STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, ágúst 15, 2008

Upprennandi fatahönnuður


Marek fór að tala um það upp úr þurru fyrir nokkrum dögum síðan, að Hinkik vantaði galdraföt. Ég hef ekki hugmynd um afhverju honum fannst það, kannski vegna þess að hann ætlar sjálfur í galdraskóla þegar hann verður eldri.

Eftir að hafa minnst á galdrafötin hans Hinriks nokkrum sinnum og það að við þurfum að sauma þau, bað ég hann um að teikna þau á blað svo við gætum saumað þau og volá, hér er teikningin.

Hann útskýrði að hann hefði teiknað fötin bæði eins og Hinrik væri í þeim og svo líka sitt í hverju lagi. Glæsileg teikning, ekki satt? Verst að ég er ekki með saumavélina hér úti.
Posted by Picasa