STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Og enn talar Marek

Eftir laaaangar umræður (móðurinni til mikillar armæðu) um stríð, heimsstyrjöldina fyrri sem og þá síðari, stormdaginn í Danmörku (stríð), byssur, særða hermenn sem lifðu af hinar hrikalegustu sprenginar (í stríði) sagði móðirin; Vitiði það að ég hef meiri áhuga á Barbie heldur en stríði.
-Ekki við, heyrðist sagt tvíróma (Eyþór og Hinrik).

Þá kom þessi speki:
Mamma, vissir þú að stelpur og konur eru stóra kúlu í heilanum? Og strákar og menn eru með litla kúlu. Ég er með litla kúlu.
-Ha? svaraði mamman steinhissa. -Afhverju?
-Það er vegna þess að stelpur og konur eru betri en strákar og menn.

Mamman reyndi að fela sigri hrósandi tóninn í röddinni og spurði:
-Nú? Hver sagði þér það?
-Kennarinn minn sagði mér það. Hann Lars.

Já, það þarf greinilega ekkert að endurskoða námsefnið hér í Danmörku.

Helga með stóra kúlu í heilanum.