STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, júlí 26, 2008

Komin aftur heim

Oh, hvað það er gott að vera komin aftur heim. Það besta við ferðalög er að koma aftur heim! Það er ekki spurning. En Pólland var æðislegt - eins og alltaf. Eitt af því besta við Pólland er það að geta farið að borða á Pizza Hut; 2 deep pan medium pizzur og tvo stóra drykki með áfyllingu og fara svo í bíó, með drykki og smá súkkulaði og borga undir 200 kr danskar fyrir kvöldið! Æðislegt. Enda fórum við tvisvar í bíó! Sáum bæði Hancock og Maid of honour.

Við gistum á Park Hótel sem var æðislegt - aðalega vegna þess að það var svo kósí.

Við fórum svo auðvitað og versluðum pólskt stell og kristal - alveg geðveikt mikið (mest fyrir annað fólk) og fengum alveg topp þjónustu! Allt sem við keyptum var pakkað extra vel inn og af því við versluðum svo mikið (eða ég held að það hafi verið ástæðan) þá gáfu hjónin okkur stórt ferkantað mót, svona eins og fyrir lasagna! Hrikalega flott og mjög rausnarlegt hjá þeim. En þetta var ekki nóg heldur keyrði karlinn okkur með allar vörurnar að bílnum okkar! Súper góð þjónusta.

En já, fín ferð.
Helga