STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, júlí 12, 2008

Fólk á faraldsfæti

Eyþór er farinn til Íslands. Húsfreyjan komin heim frá Svíþjóð. Hjónaleysin eru á leið til Póllands. Amma er á leið til Danmerkur.

Þetta er það helsta að frétta af flökkufjölskyldunni á Ringgade sjötíuogsjö.

Malmö var yndisleg - og það var Birgitta líka. Hún bað að heilsa öllum sem hún þekkir og sagðist sakna Hvammstanga mikið.

Við Palli ætlum að skella okkur til Szczecin í Póllandi eftir 12 daga (án þess að nokkur sé neitt að telja) í kærustuparaferð. Mamma kemur út til að passa og slappa af og hlakka strákarnir til að fara með hana niður á strönd.

Annars var ég að spá í það um daginn í lestarferðinni heim aftur hvað sumt fólk er líkt öðru... þ.e.a.s. ég er svo oft að sjá fólk hérna sem minnir mig á annað fólk sem ég þekki. Það var t.d. um daginn að við Marek fórum á McDonalds að ég sá "Ólu Maju" sem var með mér í HA. Þessi kona var svo hrikalega lík henni að ég varð að stara á hana til að fullvissa mig um að þetta væri ekki hún. Svo var það líka í vetur, einmitt í lestinni, að það kom inn kona sem var svo sláandi lík henni Ingibjörgu á leikskólanum Kiðagili. Ég einmitt starði alveg dónalega mikið á konuna og tók meira að segja mynd af henni á gemsann minn því mér fannst þetta svo fyndið. Og í skólanum mínum er líka einhver kona sem er alveg hrikalega lík henni Öldu Herdísar- og Pétursdóttur. En ég hef nú ekkert verið að mynda hana! Hahahahaha...

En þannig er það nú.
Helga.