Dómarar í raunveruleikaþáttum
Eins og alþjóð veit er ég með Raunveruleikaþáttasyndróm! Ég skil eiginlega ekkert í því afhverju það hefur enginn boðið mér í viðtal út af þessum ólæknandi sjúkdómi en það er annað mál.
Við erum í þessum pikkuðu orðum að horfa á Talents 2008 sem er danska útgáfan af Britain's got talent. Fínir þættir!
En það sem ég var að velta fyrir mér er þetta:
Afhverju eru dómarar í svona hæfileikaraunveruleikaþáttum alltaf 2 menn og ein kona??
Skoðum dæmi:
Dómararnir í American Idol eru sjálfsagt frægastir allra hæfileikaraunveruleikaþátta. 3 menn, 1 kona.
X-Factor á Íslandi... dómarar; 2 menn og ein kona.
Idol Stjörnuleit á Íslandi... dómarar; 2 menn og ein kona.
ALLIR Talent þættir sem ég hef séð (Britain's got Talent, Norske Talenter, America's got Talent...) 2 menn og ein kona!
Meira að segja einn sá nýjasti; Oprah's big give... 2 menn og ein kona!!!
Hvað er málið??
Einu þættirnir sem ég man eftir í augnablikinu þar sem karlkynsdómarar eru í minnihluta er Project Runway og America's Next Top Model.
Er þetta í lagi? Þurfum við konur... nei... ég skal leiðrétta mig... þarf ÉG ekki að fara að gera eitthvað og reyna að troða mér inn í einhvern þáttinn sem kvenkynsdómari númer 2??
Við erum í þessum pikkuðu orðum að horfa á Talents 2008 sem er danska útgáfan af Britain's got talent. Fínir þættir!
En það sem ég var að velta fyrir mér er þetta:
Afhverju eru dómarar í svona hæfileikaraunveruleikaþáttum alltaf 2 menn og ein kona??
Skoðum dæmi:
Dómararnir í American Idol eru sjálfsagt frægastir allra hæfileikaraunveruleikaþátta. 3 menn, 1 kona.
X-Factor á Íslandi... dómarar; 2 menn og ein kona.
Idol Stjörnuleit á Íslandi... dómarar; 2 menn og ein kona.
ALLIR Talent þættir sem ég hef séð (Britain's got Talent, Norske Talenter, America's got Talent...) 2 menn og ein kona!
Meira að segja einn sá nýjasti; Oprah's big give... 2 menn og ein kona!!!
Hvað er málið??
Einu þættirnir sem ég man eftir í augnablikinu þar sem karlkynsdómarar eru í minnihluta er Project Runway og America's Next Top Model.
Er þetta í lagi? Þurfum við konur... nei... ég skal leiðrétta mig... þarf ÉG ekki að fara að gera eitthvað og reyna að troða mér inn í einhvern þáttinn sem kvenkynsdómari númer 2??
<< Home