STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, maí 22, 2008

Það var mikið!

Loksins komst Ísland áfram - kominn tími til og í ár áttum við það svo sannarlega skilið því þau Regína og Friðrik voru frábær á sviði.
Ég varð samt alltaf svartsýnni og svartsýnni eftir því sem á leið á keppni því mér fannst svo mörg lög góð.
Laugardagskvöldið verður bara snilld!

En aftur spáði ég rétt um 7 lönd, ég spáði þessum áfram:
Ísland x
Svíþjóð x
Tyrkland x
Úkraína x
Albanía x
Sviss F Portúgal komst áfram - og var líka gott
Króatía x
Búlgaría F Komst ekki, en Lettland komst
Danmörk x var ekki bjartsýn - en spáði því samt
Malta F Georgía komst áfram. Malta var betri.

Jiiiii hvað ég hlakka geðveikt til á laugardagskvöldið. Og ég held ég skipti um skoðun með að halda "partý". Hmm... sé samt aðeins til með það. Það yrði nefnilega skemmtilegt að bjóða pari frá úkraínu hingað og helst einhverjum frá Danmörku.

Það yrði samt algjör skandall ef við myndum keppast um 1. og 2. sætið á móti Charlotte og láta hana vinna okkur - aftur! Þá myndi ég grenja - og ekki fara til Svíþjóðar á næsta ári.

En kommon, þið hljótið að hafa eitthvað að segja um Eurovision! Hver elskar ekki Eurovision??