Fyrri undankeppnin
Þetta var nú alveg einstaklega skrítin keppni þó ekki sé nú meira sagt. Danir sýndu ekki keppnina - þeir ætla að sýna hana annað kvöld. En ég fann eina þýska stöð og svo tyrknesku stöðina sem báðar sýndu keppnina! Yes!
En já, lögin voru skrítin og mörg hreint út sagt leiðinleg! Mín uppáhaldslög voru;
Ísrael
San Marino
Noregur
Andorra
Holland
Finland
Grikkland
og svo spáði ég líka áfram:
Azerbaijan
Póllandi og
Rúmeníu
Ég spáði s.s. rétt um 7 lönd. Ég hefði viljað skipta Bosníu-Herzegovinu út í staðinn fyrir San Marino.
En þetta var alveg hreint ágætt kvöld, Valey og Kristín komu og horfðu á með mér (og Eyþóri að hluta). Hinrik og Marek fengu að horfa á fyrstu lögin, svo voru þeir reknir upp í rúm. Marek stóðst samt ekki freistinguna og var alltaf að koma fram og kíkja og á endanum fékk hann leyfi til að koma inn í stofu aftur og horfa á allt. Hann vildi samt vera alveg öruggur um að það myndi ekki skerða áður veitt leyfi til að horfa á alla keppnina bæði á fimmtudagskvöld og laugardagskvöld. Já, þetta er bara einn galli við að búa í Danmörku, því keppnin byrjar kl. 9.
Við Gerard í Oman sendum hvort öðru sms til að skiptast á skoðunum og svo hringdi hann í lok keppninnar. Það er alveg nauðsynlegt að geta skipts á skoðunum við einhvern sem talar sama tungumál!
Jii hvað ég hlakka til á fimmtudag og á laugardag!!! Þetta er bara næstum því eins og jól!
En já, lögin voru skrítin og mörg hreint út sagt leiðinleg! Mín uppáhaldslög voru;
Ísrael
San Marino
Noregur
Andorra
Holland
Finland
Grikkland
og svo spáði ég líka áfram:
Azerbaijan
Póllandi og
Rúmeníu
Ég spáði s.s. rétt um 7 lönd. Ég hefði viljað skipta Bosníu-Herzegovinu út í staðinn fyrir San Marino.
En þetta var alveg hreint ágætt kvöld, Valey og Kristín komu og horfðu á með mér (og Eyþóri að hluta). Hinrik og Marek fengu að horfa á fyrstu lögin, svo voru þeir reknir upp í rúm. Marek stóðst samt ekki freistinguna og var alltaf að koma fram og kíkja og á endanum fékk hann leyfi til að koma inn í stofu aftur og horfa á allt. Hann vildi samt vera alveg öruggur um að það myndi ekki skerða áður veitt leyfi til að horfa á alla keppnina bæði á fimmtudagskvöld og laugardagskvöld. Já, þetta er bara einn galli við að búa í Danmörku, því keppnin byrjar kl. 9.
Við Gerard í Oman sendum hvort öðru sms til að skiptast á skoðunum og svo hringdi hann í lok keppninnar. Það er alveg nauðsynlegt að geta skipts á skoðunum við einhvern sem talar sama tungumál!
Jii hvað ég hlakka til á fimmtudag og á laugardag!!! Þetta er bara næstum því eins og jól!
<< Home