Nafnapælingar
Við Palli höfum verið að spá í nöfn undanfarið... jah, undanfarin ár eiginlega. Ekki svona barnanöfnum - nei við erum ekkert að fjölga okkur erum alveg búin með þann kvóta. Nei, við höfum verið að spá í bara nöfnum almennt.
Eins og t.d. ef einhver heitir Bert, sem er náttúrlega útlenskt nafn, en Bert þessi væri vænsti karl og ætti heima á milli tveggja bræðra... eða systra, en
væri dags daglega kallaður Bert á milli.
Eða að heita Guðrún og vera kölluð Gudda... það eitt og sér væri ekkert merkilegt, en hvað ef hún næði sér í tyrkneskan mann og væri þá kölluð Tyrkja Gudda.
Og ef einhver gæti ekki sagt "s" heldur kæmi svona "HL"hljóð í staðinn og heita Tristan - eða TriHLtan.
Endum þetta á sögunni klassísku um bekkjarafmælið sem er saga með nöfnum sem öll eru í mannanafnaskrá (lesist upphátt):
Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða
því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni
og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar.
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt.
En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Ilmur Blær var einnig sein fyrir og bekkjarbróðir þeirra Ilmur Blær kom hjólandi. Í hliðinu stóðu Listalín Tala og Mábil Lill.
Þegar Ali Bambi kom síðastur með Liv, þá var hægt að byrja
Við munun nú ekki eftir fleiri svona skemmtilegum nöfnum. Hvað með ykkur?
Eins og t.d. ef einhver heitir Bert, sem er náttúrlega útlenskt nafn, en Bert þessi væri vænsti karl og ætti heima á milli tveggja bræðra... eða systra, en
væri dags daglega kallaður Bert á milli.
Eða að heita Guðrún og vera kölluð Gudda... það eitt og sér væri ekkert merkilegt, en hvað ef hún næði sér í tyrkneskan mann og væri þá kölluð Tyrkja Gudda.
Og ef einhver gæti ekki sagt "s" heldur kæmi svona "HL"hljóð í staðinn og heita Tristan - eða TriHLtan.
Endum þetta á sögunni klassísku um bekkjarafmælið sem er saga með nöfnum sem öll eru í mannanafnaskrá (lesist upphátt):
Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða
því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni
og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar.
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt.
En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Ilmur Blær var einnig sein fyrir og bekkjarbróðir þeirra Ilmur Blær kom hjólandi. Í hliðinu stóðu Listalín Tala og Mábil Lill.
Þegar Ali Bambi kom síðastur með Liv, þá var hægt að byrja
Við munun nú ekki eftir fleiri svona skemmtilegum nöfnum. Hvað með ykkur?
<< Home