STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, október 28, 2008

Vegasalt eða jójó

Ég er komin heim frá Írlandi. Frábært ferð en í næsta skólaferðalagi myndi ég vilja hafa fleiri stelpur með! Við vorum bara tvær, hin stelpan er úr hinum bekknum og ég þekki hana ekkert geðveikt mikið. Hún var auðvitað mest með sínum bekkjarbræðrum og ég með mínum. Þ.e.a.s. þegar báðir bekkirnir voru ekki saman. Mínir bekkjabræður eru allir yngri en 25 ára og tala mest um tölvuleiki, stelpur, bíla, drykkju, stelpur og drykkju! Sem er alveg ágætt í eitt kvöld! Sem betur fer tókst mér að fá þá til að spila eitt kvöldið (og þar með taka pásu í stelpu og drykkjutali) og að fara í verslunarleiðangur með mér. Ég reyndar gerði ekkert í því að fá þá með mér í búðir, en á síðasta daginn var talað um að fara í útsýnisrúnt fyrir þá sem vildu. Ég sagði kennurunum að ég ætlaði ekki með, ég þyrfti nauðsynlega að gera verðkönnun í Dublin enda komin með fráhvarfseinkenni með allar þessar búðir í kringum mig og ég hafði ekki kannað neina! Þegar allri svo stóðu upp til að fara komu 3 bekkjarbræður til mín og sögðust ætla með mér að versla! Jess... ég þurfti því ekki að fara ein.

Á þriðjudeginum fór ég að heimsækja mömmu hans Gerards pennavinar míns til níu ára! Sjitt hvað tíminn líður hratt! Systir hans var þar líka með dóttur sinni og þær keyrðu mig út um allt nágrennið til að sýna mér allt það helsta. Pössuðu að sýna mér alla merkilegustu staðina "því annars myndi Gerard drepa þær" eins og þær sögðu og hlógu.

Þetta var því í alla staði hin fínasta ferð - og já, við heimsóttum ekki eitt einasta tölvufyrirtæki því þau höfðu víst ekki svarað fyrirspurnum frá þeim sem átti að sjá um það. Það var bara ágætt! Guinness og Jameson verksmiðjurnar voru líka alveg fræðandi! Myndir eru hér.

Eftir að ég kom heim frá Írlandi erum við búin að vera eins og jójó - eða á vegasalti með að ákveða hvort við eigum að flytja heim eða ekki! Atvinnuástand er víst ekki upp á marga fiska þessa dagana á Íslandi og því ekkert svo spennandi að flytja heim hvað það varðar. En eftir að hafa velt þessu fyrir sér fram og til baka... hringt í alla þá sem eitthvað geta haft um málið að segja... hringt til að spyrjast fyrir um vinnu og ég veit ekki hvað og hvað vorum við enn óráðin. Eða sko, við vorum staðráðin í að gera annaðhvort!
Það valt svo á því hvort við gætum fengið aðra íbúð hjá leigufélaginu okkar, því við erum auðvitað löngu búin að segja þessarri upp. Palli fór á mánudagsmorgun bæði í okkar félag og í annað en ekkert var laust - enda er fyrirvarinn ansi stuttur; ekki nema rétt rúmur mánuður. Það var því tekir ákvörðun um að flytja heim! Og við hana stöndum við þar til annað kemur í ljós!

Helga.