STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, maí 15, 2008

Net net net.

Jú. Svo fór að það gat borgast ;-)

Já það var geðveikt gaman á þessu Go Kart móti á sunnudaginn var.
Ég vann EKKI. Kemur á óvart eða hvað? Nei, og ég skal segja ykkur hver vegna.
Sko. Ég er 202 sentimetrar að lengd. Það þýðir að ég ætti að vera um 100 kíló að þyngd. Í dag er ég reyndar 109 kíló sem þýðir að Go Kart bílarnir sem ég keyrði voru ekkert of snöggir af stað. Sérstaklega ekki ef miðað er við hina bílana sem ég var að keppa við en í þeim voru bara meðal litlir menn sem eru ekki nema um 50 til 80 kíló. Það segir sig sjálft að svoleiðis lagað er ekki hægt að keppa við ef bíllinn sem ber 109 kílóin er jafn kraftlítill og bíllinn sem ber 50 til 80 kílóin.
En allt er þetta bara leikur og allir höfðu mjög gaman af þessari keppni.
Ég veit ekkert í hvaða sæti ég lenti... ég held ég hafi verið á bilinu 12. til 18. sæti. Atvinnumannslega séð er það örugglega ekki gott.

Helga er á fullu í lokaverkefninu fyrir þessa önn.
Þar á að búa til forrit sem gefur flugvélum til kynna um líklega fljúgandi hálku í háloftunum. En þetta forrit er mjög erfitt að búa til hér í Danmörku þar sem fljúgandi hálka þekkist varla... og sérstaklega ekki í háloftunum.

Hér er myndband (ekki band reyndar, þetta er jú digital) ef þið viljið sjá hvernig veðrið og fjörið var á Go Kart keppninni.


Góða skemmtun.

Kveðja,
Palli.