleypt í gegn með 2 sjúkrakortum sem einu skilríkin, annað danskt og hitt íslenskt. Og því vöknuðum við kl. 5 og tókum lestina til Kaupmannahafnar.
Eins gott að við tókum sjensinn því honum var hleypt í gegn! Hjúkkit! Ég fór því ein með lest til baka. Fékk símtal frá Palla sem hafði fundið vegabréfið. Það var í EINA POKANUM SEM VIÐ KÍKTUM EKKI Í! Ég hafði séð pokann og vissi að það væri föndurmálning í honum svo ég var ekkert að tékka á vegabréfinu þar! Ekki veit ég hvernig það lenti þar!
Þegar ég kom til baka sóttu Leifur og Hafdís mig á lestarstöðina. Ástæðan fyrir því var að við ætluðum með þeim á tónleika. Ég fékk 10 mín til að hendast heim, pissa, sjæna mig (sem þarf nú varla því ég er svo falleg) og skipta um föt. Palli var búin að hafa fötin mín tilbúin og var hann sjálfur reddí. Við náðum á tónleikana í tíma en þetta voru írskir tónleikar sem haldnir voru af tilefni St. Patrick's day sem er á morgun. Það var mjög gaman þarna, lögin flott en heldur róleg á köflum. En við náðum að hlægja úr okkur augun það var svo gaman við okkar borð!
Í morgun var svo vaknað snemma. Við Sólrún (kona Garðars) vorum búnar að mæla okkur mót heima hjá henni kl. 11 til að steikja kleinur. Ég var mætt rétt fyrir áætlaðan tíma og fór inn til að athuga hvað vantaði að kaupa fyrir baksturinn. Svo var skutlast í búð, aðeins komið við heima sem varð til þess að strákarnir vildu koma með. Það var allt í lagi. Allt þetta tók hálftíma! Við vorum svo rétt að byrja baksturinn þegar ég heyri grátur sem ég þekki. Ég hleyp að útidyrahurðinni en þar er Marek að koma grátandi inn og hélt um hnakkann á sér. Ég tók húfuna af honum og sá að að blæddi. Eftir skol var ákveðið að fara með hann á slysastofuna á sjúkrahúsinu. Palli kom með okkur. Þegar maður kemur þangað inn á maður að hringja bjöllu og fara svo í biðstofuna og bíða eftir að verða sóttur. Við gengdum því. Enginn kom. Eftir ca korter fór Palli aftur og hringdi. Ekkert gerðist. Eftir ca korter í viðbót fór hann og hringdi aftur, nú lengur. Þá kom einhver pirruð kona sem sagðist ekki geta sinnt okkur því hún væri bara ein! Við ákváðum að fara bara! Marek var orðinn eldhress og sárið virtist ekki vera það mikið að það þyrfti eitthvað að sauma.
Þetta sjúkrasystem er sko ekki að gera sig hér í bæ!
Kleinubaksturinn var kláraður með láði! Það komu út allskonar kleinur; stórar og smáar, dökkar og ljósar, ljótar og fallegar. En allar voru þær góðar! Við fengum svo góða heimsókn um kaffileytið þegar Hafdís og stelpurnar komu og svo kíkti Leifur líka í smá stund.
Annars var verið að ferma Andra Frey í dag. Við komust því miður ekki en Eyþór fór sem fulltrúi allrar fjölskyldunnar hér á Ringgade. Ég bíð spennt eftir að heyra frá öllum deginum.
Innilegar hamingjuóskir elsku Andri okkar!
Með þeim orðum lýkur helgaryfirliti héðan frá Sønderborg.
Helga
Viðbót (bætt inn þann 17 mars af Palla)
Ég gæti trúað að margir hafi séð þetta sem ég ætla að benda ykkur á en þetta finnst mér algjör snilld. Talandi páfagaukur í Kastljónsinu í seinustu viku.
<< Home