STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, október 29, 2007

Uppgjör helgarinnar

Pólland var, er og verður yndislegt! Og þá er búið að afgreiða helgina!

Þetta var frábær ferð með frábærum stelpum... takk stelpur...
frábærum búðum, þótt frekar lítið hafi verið verslað frá þessum bæ,
frábærri mynd í bíói, þótt erfitt hafi verið að skilja arabískuna með pólska textanum sem var svona circa 1/3 myndarinnar
Frábærum mat, sérstaklega á laugardagskvöldið,
Frábærri skoðunar-gönguferð á sunnudagsmorgun með Kristínu
og frábærum bíladisk á leiðinni heim

Mínusar voru:
Allt of hart rúm og ælupest allan laugardaginn.

Og svo hefst grár hversdagsleikinn. Fjall af þvotti, skóli með uppsafnaðari heimavinnu, skutla strákunum hingað og þangað, nestissmurningur og ég veit ekki hvað og hvað.
Palli er farinn til Íslands og verður þar þar til Guð veit hvenær... það er svona cirka mánuður.

Ég hlakka til kvöldsins því ég á vikuskammtinn minn af sjónvarpsefni allt eftir; Greys, ANTM, Men in Trees, Betty, og ekki má gleyma Survivor.

Þar til seinna.

sunnudagur, október 28, 2007

Úbbbsssss.....

Gleymdi mér aðeins.

Hér er laugardagsbloggið:

Rólegt í dag. Ekkert gubb. Regina frænka kíkti í heimsókn. Skruppum aðeins út fyrir hússins dyr.
Búið.

Og svo sunnudagsbloggið:

Til að gera langa sögu stutta, Við strákarnir fórum til Reginu og Klaus í dag og borðuðum þar bollur. Þar á eftir fórum við í Keilu í boði Íslendingafélagsins í Sønderborg. Fjör.
HELGA VAR AÐ KOMA HEIM.
Og ég fer/kem til Íslands á morgun.
Líka búið hér.

Palli.

föstudagur, október 26, 2007

Hermiblogg.

Já það er líklega best bara að herma eftir Helgu.
Svona verður þetta:

Dagur eitt í sælu og síþvottun.

Helga fór sem sagt til Póllands með öllum hinum konunum í hinum íslenska Sønderborgs-fuglebjergs-gruppen. Það er svo sem ágætt... sjálfsagt.
Við karlpeningurinn erum sem sagt heima og njótum þess vel.
Hinrik er reyndar með einhverja ælupest. Hann svaf uppí hjá mér í nótt og náði því að gubba yfir báðar sængurnar í rúminu, báða koddana og yfir helminginn (tæplega þó) af rúminu. Það er því ljóst að þvottavélarnar og þurrkarinn niðri fá nóg að gera í dag. En við brunuðum fram á klósett eins fljótt og við gátum og þar kom svo önnur gusa sem hitti beint í skálina.... sem betur fór. Í henni (gusunni) voru allskonar brúnir, grænir og gulir kekkir ásamt svona glæru eða ljósu slími sem oft fylgir þegar maður gubbar. Líklega eftir fahítasið sem við borðuðum í gærkvöldi. Innihaldslýsingin var kannski ekki áhugaverð?
En Hinrik var svo slappur í morgun að hann "fékk" að vera heima og "slapp" við leikskólann, eins og hann orðaði það.

Búið.
Palli.

fimmtudagur, október 25, 2007

aftur í frí

Já, hið opinberlega frí er kannski búið fyrir löngu en ég er farin til Póllands í húsmæðraorlof... ekki veitir af því ég verð varla komin heim aftur þegar Palli fer til Íslands en hann leggur af stað eldsnemma á mánudagsmorgun og verður í amk. einn mánuð!

Farin í frí..............

sunnudagur, október 21, 2007

Fríið bara búið!

Mér finnst að ein vika ætti að vera ca 10 dagar þegar maður á frí í viku! Svo finnst mér líka að ein vinnuvika eigi að innihalda amk 2 aukakvöld - samt ekki fleiri daga, bara kvöld.
Er ekki hægt að koma þessu við?

Ég fór í gær til Billund að sækja karlpeninginn. Þar urðu nú fagnaðarfundir. Þrátt fyrir að Marek hefði reynt að sannfæra alla um að leyfa sér að verða eftir hjá ömmu Ásu og kom hann með allar mögulegar afsakanir fyrir því að fara ekki aftur út. Gekk svo langt að hann fullyrti að það væri bæði erfiðara að anda í Danmörku og að mamma eldar ekki góðan mat! En þetta gekk víst yfir á innan við klukkutíma.

Ég á enn eftir að vinna skilaverkefni sem á að skila á morgun. Reyndar bara ritgerð... ekkert stór mál nema að ég nenni ekki að skrifa hana. Geri það bara á morgun.

Hef annars ekki mikið að segja. Er í símakjaftastuði og viti menn; fólk er bara almennt ekki heima hjá sér! Er búin að hringja á fjóra staði og enginn hefur svarað! Hvar eru allir?? Afhverju hringir enginn í mig?? Sérstaklega þegar ég er í kjaftastuði?? WHYYY???

miðvikudagur, október 17, 2007

Dagur fjögur í einsemd og barnleysi.

Jah, það hefur nú aldeilis verið mikið að gera hjá mér hér í einsemdinni og barnleysinu. Og er nóg framundan. Það sem er framundan er frekar óspennandi því það inniheldur tiltekt (oj) en ég á samt eftir að gera eitt skilaverkefni sem á að skilast á mánudaginn.

Ég er annars búin að vera ógeðslega dugleg þessa daga: er næstum því búin að horfa á alla fyrstu seriuna af Survivor... ó já.. ég meina, er búin að sitja niðri í skóla frá sólarupprás til sólseturs...
Nei svona í alvöru þá er ég búin að vera í skólanum að læra frá 9 á morgnana til að verða 4, nema á mánudag en þá var ég fram yfir kvöldmat.

Ástæðan: var að reyna að fá eitt forrit til að virka.
Árangur: Enginn... eða lítill.

Þetta var skilaverkefni þar sem við áttum að búa til einfalt spjallrásarforrit. Ekki flókið verkefni - segir tilfinningin mér, en algörlega ómögulegt að leysa það sem skildi.
Það endaði því að ég gafst upp og skilaði hálfkláruðu verkefni. Vildi ekki eyða öllu fríinu í þetta.

Nú í kvöld kom Hafdís aðeins til mín. Við vorum að útbúa skemmtiefni fyrir Póllandsferðina sem verður eftir tæpa viku! Vá hvað ég þarf að fara að útbúa gagnagrunn fyrir skemmtiefnahugmyndir.

Hafdís er nú farin og þá ætla ég að sökkva mér ofan í restina af Survivor.
Þar til síðar!

sunnudagur, október 14, 2007

Dagur eitt í einsemd og barnleysi.

Palli og strákarnir fóru til Íslands í gærkveldi (ha? var ekki búið að segja ykkur það?)
Ég vaknaði í morgun heima hjá Evu og Juha. Gisti þar í nótt eftir mjög skemmtilega kvöldstund með Evu. Eftir um hádegi fórum við út með stelpurnar. Og Juha.
Var orðin spennt yfir að komast heim og njóta þess að vera alein. Tók Dagnýju Evu með mér, en hún hafði gist hjá Evu.
Var komin heim rétt fyrir kl. 5. Hafði komið við í sjoppu og keypt Pepsi Max og snakk.
Umm... gott að vera alein heima.
Kveikti strax á tölvunni, símanum og sjónvarpinu.
Þetta nauðsynlega komið þá í gang.
Eftir að hafa tékkað á pósti, hringt í Palla og mömmu, settist ég fyrir framan sjónvarpið.
Vá, hvað ég ætla að horfa á mikið sjónvarp.
Byrjaði á að horfa á Survivor - 1. seríuna.
Horfði á einn þátt.
Langaði svo til að taka eina kjaftatörn í símanum.
Hringdi í Guðfinnu. Hún var ekki heima.
Horfði þá á Americas Next Top Model. Góðir þættir.
Þórunn hringdi. ANTM sett á pásu. Gott að geta pásað.
Eftir símtal, þátturinn kláraður.
Datt í hug að spjalla við Sæu. Sæa ekki heima.
Hmm... hvað á ég nú að horfa á?
Jæja. Survivor 1. seria, 2. þáttur.
Snakkið búið. Pepsíið langt komið.
Æ, hvað á ég nú að gera? Best að klára þáttinn.

Komið miðnætti. Kannski best að fara að sofa. Alein!
Og svo vakna ég alein á morgun og fer alein út.
Úff... þetta er farið að hljóma einmannalegt og niðurdregið.

6 dagar þartil Palli og strákarnir koma heim! :-)

þriðjudagur, október 09, 2007

Breytingar

Bara breytingar á síðunni... ekkert merkilegra en það! En það er búið að taka mig u.þ.b. klukkutíma að fá síðuna eins og við viljum hafa hana. Það voru nefnilega komnir svo margir tenglar að við vildum fá þá svona sitt hvorum megin! Hér kom sér aldeilis vel að vera með SNERT af þráhyggju og hætta ekki fyrr en ég fann út úr þessu! Hehehehehe....

Hvernig finnst ykkur breytingin? Kemur hún vel út á ykkar skjá? (því ef ekki verðiði bara að fá ykkur nýjan skjá eða breyta upplausninni. Ég meina, ég eyddi heilum klukkutíma, skiljiði!)

Þyrfti annars að fara að setja inn nýtt myndaalbúm!

sunnudagur, október 07, 2007

Áríðandi tilkynning!

Smartsíminn er eitthvað bilaður! Það er ekki hægt að hringja í okkur, þ.e.a.s. síminn hringir hjá okkur, við sjáum ekkert símanúmer á skjánum og þegar við svörum, þá heyrist ekki rassgat í neinum. Sem sagt hvorki í okkur né í þeim sem hringir!

Ástæðan: það er verið að "uppfæra" kerfið hjá Hive - sem á smartsímann núna. Og afhverju set ég gæsalappir utan um orðið að uppfæra. Ég veit það ekki, fannst það bara töff. En það er lengi hægt að segjast vera að uppfæra.

Ef svo illilega vilji til að það sé mikið drasl á heimilinu þegar gesti ber að garði, og þeir hafi orð á því þá segi ég alltaf "Æi, já ég veit, við erum að uppfæra kerfið" og læt þar við sitja því allir vita jú að það tekur tíma að uppfæra og hlutirnir geta verið í ólagi á meðan! Og þá vitiði það!

Annars styttist í þvílíkar utanlandsferðir fjölskyldunnar að annað eins hefur ekki viðgengist á þessu heimili. Eins og alþjóð veit þá fer karlpeningurinn til Íslands NÆSTA LAUGARDAG! Og verð ég, húsmóðirin, ALEIN OG BARNLAUS á meðan! Er meiningin að læra á meðan - og geri ég það örugglega. Nema að kerfið verði fyrir uppfærslu í skólanum, þá sleppi ég því!

Viku eftir að karlpeningurinn kemur heim fer ég húsmóðirin til Póllands ásamt fullt af öðrum húsmæðrum í gleðiferð. Verðum við þá miklar gleðikonur, amk á meðan ferðinni stendur. Verður Palli þá aleinn en barnmargur á meðan. Jiii hvað það verður gaman. Fyrir mig sko!

En aftur að smartsímanum; ef þið þurfið að ná í okkur, haldið þá áfram að hringja en ekki móðgast ef við "svörum ekki". Nú, og ef það dugar ekki er hægt að senda sms til okkar og biðja okkur um að hringja í ykkur. Því við s.s. getum enn hringt út. Gsm númerið mitt er 0045-41283693 og Palli er með 0045-41289983 (og ef þið smellið á símanúmerið getiði strax sent sms í gegnum netið).

mánudagur, október 01, 2007

Nú kemur að því...

Það er komið að bloggi.
Það er komið að alvöru bloggi.
Það er komið að KARLABLOGGI.

Já ágætu aðdáendur og lesendur. Það er sem sagt komið að því að húsbóndinn á heimilinu láti til skarar skríða og þó fyrr hebbði verið og hendi frá sér ófáum línum.
Verður hér drepið á þeim helstu atburðum sem eiga sér stað í lífi íslendinga í Danmörku og því sem kemur væntanlega til með að eiga sér stað í lífi íslendinga í Danmörku í heimsókn á Íslandi.

Það er best að byrja upptalninguna á húsfreyjunni. 1.
Þá er komið að húsbóndanum en hann, ásamt drengjunum þremur, er á leiðinni til Íslands þann 13. október. Flogið verður frá Billund, sem er í um 1,5 klst fjarlægð frá Sønderborg sé ekið á löglegum hraða (80 km/klst á "sveitavegum" og 110-130 km/klst á hraðbrautum). Brottför er klukkan 21:20 og lending um klukkan 22:20 í Keflaveík. Báðir tímarnir eru gebbnir upp í staðartímum.
Þegar lent er í Keflavík verður HLAUPIÐ eins og fætur toga að töskusal flugstöðvarinnar. Þar verður beðið eftir töskunum og um leið og þær eru komnar í réttar hendur verður hlaupið út úr byggingunni og út í norðanáttina og súldina sem vonandi verða báðar á staðnum til að taka á móti.
Þar á eftir verður hlaupið inn í bíl ástkærrar tengdamóður minnar úr helv.... norðanáttinni og súldinni.
Þessu næst verður ekið sem leið liggur til Hafnarfjarðar til Hinriks og Bryndísar sem búa að Daggarvöllum. Þar verður hent inn tveimur lítrum af eðaljógúrti úr Aldi sem er fjölþjóðaverslun er teygir anga sína út um alla Evrópu.... nema til Íslands.
Þar á eftir verður brunað norður á Laugarbakka til Ömmu Ásu og Þráins afa (drengjanna).
Á sunnudaginn er svo planað að fara í hádegisverðarboð á Hvammstanga OG í kaffi/kakó/mjólkur og kökuboð, einnig á Hvammstanga.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Þeir sem vilja ná í mig á Íslandi er benta á gamla góða símanúmerið mitt sem er og hefur lengi verið 8979983

Takk að sinni og góðar stundir.
Kveðja,
Palli.