Grill og meira grill
Við fórum í heimsókn til Sólrúnar og Garðars í dag (laugardag) til að grilla með þeim. Í boði var argentískt nautakjöt, danskt svínakjöt, danskir grillpinnar með beikoni, danskur laukur (grillaður auðvitað) grillaðir sveppir og grillaðar kartöflur. Alveg dásamlega gott mest allt.
Og þar áður skiptum við Garðar um bremsudiska og klossa að framan undir bílnum okkar.
Takk fyrir aðstoðina og takk fyrir matinn.
Kveðja,
Palli.
<< Home