STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, október 07, 2008

Fjöldasendingar á Facebook

Facebook er frábært fyrirbæri fyrir fólk og ... furðuverur ... ja eða eitthvað með effi!

En eitt sem ég þoli ekki á Facebook - já og í tölvupósti - það eru svona keðjubréf. Algengustu eru þessi:
"Trykk på "forward" så kan du se hvem som er mest på facebook-siden din"

Hver hefur oftast ýtt á forward - og hvað hefur gerst?? EKKERT... örugglega!

Ég fékk svo eitt í dag, ætla nú ekki að birta það allt hér því það er svo langt, en það byrjar svona:
"READ THIS... SERIOUSLY....IF U DONT PASS IT ON UR FUCKED UP IN THE HEAD!!! Do you remember February 1993 in England , when a young boy of 3 was taken from a Liverpool shopping centre by two 10-year-old boys?..."

Já, þetta var hræðileg saga, þessi um drenginn sem var myrtur. Þetta bréf hvetur fólk til að skrifa undir lista og senda svo á eitthvað netfang, til þess að mótmæla því að morðingjarnir verði leystir úr haldi.

Þetta er allt saman VITLEYSA... þ.e.a.s. þetta er bara keðjubréf sem gengur í hringi, aftur og aftur. Þegar maður fær svona bréf ætti maður alltaf að:
  1. vera fullur efasemda...
  2. ath hvort dagsetning sé sett á bréfið, t.d. með þessa sögu, þá voru morðingjarnir leystir úr haldi árið 2001 - svolítið langt síðan!
  3. athuga hvort einhver sé skrifaður fyrir bréfinu, ef þetta væri alvöru undirskrifasöfnun þá væri sennilega einhver skrifaður fyrir því.
  4. aldrei að skrifa undir keðjubréf.. ef þetta væri alvöru undirskrifasöfnun þá ætti maður að skrifa undir á vefsíðu (þetta á líka við um öll hótunarbréfin sem gengu um allt "frá Hotmail" þar sem maður varð að senda áfram til allra á hotmail addressu bókinni sinni annars yrði hotmailið hjá manni lokað - mitt er enn opið!!)
  5. Gúgglið hluta úr bréfinu, einni setningu, emaili eða fyrirsögninni og ég er viss um að í 98% tilfella fáið þið að sjá orðið "Hoax" (gabb) í leitarniðurstöðum.
Og þá er ég búin að láta þetta flakka. Nei, eitt enn... það eru líka fullt af bréfum þar sem fólk er hvatt til að áframsenda, til styrktar einhverju barni, því "einhver" ætlar að borga svo og svo mikið fyrir hvert nafn/netfang sem er á listanum. Þetta er BULL! Bara bull.

Já og þá er ég búin! Annars er allt fínt að frétta af þessum vígstöðvum, nema að Hinrik er með kossageit (børnesår) og er með stærðar sár í nefi. Hann nýtur þess bara að fá veikindarfrí úr leikskólanum. Ég er að fara í Fair Trade partý til Stefaníu á morgun þar sem við ætlum að borða Fair Trade súkkulaði fondue og drekka Fair Trade kaffi. Eiginlega er þetta bara góð afsökun til að hittast og borða súkkulaði og drekka kaffi! :-)

bless
Helga.