STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Námi lokið... í bili

Já, þá er þessu námi lokið. Ég fór í próf í dag, þ.e.a.s. ég varði ritgerðina okkar í dag og stóðst það með ágætum. Fékk 10 í einkunn (af 12). Einkunnagjöfin hérna er sko næstum því eins og í Eurovision, bara miklu, miklu flóknari!

En já, það er gott að þessu er lokið. Næst er bara útskrift á föstudaginn, svo pakka niður og henda og pakka og henda... og svo bera alla kassa út í bíl á þriðjudaginn. Flytja okkur öll yfir til hans Reynis og svo þrífa þessa íbúð og svo fljúga til Íslands þann 11. des.

Ágætis plan alveg hreint, ekki satt?

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Heimsmeistaramót

Ég hef komið mér saman um að halda heimsmeistaramót í Kleppara og í Hæ-Gosa! Mótið verður haldið á Hvammstanga í Húnaþingi-vestra einhverntíman í febrúar (svona til dæmis).

Og þá er bara að fara að æfa sig!

Það er annars bara fínt að frétta af okkur hérna. Hér á þessu heimili er opinberlega byrjað að... jæja, kannski ekki að pakka niður en allavega að fara í gegnum föt og henda (frá sér).

Hálfnað verk þá hafið er!
...farin í pásu!

Helga.