STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, apríl 11, 2008

Þróunarkenning Mareks

Marek finnst alveg hrikalega gaman að lesa allskonar fræðibækur (t.d. alfræðibækur, dýrabækur og orðabækur) en hann getur alls ekki setið einn að þessum fróðleik og látið okkur hin missa af honum.
Í dag kom hann með þessa speki:
Það eru 5 tímar: Fyrst var risaeðlutíminn, svo kom riddaratíminn, næst kom hermannatíminn, þessi með hermönnunum sem voru svo latir að þeir nenntu ekki að búa til bíla og löbbuðu um allt. Svo kom hinn hermannatíminn, þessi með venjulegu hermönunnum sem eru í svörtu og hvítu og svoleiðis og við erum í honum núna. Og síðast er geislasverðatíminn. Hann kemur í framtíðinni þegar ég er orðinn fullorðinn og bílarnir farnir að fljúga.

Og þá hafið þið það! Ef þið hafið haldið eitthvað annað um þessa tíma er það sjálfsagt vitleysa.