STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, október 31, 2008

Hljóðfæri

Einu sinni, þegar ég átti heima í Móbergi komu nokkar manneskjur í "heimsókn" í partý. Í þessu eina partýi í Móbergi... nei, bíddu... það varð svo annað seinna. Þetta var það fyrra. Allavega, í þessu fyrra partýi í Móbergi kom alveg hreint ágætis kona. Ég held allavega að hún sé og hafi verið alveg ágæt. Þekki hana svosem ekki mikið. En hún sem sagt kom þarna ásamt einhverju fleiru fólki sem eru eiginlega svona "nóbodíar" í þessarri sögu. Þegar eitthvað hafði liðið á kvöldið, er þessi ágæta kona komin í stuð til að syngja, lítur allt í kringum sig og spyr svona skælbrosandi:
"Hérna, áttu píanó?"
"Neibb" sagði ég. Ónefndakonan varð mjög hissa, hristi það svo af sér og spurði
"En gítar?"
"Nei" sagði ég.
"Ha? En bara blokkflautu?"
"Ehh.. nei" sagði ég.
"HA???? Áttu engin hljóðfæri???" Og konan ágæta trúði ekki sínum eigin eyrum!
Ég varð sármóðguð og neitaði. Hver þarf svosem hljóðfæri? Það eru greinilega ekki allir alveg jafn snobbaðir að þurfa að eiga fullt hús af hljóðfærum! Ha!
Nei, partýinu lauk ekki löngu seinna. Enda ekkert hægt að syngja!

Í nokkur ár var ég hálf móðguð og pínu hneiksluð! En NÚ má þessi alveghreintágætiskona koma í heimsókn því við eigum:
1 blokkflautu
1 írska flautu
1 skrítna flautu
1 fuglaflautu
1 frosk
1 balalæku
1 úkulele
1 írska trommu
1 píanó
2 afríkanskar trommur
2 gítarar
3 bassar
3 fiðlur
sem sagt 19 hljóðfæri!

Komi hún bara! VERTU BARA VELKOMIN!

p.s. Steingleymdi alveg að Palli á líka trompet í geymslu hjá Hjálmari og einhverstaðar á ég ónýtt orgel. 21 Hljóðfæri... geri aðrir betur.

pp.s. Ég er ekki manísk... ég endurtek: EKKI!! Nei! Ég er ekki manísk!