STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, júní 15, 2008

Mikið að gera og samt mikil leti í gangi

Við eigum að skila síðasta verkefninu okkar á þessarri önn á þriðjudaginn, sjálfan þjóðhátíðardaginn! Þeim er sko ekkert heilagt þessum Dönum! Djók!
Þetta verkefni sem við (með "við" á ég við mig sjálfa, Hrund og Janus) erum að gera er hvorki erfitt í gerð né flókið - svona miðað við undanfarin verkefni. Það er engin forritun. Þetta er "bara" ein ritgerð um kerfisþróun (System development). En það er alveg ótrúlegt hvað þessi ritgerð er seingerð! Hún á að vera að minsta kosti 10 blaðsíður. Usss.... hugsuðum við, við verðum að minsta kosti með 25 - 30 blaðsíður. En málið er að leturstærðin á að vera 10 og bara eitt línubil! Þá vandast málin og við erum nú að reyna að teygja ritgerðina upp í heilar 10 blaðsíður!
Jamm þetta hlýtur að hafast. Ég bara nenni alls ekki að gera neitt meira í bili.

En það er annars búið að vera frekar mikið að gera í öðru líka og ég er búin að taka fullt af myndum af því. Á föstudaginn var siglingakeppni hér í Sønderborg og skólinn okkar var með eitt lið. Þau lentu í 3. sæti sem er alveg frábær árangur miðað við að þau höfðu tæplega klukkutíma til að æfa sig nokkrum kvöldum fyrir keppnina.

Á laugardagsmorgun fór Eyþór í "Rollespil" eða hlutverkaleik. Þetta er haldið einu sinni í mánuði allt árið. Ég tók auðvitað nokkrar myndir þar.

Strax á eftir var 17. júní haldinn hátíðlegur hér í Sønderborg. Það var bara rosalega fínt, grillaðar pylsur, íslenskt nammi og góður félagsskapur.

Jæja, verð endilega að fara að reyna að skrifa eitthvað! Takk fyrir allar skemmtilegu mismæli-sögurnar í fyrri færslu.

Helga