STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, október 19, 2008

Tónlist og tannstönglasvín...

Jæja. Þá kom að því.
Kvenmaðurinn á bænum yfirgaf heimilið í nótt og eftir erum við strákarnir. Það er svo sem ekkert lengi sem hún verður frá heimilinu en hún kemur aftur á fimmtudaskvöld... eða nótt. Já hún skrapp til Írlands til að versla sér þvottaklemmur, hitta móður og systur pennavinar síns sem er frá Írlandi og skrifar henni eingöngu í kringum júróvisjon og svo til að vita hvort að IRA er ennþá starfrækt. En mikið verður gaman að fá hana heim aftur.

Ég skutlaði Helgu "niður" í skólann hennar klukkan ca 02:45 í nótt þar sem lagt var af stað í ferðina miklu. Hundskaðist svo heim og sofnaði en vaknaði svo aftur um 08:00 þar sem ég þurfti að drífa mig á fætur og keyra heim til Garðars til að horfa á Formúlu 1 með honum, en með viðkomu í Guldbager til að veiða þar rúnstykki í morgunmat. Svo var hljómsveitaræfing eftir það frá kl 13:00 til 16:00 í tilefni þess að Bobby Festival er á næstu grösum. Þar verð ég að spila með hljómsveitinni Rock-Co í stóra salnum í Sønderborghus... sem er einhverskonar félagsheimili Sønderborgara.
Á meðan ég var ekki heima var Eyþór heima með Marek og Hinrik og sá algerlega um þá.
Svo um kl. 6 leitið núna í kvöld sá Eyþór um að steikja hamborgara á línuna og allir voða sáttir og glaðir með það. Eyþór er að verða ansi seigur í eldhúsinu sko.

Heyrðu... heldurðu að ég hafi ekki séð svona tannstönglasvín í Egernsund, heima hjá Poul Erik, þar sem við æfum alltaf.
Þetta eru lítil og frekar ljót skrímsli sem gera sennilega engum mein. Allavega ekki akkúrat þetta kvikindi. Bara stoppaði þarna í götukanntinum og stillti sér upp fyrir myndatöku.

Svona er lífið í Danmörku þessa dagana. Allir voðalega hissa á því að við skulum vera að flytja heim og segja okkur að vera bara dálítið lengur. Sérstaklega þó danirnir. Þeir eiga voðalega erfitt með að segja ekkert um ástandið á Íslandi... skiljanlega. Hver hefur ekki þörf fyrir að tjá sig um það? Egill helgason hefur í það minnsta þörf fyrir það að rassskella götustrákinn hann Jón Ásgeir.

Gott í bili.
Palli.