STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, mars 12, 2008

Hitt og þetta

Það er bara að verða kominn föstudagur aftur! Uss... hvað tíminn líður hrikalega hratt! Bara tveir dagar eftir af skóla fyrir páskafrí.

Við fáum aldeilis góða gesti um páskana þar sem Lóa, Ingunn, Heimir og Magnús Björn (sonur Guðnýjar mágkonu) koma. Það verður eitthvað skemmtilegt brallað, amk verður farið í Legoland og til Þýskalands.

Ég fór annars til Regínu Grettis á sunnudaginn þar sem hún fékk þessa líka brilljant hugmynd að steikja kleinur. Við steiktum úr tveimur uppskriftum (4 kg hveiti samtals) og viti menn... okkar kleinur eru búnar! Ég er ekki að grínast! Við höfum gersamlega staðið í þessu, enda langt síðan við höfum fengið heimasteiktar kleinur. Ekki dugar að bíða með hendur í skauti fram á sumar þar til Regína og hennar fók er búið með sínar kleinur heldur stakk ég bara upp á því við Sólrúnu að við myndum steikja saman á sunnudaginn. Henni leist heldur betur á það og í þetta skiptið verður sko steikt meira!

Ég þyrfti annars bara að fara að finna mér góðan pott svo ég geti bara steikt þegar mér sýnist. Annars er mjög skemmtilegt að gera þetta með einhverjum öðrum.

Annars er allt mjög mikið við það sama...

kv. Helga.