STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, maí 25, 2008

Jæja, ekki förum við nú á Eurovision á næsta ári

Ekki spáði ég Rússum sigri. En þannig er það nú. Marek mundi eftir Dima Bilan frá því 2006 þar sem hann stökk niður af flygli og fannst hann betri þá. Ég er nú sammála. Ég sá bara ekkert merkilegt við þetta lag í undankeppninni og fannst hann syngja bara falskt. En svo hlustaði ég á lagið á youtube og þá fannst mér það miklu betra. En allavega, hér eru punktar frá kvöldinu:
  • Íslenska liðið stóð sig frábærlega og maður fylltist þjóðarstolti. Okkar atkvæði fór til Íslands.
  • Mín uppáhaldslög voru frá Íslandi, Ísrael, Tyrklandi, Albaníu, Noregi og Serbíu. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu.
  • Marek kaus líka Lettland en tók það skýrt fram að hann héldi samt með Íslandi og ef Lettland myndi vinna myndi hann bara segja Ókey og ekki verða leiður.
  • Rússland hefur ekki unnið áður.
  • Besti punktur kvöldsins: við vorum hærri en Svíþjóð - eða öllu heldur hærri en Charlotte Perelli.
Umfram allt var þetta góð keppni og fullt af góðum lögum.

Þá að öðru. Við héldum upp á afmæli Hinriks og Mareks í gær í Katherinelundi, grilluðum pylsur, snobrød, sykurpúða og borðuðum afmælisköku á eftir. Þetta var alveg yndislegur dagur með frábæru fólki og drengirnir voru hæstánægðir með daginn. Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá afmælinu.

En já, þá er þessi Eurovision vertíð búin. Nú er ekkert eftir en að horfa trilljón sinnum aftur á keppnina og hlakka til næstu keppni sem við munum EKKI fara á.
Helga.
Posted by Picasa