STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Facebook!!

Internetið er bara bóla! Eða hvað? Er Facebook bara bóla? Maður er allavega ekki maður með mönnum nema maður sé á Facebook. Og svo addar maður næstum því öllum sem maður svo mikið sem kannast við. Ég er t.d. með stelpu sem er dóttir vinkonu mömmu! Ég hef sjálf hitt þessa stelpu tvisvar eða þrisvar sinnum.

Mér fannst þetta alger vitleysa fyrst, skráði mig inn bara til að skoða og ætlaði sko ekki að fara að verða eitthvað föst í þessu. En þá fann hann Hakan vinur minn mig á Facebook. Ég sem var algerlega búin að tapa sambandi við hann eftir að við fluttum út! Gott að finna Hakan! Ok, kannski maður gefi Facebook sjens.

Á Facebook er hægt að gera allan andskotann, maður þarf bara aðeins tíma til að LIGGJA í þessu og svo hafa hugarflug í að leita að dóti til að liggja í. Það heitasta í þessarri tölvu er að spila Scrabble við vini sína, já eða "ekki vini" sína. Ekki að það séu óvinir... bara fólk sem maður kannast ekki við. Scrabble örvar auðvitað heilastarfssemina því maður þarf svo mikið að hugsa svo maður fái mörg stig.

Svo er þarna leikur sem heitir Owned, þá selur maður myndir af sér og kaupir aðra, vini og ókunnuga. Við hverja mynd sem selst frá manni græðir maður meiri pening. Verst að þetta eru ekki alvöru peningar því þá gæti ég keypt mér einbýlishús með útisundlaug. Eða hús og bíl. En þetta eru sýndarpeningar. Ætli vinir manns séu þá kannski líka sýnarvinir?

Mamma er að minsta kosti ekki sýndarmamma, þó hún sé á Facebook - því eins og ég sagði; maður er ekki maður með mönnum nema maður sé á Facebook.

Ert þú á Feisinu? (Smá könnun - verið nú dugleg að kvitta - já eða nei)