Ís, útsýni og endajaxl
Við Þórunn skruppum til Þýskalands um daginn (jah, eða í síðasta mánuði), bara svona til að versla og svona. Og að sjálfsögðu stoppar maður í Ítölsku ísbúðinni og fær sér örlítinn ís. Já, eða ég fékk mér örlítinn ís... svona þegar maður ber hann saman við ísinn sem þórunn fékk sér. Þetta er hrikalega góður ís!
Þetta er annars útsýnið frá skrifstofunni sem við höfum í vinnunni. Við erum uppi á 4. hæð og það eru eiginlega ekki almennilegir veggir þarna heldur bara gler. Nema í okkar skrifstofu, við erum með einn heilan vegg. Eins gott því það er frekar erfitt að einbeita sér stundum, bæði þegar margir eru að ganga framhjá skrifstofunni eða þegar mikil bátaumferð er um Alssundið.
Ég fór annars til tannlæknis í gærmorgun. Ástæðan var endajaxl sem var ekki enn kominn upp en var farinn að angra mig. Ég fór í síðasta mánuði útaf honum líka, en þá var komin sýking í kringum hann og tannlæknirinn sagði að það þyrfti að taka hann - einhverntíman.
Ég ákvað að drífa bara í því á meðan við erum hér úti því tannlæknaþjónusta hér er miklu ódýrari en á Íslandi.
Ég mætti því galvösk í gærmorgun, harðákveðin í að drífa bara í þessu. Tannlæknirinn hóf strax handa við að deyfa mig - sjiiiiit hvað það var vont! En sem betur fer fór deyfingin strax að virka og það var hægt að fara að skera fyrir jaxlinum. Þær voru tvær þarna inni, tannlæknirinn og aðstoðarkonan (heitir það ekki tanntæknir) en þegar jaxlinn vildi ekki losna var rokið fram og kallað á aðstoð og kom annar tannlæknir til. Líka kona. Þær voru því þarna þrjár yfir mér og allar með fingur í eða yfir munninum! Sjiiiiiiit hvað þetta var líka... ja ekki beint vont því að ég var auðvitað deyfð en amk mjöööög óþægilegt. Ég hélt t.d. að munnvikið á mér myndi rifna því jaxlinn er auðvitað mjög aftarlega. Og svo var þrýst niður við jaxlinn, honum ýtt til, sagað af honum og svo small í einhverju!! Sjiiiittt hvað það var óþægilegt hljóð! Það var ekki fyrr en það var búið að saga tvisvar af honum sem hann loks losnaði!
Þegar allt var búið og ég sest upp, er hurðinni hrundið upp og enn einn tannlæknirinn - líka kona - hentist inn og spurði "missti ég af því?" Hún afsakaði sig strax við mig og sagðist bara hafa verið með við að greina röntgenmyndina um daginn og hefði viljað fá að sjá þegar jaxlinn yrði tekinn. En hún missti af því og gat ekkert annað en dáðst af þessum risastóra jaxli sem nú lá á stálbakka!
Ég er því núna með þrjú spor saumuð í munninum, stokkbólgin - eins og sést kannski á þessarri mynd - gleypi bæði verkjatöflur og pensilín, og gæti drepið mann með andfýlunni úr mér! Og vá, hvað þetta er vont!
Þetta er annars útsýnið frá skrifstofunni sem við höfum í vinnunni. Við erum uppi á 4. hæð og það eru eiginlega ekki almennilegir veggir þarna heldur bara gler. Nema í okkar skrifstofu, við erum með einn heilan vegg. Eins gott því það er frekar erfitt að einbeita sér stundum, bæði þegar margir eru að ganga framhjá skrifstofunni eða þegar mikil bátaumferð er um Alssundið.
Ég fór annars til tannlæknis í gærmorgun. Ástæðan var endajaxl sem var ekki enn kominn upp en var farinn að angra mig. Ég fór í síðasta mánuði útaf honum líka, en þá var komin sýking í kringum hann og tannlæknirinn sagði að það þyrfti að taka hann - einhverntíman.
Ég ákvað að drífa bara í því á meðan við erum hér úti því tannlæknaþjónusta hér er miklu ódýrari en á Íslandi.
Ég mætti því galvösk í gærmorgun, harðákveðin í að drífa bara í þessu. Tannlæknirinn hóf strax handa við að deyfa mig - sjiiiiit hvað það var vont! En sem betur fer fór deyfingin strax að virka og það var hægt að fara að skera fyrir jaxlinum. Þær voru tvær þarna inni, tannlæknirinn og aðstoðarkonan (heitir það ekki tanntæknir) en þegar jaxlinn vildi ekki losna var rokið fram og kallað á aðstoð og kom annar tannlæknir til. Líka kona. Þær voru því þarna þrjár yfir mér og allar með fingur í eða yfir munninum! Sjiiiiiiit hvað þetta var líka... ja ekki beint vont því að ég var auðvitað deyfð en amk mjöööög óþægilegt. Ég hélt t.d. að munnvikið á mér myndi rifna því jaxlinn er auðvitað mjög aftarlega. Og svo var þrýst niður við jaxlinn, honum ýtt til, sagað af honum og svo small í einhverju!! Sjiiiittt hvað það var óþægilegt hljóð! Það var ekki fyrr en það var búið að saga tvisvar af honum sem hann loks losnaði!
Þegar allt var búið og ég sest upp, er hurðinni hrundið upp og enn einn tannlæknirinn - líka kona - hentist inn og spurði "missti ég af því?" Hún afsakaði sig strax við mig og sagðist bara hafa verið með við að greina röntgenmyndina um daginn og hefði viljað fá að sjá þegar jaxlinn yrði tekinn. En hún missti af því og gat ekkert annað en dáðst af þessum risastóra jaxli sem nú lá á stálbakka!
Ég er því núna með þrjú spor saumuð í munninum, stokkbólgin - eins og sést kannski á þessarri mynd - gleypi bæði verkjatöflur og pensilín, og gæti drepið mann með andfýlunni úr mér! Og vá, hvað þetta er vont!
<< Home