STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, júlí 13, 2008

Markaður í Flensburg



Ég skellti mér til Flensborgar í dag. Frétti sko af því í hádeginu að það væri markaður þar og ákvað í skyndi að skella mér. Hringdi í Eddu og spurði hvort hún væri til í að fara með mér (á hennar bíl sko) og hálftíma seinna vorum við farnar.

Þar var sko fullt af góssi og hljóðfærum og dóti og keypti ég þetta hljóðfæri hér að ofan, unnustanum til mikillar ánægju og svo Yu-Gi-Oh spil, drengjunum til mikillar ánægju. Hlýt ég því að fá að launum útnefningu til bæði unnustu- og mæðraverðlaunanna í ár! Jii, hvað ég hlakka til!

Annars heitir þetta hljóðfæri zither og er þetta önnur "harpan" sem við eignumst. Og sú þriðja sem við kaupum því Mundi fékk eina. Palli hlakkar líka til að geta farið að spila á hörpurnar með Munda og ég stakk upp á því að þeir stofnuðu Hörpusveit Hvammstanga með þær Hörpu Vilberts og Hörpu Þorvalds sem söngkonur. Það yrði hrikalega fyndið!

Þessi markaður verður næst haldinn 17. ágúst og þá ætlum við Edda að verða mættar kl. 8 stundvíslega (svona circa) og ábyggilega með fleiri konur með okkur.

Oh, ég hlakka sko til að fara á markaðina í Póllandi! Ég elska markaði! Er nokkuð annað hægt??

Helga harpa.

Viðbót, bætt inn þann 15. júlí 2008 kl 00:27 að staðartíma.
Ég var að setja inn myndir frá Danfoss Universe ferðinni sem við fórum í dag.
Þær eru hér efst til hægri á síðunni.