STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, október 08, 2008

Fair Trade


Við Stefanía héldum Fair Trade partý í dag. Hugmyndin var að bjóða örfáum konum (því stofan er svo lítil) upp á súkkulaði Fondue búið til úr Fair Trade súkkulaði, kaffi úr Fair Trade kaffi og jafnvel eitthvað meira gott. Og jafnframt að segja þeim hvað Fair Trade er en Fair Trade hugtakið er í raun mjög einfalt og það er að borga bændum og framleiðendum í þriðja heim sanngjarnt verð fyrir sína afurði. Það má lesa meira um þetta hér, hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

Við fórum í Kvickly og fundum þar fullt af Fair Trade vörum en keyptum það sem við þurftum í fondu-ið, ávexti fyrir það, meðal annars FT banana, og svo kaffi. Við vorum búnar að fá lánað fondue sett svo það var allt klárt.

Svo kom kvöldið, ég mætti til Stefaníu rétt um kl. 7 og það var hafist handa við að brytja niður ávexti og súkkulaði sem var svo brætt yfir vatnsbaði. Ég var búin að finna nokkrar uppskriftir af fondue sósu á netinu sem allar innihéldu rjóma, svo honum var skellt útí bráðið súkkulaðið. Það vildi nú ekki betrur en svo til að súkkulaðið bara hljóp í kekki! og ofan á flaut fita. Oj, hvað þetta var ógeðslegt. Svo við hentum því og brutum afganginn af súkkulaðinu niður. Bræddum og ákváðum að setja bara ööörlitin rjóma. Það gekk betur, nema að nú varð þetta bara að einum þykkum köggli. En hann hlyti bara að lagast þegar hann kæmist yfir eldinn á fonduesettinu. Hmm... olíu hellt í það dót... lampaolíu það er að segja. Ætlaði aldrei að takast að kveikja á dótinu og þegar það lokst tókst þá ósaði það svo mikið að við fengum næstum því reykeitrun! Jæja, því var þá skipt út fyrir venjuleg kerti. En súkkulaðið var orðið svo stíft og seigt að það hefði verið hægt að skera það. Ákváðum þá að setja það í pott og hita. Ekkert lagaðist. Ákváðum að hella smá mjólk útí. En nei! Þá hljóp það líka í kekki og yfir flaut gul fita! Usss. Fitunni var hellt af og konunum var bara boðið upp á ávexti og fitulaust súkkulaði sem þær urðu að moka upp á ávextina.

Við lærðum að minnsta kosti hvernig ætti EKKI að búa til súkkulaði fondue sósu! En þetta var þrælskemmtilegt samt sem áður! Bara hið besta kvöld.

Helga