STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, mars 25, 2008

Hálf tómt í kotinu

... ef kot skyldi kalla þessa stóru blokk! En já gestirnir góðu (Lóa, Magnús Björn, Ingunn og Heimir) fóru í morgun. Það var yndislegt að hafa þau og þau hefðu sko alveg mátt vera miklu lengur! Páskarnir voru bara ljúfir með tilheyrandi áti. Hér var mikið borðað af mat og öðru sem við fáum ekki dags daglega. Má þar fyrst nefna soðið slátur en drengirnir gæddu sér á hafragraut og slátri á hverjum morgni - allt þar til slátrið kláraðist. Svo fengum við öll páskaegg - TAKK FYRIR ÞAU. En það BESTA var argentíska nautakjötið sem Ingunn og Heimir elduðu hér á páskadag. NAMM hvað það var gott!

Við gátum því miður ekki farið í Legoland VEGNA VEÐURS en hér geisaði hið versta vetrarveður sem við höfum séð síðan við fluttum út! Það snjóaði svo mikið að strákarnir gátu farið út og búið til snjókarl - reyndar þurftu þeir að sækja eitthvað af snjónum í sandkassann þar sem hann festist best. Ég, Ingunn og Heimir keyrðum til Kaupmannahafnar á mánudaginn og það var nú bara næstum því ófært á kafla á hraðbrautinni.

Ég skelli hér að lokum inn mynd af okkur Palla. Góð mynd, ekki satt?