STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, júní 09, 2008

Mismæli

Ég elska mismæli. Og þegar orðin koma vitlaust út úr manni eins og þegar Ninna spurði mig "Er stóllinn ekki of kjór?" Hahahahaha. Og þegar ég gat ekki kallað systkini Þráins réttu nöfnum og sagði alltaf Steggi og Bella. (Heimasíða Stellu er annars HÉR).
Mér finnst alveg merkilegt að þetta skuli yfirhöfuð vera hægt.

Í dag mismælti ég mig. Ansi skemmtilega líka. Mamma hafði farið í aðgerð á fingri og ég hringdi í hana til að heyra aðeins í hvernig hefði gengið. Rétt áður en hún svaraði fór ég að hugsa um hvort ég ætti að segja "aðgerð" eða "uppskurð" en í staðinn sagði ég: "Jæja, ertu búin í þessari uppgerð?" Hahahahaha

Hefur þú mismælt þig skemmtilega? Endilega segðu frá því í kommentunum.

Helga.