STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, júlí 28, 2007

Veðurblogg

Veðrið hér er alveg að fara að verða ömurlegt! Ömurlegt, segi ég og skrifa! Það er alveg hlýtt, það vantar ekki. Fer ekki undir 15 gráður nema rétt yfir blánóttina. En það er búið að rigna meira eða minna síðan 13. júní og núorðið er bara alltaf skúrir, skýjað annaðslagið og ROK. Já, næstum því eins mikið rok og á Hvammstanga! Við erum að verða frekar þreytt á því að geta ekki farið niður á strönd! Við Hinrik Elvar erum það sko, Marek er slétt sama!

Eva, Juha og börn eru að flytja í dag. Palli fór að hjálpa þeim en ég var með Matildu þeirra hér á meðan. Þórunn fékk eitthvað af húsgögnunum þeirra inn í sína íbúð og við fengum skrifborð sem fer inn til Eyþórs. Alltaf svo gott að endurnýta hluti! Við buðum þeim í mat í gærkveldi, í lambalæri og meððí! Hafði bæði kartöflugratín og brúnaðar kartöflur því bæði er gott! Vitiði hvað það er geðveikt gott að setja kasjúhnetur saman við brúnaðar kartöflur - þ.e. að brúna hneturnar með? Það er bara geðveikt gott! Juha átti hugmyndina sem ég auðvitað stal.

Þessi vika er búin að vera alveg frábær. Palli er búinn að vera heima alla vikuna og við erum búin að vera með gesti meira og minna alla vikuna líka. Því miður fer hann aftur að vinna á mánudaginn. Vonandi fer fjandans veðrið að batna svo maður komist á ströndina! Svei mér þá, meira að segja Bryndís (hans Hinna) er brúnni en ég - ég sem er búin að búa í ÚTLÖNDUM í eitt ár ekki hún! Ekki það að hún sé eitthvað mikið brún, ég er bara ekki eini sinni bleik á fótunum! Ætli maður geti verið albinói á fótunum eingöngu?

Annars komst ég að því hvað var um að vera niðri á ströndinni um daginn. Það hafði fundist árabátur með veiðarfærum og það var talið að einhver hefði kannski fallið út út bátnum og því var verið að leita. En ekkert fannst og engin tilkynning barst heldur um týnt fólk svo síðast þegar ég vissi, var ekkert vitað um þennan bát.

Ég talaði í gær við Írisi Dröfn sem var að vinna með mér á Kiðagili. Hún er nýflutt með fjölskyldu sinni til Odense og þar sem ég er með blogg en ekki hún (skil bara ekkert í því) þá bað hún mig um að setja hér inn kveðju til vinnufélaganna á Kiðagili. Hún er líka með íslenskt símanúmer: 4960377.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Ýmislegt að gerast

Hinrik, Bryndís og Ásdís Iða eru búin að vera hér hjá okkur í tvo daga. Þau voru að leggja af stað áðan til Kaupmannahafnar. Okkur fannst þau vera allt of stutt hjá okkur, hefðum alveg viljað hafa þau í a.m.k. heila viku! Þau voru svo óheppin að fá ekki nógu gott veður hérna, þ.e.a.s. það helliringdi í gær, sem var allt í lagi því við fórum til Þýskalands í verslunarleiðangur en í dag fórum við niður á strönd og þó svo að það hafi verið yfir 20 gráðu hiti þá var skítkalt því það var svo hvasst.

Eitthvað mikið var um að vera niðri á strönd því löggan var á sveimi á mótorbát, herþyrla var líka á sveimi og svo var lögreglan í landi... á sveimi líka. Við vitum ekkert hvað var að gerast en bíðum spennt eftir regionale nyhederne í kvöld!

Fyrir þá sem hafa ekki frétt af því þá er mamma búin að vera á sjúkrahúsi í rúma viku. Hún fékk sýkingu í maga en er öll á batavegi og vonast til að komast aftur heim fyrir helgi.

Þórunn systir og börn eru að flytja hingað til Sønderborgar. Þau komu öll, þ.e. Gunni líka, til Danmerkur á mánudag og ætla að ferðast um í ca 2 vikur en Gunni fer eftir 2 vikur. Þau eru búin að fá íbúð á stúdentagörðunum sem eru beint á móti skólanum mínum en Þórunn er að fara í sama nám og ég er í.

Eva, Juha og dætur eru hinsvegar að flytja frá Sønderborg til Kolding núna um næstu helgi. Það verður leiðinlegt að missa þau af staðnum en á móti kemur enn sterkari ástæða til að bruna til Kolding og skoða Kolding Storcenter sem er víst sæmilega stór verslunarmiðstöð. Á alveg eftir að taka hana út.

óver and át.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Niðurstaðan úr könnuninni

Jahérnahér! Ég er svo aldeilis hissa yfir niðurstöðunni úr könunnninnnini! Svona lítur þetta út:

4960004 - 32 atkvæði - 65%
0045 4960004 - 10 atkvæði - 20%
0045 4960004 - 0 atkvæði - 0%
Ekki hugmynd - 7 atkvæði - 15%

Alls 49 manns.
Það eru sem sagt 35% sem kunna ekki að hringja í okkur - sem útskýrir ýmislegt.
Nema auðvitað - og ég vona það - að þetta séu einhverjir ókunnugir sem þurfa ekki að hringja í okkur og sem eru líka ólæsir. Því eins og Svava benti á í kommentunum þá stendur svarið við spurningunni hér efst á síðunni.

Rétta svarið er: 4960004. Það hefði líka verið í lagi að segja 00354 4960004 því þá er allavega íslenskt landsnúmer. Því þetta er al-íslenskt númer. Netsími, þar sem öll símtölin fara í gegn um internetið en ekki í gegnum venjulegar símalínur. Við erum líka með danskan heimasíma en það er önnur saga. Reyndar næstum því sú sama því það er líka netsími.

Það er eins og við búum á Kópaskeri; úr alfaraleið (tjah, allavega fyrir okkar ættingja og vini) en hægt að hringja í okkur.

Allavega. Við fórum í gærmorgun - alveg eldsnemma (9) - til Billund að hitta Ágúst og Fanneyju sem þar búa. Tilgangur ferðarinnar... ekki það að við þurfum tilgang til að hitta þau tvö og börnin þeirra tvö... var að fara á Vorbasse markaðinn. Það var nú aldeilis stór markaður! Palli keypti sér eitthvað sem heitir salon harfe og fer hún upp á vegg einhverstaðar nálægt fiðlunni minni! Strákarnir fengu (drasl-) kappakstursbíla og sinn hvorn Cars stuttermabol. Ég fann mér kertastjaka, nokkuð stóran, gylltan, fyrir 5 kerti. Geðveikt flottur auðvitað! Annars fannst mér bara djöfulli dýrt á þessum markaði! Bara ekta íslensk verðlagning! Það var þarna smáhlutahilla, alveg eins og Olga hafði keypt sér á 100 krónur á loppu hér nálægt, en þessi átti að kosta hvorki meira né minna en 250 krónur! Ég hélt nú ekki - og var fljót að sleppa henni.

Eftir að hafa gengið okkur upp að handakrikum fórum við heim til Á&F, borðuðum með þeim kvöldmat og áður en ég vissi af var klukkan orðin hálf tólf! Ekki veit ég hvert tíminn fór, hann fór jafn hratt og hvítvínið sem ég drakk! Geðveikt góður dagur maður!

Ég er enn hissa yfir könnuninni!

mánudagur, júlí 16, 2007

Smá könnun í gangi.

Já, það var virkilega góð ástæða sem varð til þess að ég ákvað að búa til smá könnun sem er hér til hliðar (þar sem ljóti niðurteljarinn hans Palla var áður). Ástæða þessi verður ekki gerð kunn, látum nægja að gefa upp að það hafi verið símtal Palla við ákveðinnar konu. Já, kona sú er mjög ákveðin, en getur þó verið stundum svolítið óákveðin. Og hún var ekki að ná símanúmerinu okkar.

Okkur langar því núna að biðja YKKUR ÖLL SEM KÍKIÐ HINGAÐ á þessa síðu, hvort sem er oft, sjaldan eða aldrei, hvort sem við þekkum ykkur geðveikt vel, bara svolítið eða alls ekki neitt, að kjósa í þessarri könnun. Koma svo, þetta er ekki mikið mál, bara velja svarmöguleika og ýta á KJÓSA NÚNA!

Við skulum segja að þessi könnun verði uppi í heila viku - eða lengur ef hún gleymist. Fylgist spennt með niðurstöðunni.

(Palli) Og nú er heimasíða okkar zetora kominn efst á listann hér til hægri snú.

sunnudagur, júlí 15, 2007

Og núna....

Nú er kominn tími til að skoða Zetorasíðuna aftur (og aftur og aftur og aftur).
Þar sést, lengst til vinstri á síðunni, bleikur "play" takki (ég gat ekki ráðið litnum, desværre) sem ýta má á og þá hlómar undurfallegt og rólegt lag eftir Þorgils Björginsson.

Vessgú.
Palli.

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Íslandsferðir

Eyþór Logi er farinn til Íslands í sumarfrí. Ég keyrði hann til Kaupmannahafnar á þriðjudaginn og fékk að fylgja honum alla leið inn í flugvél. Hann kemur ekki aftur fyrr en 8. ágúst. Við erum strax farin að sakna hans!

En það eru fleiri á leiðinni til Íslands. Það er búið að panta ferð fyrir allan karlpeninginn hér á heimilinu í vetrarfríinu í október. Kvennpeningurinn ætlar að sinna náminu - alein og barnlaus í heila viku. Eins og sjá má á niðurteljaranum eru SUMIR farnir að hlakka ansi mikið til þess að fara HEIM.

mánudagur, júlí 09, 2007

Allir eiga að lesa Ðe Zetorz síðuna núna.

sunnudagur, júlí 08, 2007

Heima er best... og líka annarstaðar.. t.d. á flóamörkuðum!

Ja, það er gott að vera komin heim aftur. Eða eins og Hinrik sagði, um leið og hann var kominn út úr bílnum, nývaknaður og svefndrukkinn: "Þetta var nú gaman! En við skulum ekki fara strax aftur, þá er það OF LENGI"

Jóhanna frænka Eyþórs er í heimsókn hjá Ingu Lenu og Hjalta og í morgun fórum við kellurnar í flóamarkaðsleiðangur! Það var nú líka gaman. Gaman að vera alltaf að gera eitthvað sem er gaman! Ég fann ýmislegt mjög nytsamlegt, t.d. þessa líka flottu fiðlu sem er komin upp á vegg hjá okkur. Ég er búin að vera að leita að gamalli fiðlu til að hengja upp, í mörg ár. Hef svosem alveg fundið fiðlur en þær hafa alltaf verið svo hrikalega dýrar.

Svo fann ég þessar flottu myndir (sko, allt sem ég kaupi er flott - bara að láta ykkur vita af því) sem sýna þjóðbúninga dana, og er m.a.s. mynd af "íslenskum kirkjufötum" eins og stendur þarna.


Ljómandi gott.

Skyldi Gunna "móðursystir" eitthvað hafa fundið flóamarkaði til að fara á? Ég hef nú áhyggjur af henni þarna uppi í rassgati!

Er svo að uppfæra albúmin. Þetta er allt að koma!
Posted by Picasa

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Rignindardagar í Póllandi

Já, það er sama hvert maður fer, allstaðar er rigning! Þetta er nú meira sumarið. En það er þó allavega hægt að vera berfættur og flíspeysulaust þótt það rigni.

Við höfum sennilega aldrei séð eins mikla rigningu eins og þegar við vorum á leiðinni til Gdansk, komin yfir til Póllands, þá ringdi svo mikið að það var á tímabili eins og maður væri að keyra í hríð því maður sá bara ekki neitt. Alveg hrikalegt. Vegirnir hér eru ekkert til að hrópa húrra yfir, ekki nema þá þegar maður kemst af verstu köflunum. Þá hrópar maður húrra yfir þeim köflum sem eru skárri.

Við erum annars hérna í góðu yfirlæti hjá Asiu (lesist: Asssssjjju) og mömmu hennar og verðum fram á föstudagsmorgun. Þar sem ringdi sem aldrei fyrr í dag, fórum við til Malbork að skoða kastalann sem þar er en hann er bæði geðveikt stór og flottur.

Planið er svo að fara að skoða Gdansk á morgun - ef okkur rignir ekki bara niður í ræsið! Vonum ekki.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Komin til Póllands...

VOTT ÐE FOKK?????
BLOGGERINN ER ALLIR Á PÓLSKU og ég skil varla orð af því sem stendur hér á skjánum.....

Meira um það í vikunni..... fylgist SPENNT MEÐ

DADDARAAAAAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!!!