STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Tæknilegir örðuleikar

Það er alveg merkilegt hvað maður er háður tækjum, eða ég er það allavega. Ég komst heldur betur að því um daginn þegar ég ætlaði að uppfæra stýrikerfið í símanum mínum og "óvart" eyddi út öllum upplýsingunum sem voru í honum. Með "óvart" meina ég sko að ég hunsaði viðvörun um að taka öryggisafrit af öllu í símanum. Nei, ég ýtti bara á 'ok' og allt þurrkaðist út. Allir afmælisdagar sem síminn ætlaði að minna mig á, allir minnispunktarnir sem ég mátti alls ekki gleyma og það mikilvægasta af öllu; öll símanúmerin sem voru í símanum.

Ég ákvað samt ekki að panikka, hugsaði með mér að fólk hlyti á endanum að hringja í mig eða senda sms og þannig gæti ég smátt og smátt fengið símanúmerin aftur - þau sem ég myndi á annað borð ekki finna inni á krak.dk. Síðan lagði ég af stað til að sækja Palla í vinnuna. Hann hafði beðið mig um að vera mætt í síðasta lagi korter yfir 10. Ég náttúrlega stundvís með eindæmum (amk. þetta kvöld) var mætt 10:10. Beið bara í bílnum og skoðaði símann minn. Beið og beið og ekkert bólaði á Palla. 25 mínútur yfir 10 var ég farin að ókyrrast. Kannski hafði Viðar keyrt hann heim og hann hefði gleymt að láta mig vita. Ekki gat ég hringt í hann því ég vissi ekki númerið hans. Ekki heldur númer Viðars. Ég gat ekki einusinni hringt í neinn, Hrund, Þórunni eða Evu og beðið þær um einhver númer því ég vissi ekki þeirra númer!
Sem betur fór komu Palli og Viðar út fljótlega og ég gat hætt að hafa áhyggjur af þessu.

Nú eru mörg númer komin í símann en engir afmælisdagar. Það verður næsta verkefni.

Annars er búið að vera æðislegt veður hérna. Við fórum í afmælisgrillveislu á sunnudaginn í 23 stiga hita en skýjuðu veðri og haldið þið ekki að ég hafi ekki bara brunnið aftan á hálsinum! Já, sumarbleikur er tískuliturinn í ár (sem og síðastliðinn 35 ár) og er aðeins farinn að láta sjá sig.

Helga bleika.