Fer Halldóra til Peking?
Ég var bara að lesa það að íslenska landsliðið í handbolta fer á Ólympíuleikana í Peking í Kína í sumar og það fyrsta sem mér datt í hug var hvort Halldóra; kær frænka mín, skyldi ætla að elta liðið til Peking! Það næsta sem mér datt í hug var hversu hrikalega gaman það hefði verið að vera á leiknum á móti Svíum! Jii, hvað það hefði verið gaman - næstum því eins og Eurovision!
Ég er annars á kafi í skólanum. Við eigum að skila verkefni á hádegi á morgun og kynna það svo eftir hádegið. Við erum ekki aaaaallveg búin - alltaf þetta smotterí eftir- lesa yfir og leiðrétta og svona. Prentum svo út á morgun og skilum í tíma! Ekki spurning.
Svo seinnipartinn á morgun ætlum við í bekknum að halda strandapartý með grilli og tilheyrandi. Það verður geðveikt gaman.
Á þriðjudag fáum við svo næsta verkefni í hendur, líka svona prófverkefni nema þetta er öðruvísi en hitt að það verður alvöru próf í þessu, þ.e. við drögum spurningu í þessu efni og eigum að svara munnlega. Gaman, gaman.
Ekki nóg með þetta, heldur ætlum við að reyna að hitta á Guðrúnu og Gústa, hennar ektamann, en þau verða á ferðinni á þriðjudaginn. Ekki beint á ferðinni... eða jú, á ferðinni, bara ekki beint í nágrenninu. En því verður reddað. Annað hvort förum við og hittum þau hjá Kolding eða einhverstaðar eða þá að þau koma niðureftir til okkar í kaffi og kökur. Kemur í ljós.
En svona er nú lífið í Danmörku; heitt og rakt með tilheyrandi moskítóflugudrápi.
Helga
Ég er annars á kafi í skólanum. Við eigum að skila verkefni á hádegi á morgun og kynna það svo eftir hádegið. Við erum ekki aaaaallveg búin - alltaf þetta smotterí eftir- lesa yfir og leiðrétta og svona. Prentum svo út á morgun og skilum í tíma! Ekki spurning.
Svo seinnipartinn á morgun ætlum við í bekknum að halda strandapartý með grilli og tilheyrandi. Það verður geðveikt gaman.
Á þriðjudag fáum við svo næsta verkefni í hendur, líka svona prófverkefni nema þetta er öðruvísi en hitt að það verður alvöru próf í þessu, þ.e. við drögum spurningu í þessu efni og eigum að svara munnlega. Gaman, gaman.
Ekki nóg með þetta, heldur ætlum við að reyna að hitta á Guðrúnu og Gústa, hennar ektamann, en þau verða á ferðinni á þriðjudaginn. Ekki beint á ferðinni... eða jú, á ferðinni, bara ekki beint í nágrenninu. En því verður reddað. Annað hvort förum við og hittum þau hjá Kolding eða einhverstaðar eða þá að þau koma niðureftir til okkar í kaffi og kökur. Kemur í ljós.
En svona er nú lífið í Danmörku; heitt og rakt með tilheyrandi moskítóflugudrápi.
Helga
<< Home