STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, október 13, 2008

Sultupælingar

Bestu fréttirnar sem ég hef í þessarri viku: Ég fékk samþykki fyrir námslánum! Jessúss hvað mér létti mikið. Þá eru þær áhyggjum frá.

Ég bjó til rabbabarasultu í gærkveldi sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema þetta: Danir eru mikil sultuþjóð. Þeir borða sultu með öllum andskotanum og setja hana meira að segja vitlausu megin á ostinn, þ.e. þegar þeir fá sér brauð með osti og sultu þá setja þeir ostinn fyrst og sultuna svo. Mér finnst það mjög svo órökrétt en þar sem ég borða ekki svoleiðis get ég víst ekki dæmt um það hvort það sé betra. Mér finnst það bara líta rangt út! Hahahaha...
En allavega, gikkurinn ég borða helst ekki sultur. Nema rabbabarasultu, því hún var alltaf til í minni sveit. En það er bara alls ekki hægt að kaupa rabbabarasultu hér í landi, og ekki heldur í Þýskalandi ef út í það er farið (ekki það að ég hafi kannað í öllu landinu - það er bara betra að alhæfa svona) NEMA að rabbabarinn sé blandaður saman við jarðaber. Það er s.s. hægt að kaupa Rabbabara- og jarðaberjasultu. Hmm... afhverju að blanda þessu saman? Er það bara fyrir bragðið eða er það til að drýgja rabbabarann? Ég veit það ekki... ég borða þessa sultu bara í hallæri!

En ég fékk rabbabara hjá Hrund og Steina um daginn og bjó til sultu úr honum í gær. Í dag voru svo bakaðar vöfflur og borðaðar með sultu og rjóma! Namm...

Það eru innan við 2 mánuðir þar til við flytjum heim! Bara ef þið væruð að spá í það.

Helga