Brjálað að gera!
Það er annað hvort í ökkla eða eyra! Suma daga hefur maður ekkert að gera og aðra daga kemur maður varla heim til sín nema til að sofa. Það var þannig dagur í gær. Það var reyndar ágætis afslöppun fyrir hádegi... við bekkjarfélagar mínir ákváðum að "vinna heima" þennan dag. En strax um kl. eitt byrjuðu lætin. Þá brunaði ég með Dísu á leikskólann að sækja ungana okkar sem voru að koma heim frá Koloni. Það gekk alveg rosalega vel þar... ekki að ég hefði búist við neinu öðru miðað við hvað Hinrik var spenntur fyrir ferðina. Hann hafði tekið fullt af myndum sem voru svo skemmtilegar að skoða. Smellið á linkinn fyrir neðan myndina til að sjá albúmið:
Það var boðið upp á kaffi og kökur í leikskólanum og maður aðvitað settist aðeins niður. En það var ekki hægt að stoppa lengi því það átti eftir að henda Dísu, Dagnýju og Hinrik til Stefaníu, sækja Marek í skólann, skutla Palla í vinnuna og ná heim til Stefaníu ÁÐUR en handboltaleikurinn byrjaði! Það tókst nú ekki alveg, en það voru ekki nema nokkrar mínútur búnar! Og jesús minn hvað það var gaman að horfa á leikinn. Verst að heyra ekki lýsinguna á íslensku því ég er bara ekki nægilega sleip í dönsku til að skilja allt sem sagt er.
Allavega, strax eftir leik og eftir að hafa þurrkað tárin úr augunum eftir sigur liðsins (enn og aftur HÚRRRRRRAAAA!!!) var brunað niður í bæ. Það var nefnilega menningarnótt og skólinn minn ætlaði að vera með tjald til að kynna skólann og reyna að safna pening fyrir Írlandsferð sem við erum að fara í í október. Mitt framlag var s.s. að hjálpa til við að setja upp tjaldið. Það varð svo allt klappað og klárt fyrir kl. 5 og þá gátum við aðeins skoðað okkur um áður en við þurftum að sækja Palla í vinnuna. Hér var ég ekki enn búin að jafna mig eftir handboltann!
Palli sóttur og brunað niður á Kegnæs þar sem Iddi vinur Palla og fjölskylda og tengdafjölskylda hans voru með bústað á leigu. Það borðuðum við grillkjöt og meððí. Ekki var nú nægt að stoppa nægilega lengi þar því menningarnóttin beið. Ég hafði í fyrra lofað stráknunum að vera lengi á menningarnótt þetta árið og ætlaði sko ekki að svíkja það loforð. Sáum tónleika, flugelda, fullt af fólki og fleira! Fórum að sofa rétt fyrir kl. 23:30.
Ekki gat ég samt sofið út! Nei, við Hrund vöknuðum næstum fyrir sólarupprás til að steikja kleinur í morgun. Ástæðan: fjáröflun fyrir Írlandsferð!
"En afhverju að vakna svona snemma" spyr nú eflaust einhver. Já, það er einmitt góð spurning en það var vegna þess að okkur hafði verið boðið í afmæli til Tristans kl. 10 og svo til Dagnýjar Evu kl. 16 svo það var enginn tími þann daginn til að steikja. Matseðill dagsins hefur því verið kleinur í morgunmat (hjá mér, ekki hjá strákunum eða Palla) kökur og kaffi í hádeginu, fleiri kökur um kaffileytið og enn fleiri kökur í kvöldmatinn. Sem betur fer var mikið um brauðrétti svo við vorum nú ekki eingöngu að borða sykur! :-) Ekki að ég hefði nokkuð haft á móti því svosem.
En allavega... leikur í fyrramálið! Sjitt hvað ég hlakka til! Svo getur maður loks farið að slappa aðeins af. Heima hjá sér, það er að segja.
Takk fyrir þessa tvo daga - öll þið sem við höfum hitt :-)
Bless í bili
Helga.
From Koloni 2008 |
Það var boðið upp á kaffi og kökur í leikskólanum og maður aðvitað settist aðeins niður. En það var ekki hægt að stoppa lengi því það átti eftir að henda Dísu, Dagnýju og Hinrik til Stefaníu, sækja Marek í skólann, skutla Palla í vinnuna og ná heim til Stefaníu ÁÐUR en handboltaleikurinn byrjaði! Það tókst nú ekki alveg, en það voru ekki nema nokkrar mínútur búnar! Og jesús minn hvað það var gaman að horfa á leikinn. Verst að heyra ekki lýsinguna á íslensku því ég er bara ekki nægilega sleip í dönsku til að skilja allt sem sagt er.
Allavega, strax eftir leik og eftir að hafa þurrkað tárin úr augunum eftir sigur liðsins (enn og aftur HÚRRRRRRAAAA!!!) var brunað niður í bæ. Það var nefnilega menningarnótt og skólinn minn ætlaði að vera með tjald til að kynna skólann og reyna að safna pening fyrir Írlandsferð sem við erum að fara í í október. Mitt framlag var s.s. að hjálpa til við að setja upp tjaldið. Það varð svo allt klappað og klárt fyrir kl. 5 og þá gátum við aðeins skoðað okkur um áður en við þurftum að sækja Palla í vinnuna. Hér var ég ekki enn búin að jafna mig eftir handboltann!
Palli sóttur og brunað niður á Kegnæs þar sem Iddi vinur Palla og fjölskylda og tengdafjölskylda hans voru með bústað á leigu. Það borðuðum við grillkjöt og meððí. Ekki var nú nægt að stoppa nægilega lengi þar því menningarnóttin beið. Ég hafði í fyrra lofað stráknunum að vera lengi á menningarnótt þetta árið og ætlaði sko ekki að svíkja það loforð. Sáum tónleika, flugelda, fullt af fólki og fleira! Fórum að sofa rétt fyrir kl. 23:30.
Ekki gat ég samt sofið út! Nei, við Hrund vöknuðum næstum fyrir sólarupprás til að steikja kleinur í morgun. Ástæðan: fjáröflun fyrir Írlandsferð!
"En afhverju að vakna svona snemma" spyr nú eflaust einhver. Já, það er einmitt góð spurning en það var vegna þess að okkur hafði verið boðið í afmæli til Tristans kl. 10 og svo til Dagnýjar Evu kl. 16 svo það var enginn tími þann daginn til að steikja. Matseðill dagsins hefur því verið kleinur í morgunmat (hjá mér, ekki hjá strákunum eða Palla) kökur og kaffi í hádeginu, fleiri kökur um kaffileytið og enn fleiri kökur í kvöldmatinn. Sem betur fer var mikið um brauðrétti svo við vorum nú ekki eingöngu að borða sykur! :-) Ekki að ég hefði nokkuð haft á móti því svosem.
En allavega... leikur í fyrramálið! Sjitt hvað ég hlakka til! Svo getur maður loks farið að slappa aðeins af. Heima hjá sér, það er að segja.
Takk fyrir þessa tvo daga - öll þið sem við höfum hitt :-)
Bless í bili
Helga.
<< Home