STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Loksins sumarfrí

Það er loksins búið að síast inn að ég sé komin í sumarfrí. Það sem er eftir af skólanum er lokaverkefni sem verður unnið á vinnustað. Ég verð með tveimur strákum í hóp og við fórum í heimsókn í "okkar" fyrirtæki í gær. Það heitir SAAB (já, einmitt; bílaframleiðandinn) og er að gera fullt af forritum fyrir danska herinn. Við verðum samt ekki að búa til heitt svoleiðis heldur gerum við forrit sem heldur utan um upplýsingar um alla starfsmenn sem vinna þarna.

Í haust verður farið í skólaferðalag til Dublin. Ég hlakka ekkert smá til, enda hef ég aldrei komið til Dublin áður. Við verðum í 5 daga þarna og ætlum að skoða einhver tölvufyrirtæki, svona á milli þess sem við verslum og skoðum okkur um. Við Hrund ætlum að vera með fjáröflun þar sem við ætlum að selja kleinur til að safna upp í ferðina. Þess vegna var gerður prufubakstur í dag. Við bökuðum tvær mismunandi uppskriftir, buðum svo fólki í kaffi og létum smakka báðar tegundir. Í næstu viku ætlum við svo að steikja kleinur og selja og við vonum bara að fólk taki vel í þetta.

Eyþór er svo að fara til Íslands á föstudaginn og hann verður þar í rúmlega 5 vikur eða næstum því allt sumarfríið. Hann er guðslifandi feginn að losna úr hitanum hérna og var farinn að skipuleggja einhverjar hljómsveitaræfingar heima skilst mér.

Ég fer með hann til Kaupmannahafnar og ætla loksins að láta verða af því að fara í heimsókn til hennar Birgittu Sievert í Malmö. Ég get varla sagt að ég hafi farið til hennar fyrir utan rúma 2 tíma í fyrravor þegar við skruppum öll yfir sundið til hennar. En í þetta skipið ætla ég að gista tvær nætur. Já, það verður sko gaman hjá henni Birgittu!

Takk fyrir allar kveðjurnar í kommentunum!

Meira seinna.
Helga í sumarfríi