STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Námi lokið... í bili

Já, þá er þessu námi lokið. Ég fór í próf í dag, þ.e.a.s. ég varði ritgerðina okkar í dag og stóðst það með ágætum. Fékk 10 í einkunn (af 12). Einkunnagjöfin hérna er sko næstum því eins og í Eurovision, bara miklu, miklu flóknari!

En já, það er gott að þessu er lokið. Næst er bara útskrift á föstudaginn, svo pakka niður og henda og pakka og henda... og svo bera alla kassa út í bíl á þriðjudaginn. Flytja okkur öll yfir til hans Reynis og svo þrífa þessa íbúð og svo fljúga til Íslands þann 11. des.

Ágætis plan alveg hreint, ekki satt?