Jæja, ekki förum við nú á Eurovision á næsta ári
- Íslenska liðið stóð sig frábærlega og maður fylltist þjóðarstolti. Okkar atkvæði fór til Íslands.
- Mín uppáhaldslög voru frá Íslandi, Ísrael, Tyrklandi, Albaníu, Noregi og Serbíu. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu.
- Marek kaus líka Lettland en tók það skýrt fram að hann héldi samt með Íslandi og ef Lettland myndi vinna myndi hann bara segja Ókey og ekki verða leiður.
- Rússland hefur ekki unnið áður.
- Besti punktur kvöldsins: við vorum hærri en Svíþjóð - eða öllu heldur hærri en Charlotte Perelli.
Þá að öðru. Við héldum upp á afmæli Hinriks og Mareks í gær í Katherinelundi, grilluðum pylsur, snobrød, sykurpúða og borðuðum afmælisköku á eftir. Þetta var alveg yndislegur dagur með frábæru fólki og drengirnir voru hæstánægðir með daginn. Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá afmælinu.
En já, þá er þessi Eurovision vertíð búin. Nú er ekkert eftir en að horfa trilljón sinnum aftur á keppnina og hlakka til næstu keppni sem við munum EKKI fara á.
Helga.
<< Home