STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Spenna og skemmtilegheit

Það er nú meira hvað lífið getur verið spennandi!
Á sunnudaginn þegar við Palli fórum á flóamarkaðinn í Flensburg og ég sá að allt bílastæðið við Förde Park var undirlagt söluborðum. Sjiiitt sem ég fékk mikinn fiðring í magann af tilhlökkun. Þetta var bara geggjað, reyndar keyptum við ekki mikið enda var ekki margt sem okkur vantaði bráðnauðsynlega! En ég keypti nokkra hluti í smáhlutahilluna og mjólkurbrúsa fyrir Olgu.
From helguhlutir
Það eru fleiri myndir í albúminu. Smellið bara á linkinn hér við myndina.

Ekki er svo hægt að slappa af yfir handboltanum á Ólympíuleikunum! Ég meira að segja kom of seint í skólann í morgun því ég gat ekki hætt að horfa á leikinn á móti Pólverjum. Vá hvað hann var flottur! Ég hef bara sjaldan séð íslenska liðið standa sig eins vel og í þeim leik... ég er nú kannski ekki sú allra harðasta þegar kemur að handboltaglápi en reyni samt alltaf að horfa á landsleiki á stórmótum. Á laugardaginn næsta er okkur boðið í tvö afmæli og ég geri bara ráð fyrir því að það verði kveikt á sjónvarpinu þar og horft - því auðvitað vinna íslendingar leikinn á föstudaginn. Eiga þeir þá ekki að spila á laugardaginn? Eða sunnudaginn? Hvernig er þetta eiginlega??

Annars er bara allt fínt að frétta af okkur. Ég átti að byrja að vinna hjá Saab að lokaverkefninu okkar á þriðjudaginn en þeir voru víst ekki tilbúnir fyrir okkur svo við byrjum ekki fyrr en á mánudaginn næsta. Þangað til erum við bara að reyna að undirbúa okkur í skólanum. Það kemur sér vel fyrir Palla því þá þarf hann ekki að taka strætó í vinnuna á meðan.

Hinrik er í "Koloni" með deildinni sinni í leikskólanum. Þá fara þau í sumarbústað einhverstaðar rétt fyrir utan Sønderborg og gista í tvær nætur. Hann var svo spenntur yfir ferðinni að hann vildi helst fara í gærkveldi. Og svo vildi hann helst fara að sofa kl. 19:30 í gær svo tíminn liði hraðar. Og hann tönglaðis á því að hann yrði sko í TVÆR nætur. Þvílík spenna í gangi. Það var svo ekkert smá skrítið að sækja hann ekki um kl. 4 í dag. Hann fékk að taka gömlu myndavélina mína með sér, ég vona bara að hann muni eftir að taka myndir og þær verði ekki allar hreyfðar. Þetta er jú gömul digital vél.