STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, ágúst 31, 2007

Merkisdagur...í gær! (er sko skrifað á laugardegi)

Takk fyrir allar kveðjurnar á blogginu, í sms-um og líka símhringingar! Mér leið eins og drottningu (sem ég jú er pínulítið innst inni).

Fyrir þá sem koma hér alveg af fjöllum þá varð ég (Helga) 35 ára í gær. Ekki hálf sjötug heldur hálfnuð í sjötugt. (Oh, þá verður nú gaman!)

Það er gott að vera að læra tölvudót því nú get ég sagt frá því að ég er orðin 23 ára telji maður í hexadecimal tölum! Hahaha! (Hér hlægjum við Hrund hrikalega mikið)

Eftir frekar leiðinlegan skóladag - sem endaði með skyndiprófi sem ég var EKKI góð í - fór ég heim og fór að undirbúa kvöldið. Einn liður í undirbúning var að fá sér bjútíslíp!
Um kvöldið fylltist húsið svo af góðu fólki. Þórunn var fyrst í hús, svo komu þau öll í einu; Hrund og Steini, Hafdís og Leifur, Stefanía, Gauti og dóttir þeirra hún Saga. Eva og Juha og Dísa og Snorri komust því miður ekki. Og hvað haldiði að þau hafi fært mér í afmælisgjöf?? Jú, fiðluna sem mig er búið að langa svo hrikalega mikið í en hef ekki keypt mér, því hvern vantar þriðju fiðluna?? Hún er hrikalega flott svo ekki sé meira sagt. Hún er í harðri tösku og það flgir henni ýmislegt dót, svo sem eins og þrjár gamlar kvittanir sem mér sýnist vera ársettar 1952. Er samt ekki viss. Fiðlunni fylgdi líka bók sem heitir eitthvað "saga fiðlunnar", á dönsku!

En ég fékk fleira í afmælisgjöf og það ekkert síðri gjafir. Eyþór gaf mér smjörhníf sem hann smíðaði sjálfur og merkti í bak og fyrir. Virkilega flottur og einmitt það sem mig vantaði. Marek teiknaði mynd handa mér, og faldi svo ég varð að leita að henni. Palli gaf mér gjafabréf í NUDD! Vá, hvað ég hlakka til að fara. Þetta er einn tími sem er í einn klukkutíma, og ég hef verið að spá í það lengi að prófa að fara en ekki haft mig í það.

Það var svo mikill gestagangur í dag því Eva og börn, Dísa, Snorri og börn og Hrund og börn komu öll í "afganga" í dag.
Svo í kvöld komu nágrannar okkar þau Sólrún og Garðar í heimsókn með enn eitt hljóðfærið inn á heimilið en þau gáfu mér ukulele í afmælisgjöf. Þau fundu það óvart á loppumarkaði í dag!

Talandi um loppumarkað! Við Palli fórum í dag. Ætluðum að skoða og kannski kaupa mandolin banjóið sem ég sá um daginn en þegar við skoðuðum það betur ákváðum við að kaupa það ekki. Karlinn í búðinni hvatti okkur til að kíkja líka í antíkbúð sem þau eiga þarna rétt hjá. Við ákváðum að skella okkur og þetta var einhver sú ógeðslegasta búð sem ég hef farið í. Köngurlóavefir út um allt og fúkkalyktin alveg við það að svæla mann aftur út! En um leið og maður hætti að horfa á vefina þá fór maður að sjá allt góssið sem var þarna. Það var 50% afsláttur af öllu þarna og við fórum út með fullt af smáhlutum og 4 (stórar) smáhlutahillur með okkur. Ekki það að þær séu fyrir okkur, nei nei, ég ætla að senda þær til mömmu. Einhvern veginn.

Ætla samt að kíkja aftur í fyrramálið. Það var nefnilega djö... flottur skápur sem ég sá þarna og fattaði ekki að spyrja að hvað hann kostaði. Það er jú 50% afsláttur af öllu. Hver veit nema ég þurfi bara að fá lánaða kerru á morgun!

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Frekar bissý helgi

Já, ekki nóg með að við hefðum farið á menningarnótt á föstudag heldur var mikið um að vera í gær líka. Ég fór út með Eyþór rúmlega hálf tíu til að keyra hann á "Rollespil" mót en rollespil er svona hlutverkaleikur þar sem þátttakendur eru klæddir í búninga og verða að ákveða hvort þeir eru álfar, menn, okrar eða eitthvað annað sem ég kann ekki að nefna. Þetta er svona í anda Lord of the Rings.

Allavega, eftir að hafa farið á vitlausan stað og leitað þar og farið heim aftur til að hringja í bekkjarfélaga Eyþórs fundum við þetta loksins en til þess að keyra þangað (rétt fyrir utan Sønderborg) þá þurftum við að keyra í gegnum æfingarsvæði herskólans. Þar voru skilti sem sögðu að það væri opið hús þann daginn. Við Þórunn ákváðum því að fara með hina tvo strákana mína og Önju í herskólann. Andri hafði gist hjá vini sínum og var því ekki heima.
Hinrik í hermannabúning Marek í hermannabúning Eyþór í hlutverkaleik

Þetta var hin fínasta skemmtun. Verst að við vorum svo seint á ferðinni að við misstum af barnaherskólanum en þar fengu börn hermannabúninga, voru máluð í framan og voru látin fara í þrautabraut. Mjög skemmtilegt sagði Hafdís sem fylgdi sínum dætrum.

Í dag fórum við svo í afmælisveislu hjá henni Dagnýju Evu. Það var rosalega gaman, fullt af fólki, fleiri börn og enn fleiri dýrindis kökur! Guð, hvað ég elska kökur!

laugardagur, ágúst 25, 2007

"Besti dagurinn" liðinn

Þetta var langur dagur maður! Ég er auðvitað byrjuð í skólanum og það Á FULLU. Bara með heimavinnu og öllu! Aldrei má maður slaka á!

Eftir skóla fórum við strákarnir upp í skóg að hitta aðrar "strákafjölskyldur" þar sem allar mínar vinkonur/kunningjakonur hér eiga aðalega stelpur (tveir strákar þarna innan um í eldri kantinum) og mínir tveir yngri ansi hræddir við að smitast af bleiku sem getur verið stórhættulegt! Það komu þarna 5 mömmur, einn pabbi og ein amma og alveg slatti af strákum og ein stelpa. Mjög skemmtilegt þarna og óvenjulegt að sjá svona mikið af strákum samankomna á einn stað! Maður er vanari að sjá bleikar skottur þarna!

Strax eftir þetta fór ég að kanna áhuga hjá drengjunum mínum um að fara niður í bæ á menningarnótt. Nei, ekki var hann mikill... eiginlega bara frekar lítill! Þeir vildu frekar vera heima í Play Station. Ég gat á endanum ginnt þá út með því að benda þeim á að við gætum athugað hvort það væri tívolí í bænum. Þeir dröttuðust út! Þórunn og Anja komu líka með. Það var heilmikið fjör í bænum, mikið um að vera og heilmikið fólk. Samt vorum við þarna eftir kl. 7. Jæja, strákarnir fengu að prófa ýmislegt svo sem klettaklifur, veggtennis, skotfimi og rodeo (æ, þið vitið svona naut sem snýst í hringi og svona!). Það var hægt að skoða riddara, sverðin þeirra og búninga, skoða höllina, fá kynningu á ýmsum íþróttum, tómstundum og fleiru. Strákarnir skoðuðu slökkviliðsbíla og margt fleira. Marek var svo ánægður að hann sagði á svona hálftímafresti "þetta er bara besti dagurinn minn"! Já, þeir sáu sko ekki eftir því að hafa skellt sér. Við ákváðum strax að við færum líka næsta sumar. Þá færum við fyrr í bæinn og yrðum lengur, þ.e. yrðum á útitónleikunum líka.

Eftir að við komum heim horfðum við á flugeldasýningu - sem var reyndar ekki mikil!
Setti inn fulllllllttt af myndum sem teknar voru í sumar.

Hvað með ykkur; hvað hafið þið verið að gera?

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Tónlist og eldingar

Í gær var langþráður dagur loksins kominn. Auðvitað hefði ég átt að skrifa þessa bloggfærslu í gær til að geta sagt "í dag er langþráður dagur runninn upp" en ég er að skrifa þetta í dag og þannig verður það að vera!
Allavega. Í gær var sem sagt langþráður dagur þegar Eyþór Logi fór í fyrsta spilatímann í tónlistarskólanum í Sønderborg. Þetta er þriðja árið í röð sem við sækjum um fyrir hann í tónlistarnám og loksins var komið að því. Það var stoltur bassaeigandi sem gekk inn í tónlistarskólann og fór í fyrsta tímann.

Kennarinn hans heitir Jesper og hann var aldeilis ánægður með að fá Íslending til sín í tíma. Byrjaði á því að hnjóta um nafnið hans en lofaði að hann myndi læra það fljótlega. Hann sagði nefnilega fyrst Æpór. Eyþór var nú ekki á því að heita það! Eftir kynningar á alla bóga spurði Jesper svo hvort við þekktum ekki Þorgils fyrst við værum frá Íslandi. Ég neitaði og sagðist ekkert vilja þekkja þann dúdda... nei, nei, ég sagði það ekki. Sagði bara að Palli þekkti hann! Hann vildi líka vita hvort við þekktum þá ekki Sniglabandið sem er greinilega orðið heimsfrægt! Ég meina, þetta sannar það bara. Allavega pínulítið heimsfrægt.

Eyþór var mjög ángæður með tímann, talaði dönsku eins og ekkert væri við kennarann og er bara spenntur yfir þessu öllu. Hann fór svo að leika sér við bekkjarfélaga sinn eftir tímann, strák sem hann hefur ekki leikið við áður. Ég var voða ánægð með það því þeir tveir tala saman á dönsku. Sá strákur sem hefur komið hingað oftast talar alltaf ensku við hann og eru þeir orðnir svo fastir í því að Eyþóri finnst asnalegt að skipta yfir.

Það var annars hið furðulegasta veður í gær. Það voru þrumur og eldingar í u.þ.b. 3 klukkutíma í gær og það ekkert smá ljósashow! Yfirleitt stendur þetta ekki mjög lengi yfir og maður þarf að bíða stundum dágóða stund eftir eldingunum en ekki í gær. Það var ekki nema örfáar sekúndur á milli eldinga svo það var mjög gaman að horfa á þetta. Annað sem var líka skrítið að það ringdi ekkert á meðan á þessu stóð. Það var ekki fyrr en undir lokin sem kom eins og væri hellt úr fötu.
Ég tók videomynd af þessu sem er HÉR. Það sést amk. ein góð elding. Þórunn tók líka upp video sem er HÉR.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Stórafmæli Siggu frænku

Sigga Harpa frænka á afmæli í dag. Stórafmæli meira að segja. Til hamingju með það Sigga mín. Af þessu tilefni voru bakaðar pönnukökur, brúnterta og rabarbarapæ à la Óla sem var borið fram með þeyttum rjóma. Þórunn og börn komu í veisluna sem og Hafdís, Leifur og börn. Ísak sonur þeirra átti líka afmæli svo hann fékk að heyra afmælissönginn. Hálf hallærislegt líka að syngja "hún á afmæl'hún Sigga..." svona þegar hún var hvergi nærri. Svo, takk Ísak fyrir að leyfa okkur að syngja fyrir þig - og til hamingju aftur með árin 14. Já, þetta var alveg frábær afmælisveisla með jafn frábærum gestum - takk öllsömul fyrir komuna.

Annars er það til frásagnar að ég, húsfreyjan, fór á loppumarkað í morgun. Við erum búin að eignast nýja nágranna(Sólrúnu, Garðar og dætur) sem eru frá Egilsstöðum. Sólrún hafði séð fiðluna mína flottu og dauðlangaði í eina slíka svo ég keyrði hana á staðinn þar sem ég hafði keypt mína. Þar hafði nú aldeilis bæst við frá því síðast og fann hún litla, flotta kommóðu sem hún keypti á 400 en við náðum að prútta niður úr 650 krónur.

Hana leist ekkert á fiðlurnar tvær sem voru þarna til, báðar voru mjög ljósar og önnur þeirra var of dýr. Þá fiðlu dauðlangar mig í! Hún er í harðri tösku og virðist vera í góðu lagi, vantar bara nýja strengi og stillingu! Og það fylgja meira að segja tveir bogar með. Ég spurði konuna þarna hvort þau fengju oft fiðlur þangað en hún sagði nei, og benti okkur á þessar tvær. Ég sagði henni að sú í töskunni væri of dýr - átti að kosta 1400 kr eða tæplega 17.000 ísk. Hún hugasði sig aðeins um og sagði að við gætum fengið hana á 800 krónur! Vá, hvað ég slefaði við þetta. Varð að sitja á mér og hugsaði "vonandi kaupir hana enginn". En það er nú ALLS EKKI eins og mig VANTI eina fiðlu enn - á tvær! Meiri dellan alltaf í manni!

En annars erum við Palli að safna gömlum hljóðfærum til að hengja upp á vegg. Eigum heil tvö eins og er en ég sá þarna á sama stað mandolin banjó sem kostaði nú ekki mikið, 400 kr eða svo. Aldrei að vita nema maður næði að prútta niður í 200 - svona einhverntíman!

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Er haustið bara komið?

Það er sko aldeilis haustlegt í dag. Rigning og þungskýjað. Ef það væri frostlykt í loftinu þá fengi ég á tilfinninguna að ég væri að fara í slátursvinnu eða í réttir! Guð hvað mig langar allt í einu í sviðalappir!!

En það er ekki komið haust enn. Ég held að það sé á milli 15 og 20 gráður núna og trén eru ennþá græn. Allavega grenitréð fyrir utan eldhúsgluggann!

Inga Lena og Hjalti eru farin heim :-( Það verður sko skrítið að hafa þau ekki lengur hér í nágrenninu. Og Eva og Juha eru líka flutt. En Þórunn systir er líka komin og hún fyllir nú eitthvað upp í þetta stóra skarð.

Strákarnir byrjuðu í skólanum í gær. Þeir eru nú ekkert hressir með það, vilja frekar vera heima og hanga í PlayStation! En nú þegar skólinn er byrjaður þá mega þeir það ekki nema um helgar.

Anja hennar Þórunnar er byrjuð á sama leikskóla og Hinrik er á og er voða ánægð þar. Hinrik tilkynnti mér það að hann ætlaði sko ekki að leika við hana - því hún er stelpa. Hann vill sko ekki leika sér við stelpur. En hann leikur sér samt alltaf við Dagnýju Evu í leikskólanum. Hún er sjálfsagt ekki of "bleik" fyrir hann. Ekki það að Anja sé of "bleik", en allur er varinn góður. Alltaf hætta á að smitast af bleiku.

Hér er mynd af Hinrik og Dagnýju Evu sem ég stal af síðu mömmu hennar, henni Dísu. Linkur á síðunna hennar er hér til hægri. Og ef þið smellið HÉR getiði skoðað restina af myndunum af þeim skötuhjúum.

laugardagur, ágúst 11, 2007

The forgotten

Ég hef endurheimt Palla. Og þvottakortið! Það var gott.

Ég var um daginn að setja inn myndir af símanum mínum í tölvuna. Sá þá alveg fullt af myndum sem ég var búin að steingleyma að ég hafði tekið í Póllandi!
Ég setti allar þessar myndir - allar þær sem voru á símanum - í sér myndaalbúm sem heitir The forgotten! Alltaf gaman að finna svona myndir! Líka gaman að finna pening sem maður var búin að gleyma en það gerist sjaldnar.

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Þvottakortið víðförla

Einu sinni var lítið þvottakort sem var mjög svipað vísakorti nema það var ekki hægt að versla með því annað en þvottatíma. Einn daginn, þegar húsbóndinn á heimilinu var búinn að þvo þvott, ákvað þvottakortið að því langaði til að sjá heiminn. Því faldi það sig í rassvasa húsbóndans. Húsbóndinn vissi ekkert um fyriráætlanir þvottakortsins og fór grunlaus í vinnuna á þriðjudagsmorgni. Ferðinni var heitið til Frederikshavn. Mikið hlakkaði þvottakortinu til að sjá sig aðeins um á norður Jótlandi. Það hafði nefnilega ekkert ferðast síðan það fór til Íslands fyrir tæpu ári síðan og var það orðið ansi þreytt á tilbreytingaleysinu í þvottahúsinu.
En viti menn. Húsbóndinn fékk símhringingu frá yfirmanninum sem sagði honum að hann ætti að fara til Stokkhólms! Hjartað (kubburinn) í þvottakortinu tók kipp af tilhlökkun. Því hafði alltaf langað til að fara til Svíþjóðar. Vá, hvað þetta yrði spennandi. Hin þvottakortin verða örugglega græn af öfund yfir þessum ferðalögum.

Ferðalagið gekk vel og snuðrulaust fyrir sig. Þvottakortið hlustaði á húsbóndann tala við hina og þessa merkilega menn í símann. Eitt sinn heyrði það hann tala við konuna sína sem grét á hinum endanum. Þvottakortið heyrði ekki hvað konan sagði en húsbóndinn talaði um að senda kortið heim í pósti! Þvílík vanvirðing! Átti bara að senda mann heim eins og hvern annan flækingshund! Þvottakortið reiddist og faldi sig. En hvað gerðist? Í stað þess að senda kortið heim í pósti ákvað húsbóndinn að leyfa því að ferðast með sér. Hann hafði líka svo gaman af félagsskap þess.
Nú hringdi síminn einu sinni enn. Það var yfirmaðurinn. Hvað? Olsó? Það er í Noregi! "Húrra" hrópaði þvottakortið og trúði varla sínum eigin eyrum! Nú átti það eftir að ferðast um þrjú lönd áður en það kemur aftur heim á laugardaginn!

...framhald síðar!

Ég fékk góða heimsókn á þriðjudaginn þar sem Sigga Hreins og Óla Maja komu í heimsókn frá Kaupmannahöfn. Sigga var búin að vera þar á námskeiði en Óla Maja kom þangað bara til að vera nokkra daga. Ég varð reyndar að sækja þær til Padborg því þær sofnuðu í lestinni, en það er nú önnur saga!
Það var gaman að fá þær og við náðum að drekka 2 1/2 vínflösku! Enda mjög heitt hérna og gott að drekka eitthvað svalandi (þetta voru kalt hvítvín og kaldur rauðvínsafgangur). Heimsóknin var nú allt of stutt því þær fóru svo aftur með mér til Kaupmannahafnar á miðvikudag en ég þurfti þangað til að sækja Eyþór. Hann lenti rúmlega 6 og það var sko gaman að sjá hann aftur eftir 4 vikur! Og strákarnir Hrund var svo í Köben með dóttur sinni og fékk far með okkur til baka. Sem var bara gaman og við notuðum sko tækifærið og stoppuðum á Pizza Hut!
Og ég hlakka til að fá Palla heim á laugardaginn - ekki síst svo ég geti farið að þvo þvott!

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Djammblogg

Héðan er það helst að frétta að við Páll fórum saman út á djammið í gær! Já, þið lásuð rétt. Og það þýðir að við fórum saman út, fórum saman upp á Loft þar sem Íslendingafélagið er með aðstöðu, og sátum saman meiri hlutann af kvöldinu. Hann var s.s. ekkert að spila. Þetta er sennilega bara í þriðja sinn sem við förum saman út að skemmta okkur. Ójá!

Eva Karlotta var að spila þarna og það var bara ansi skemmtilegt. Enda margir skemmtilegir þarna! Við Palli og fleiri!

Annars er bara geðveikur hiti og varla líft hvorki innan dyra né utan. Þórunn og Gunni komu aðeins í kaffi. Þau voru svo að fara til Köben því Gunni flýgur heim á morgun.

Hinrik byrjar aftur í leikskólanum á morgun. Það verður viðbrigði fyrir hann að fara að leika sér við einhverja aðra en Marek daginn inn og daginn út. Ég geri fastlega ráð fyrir því að hann verði dauðþreyttur eftir daginn.
Ég er annars að hugsa um að hóa í foreldra drengja hér í Sønderborg, í hitting í skóginum því mínir þrír eru orðnir ansi þreyttir á þessum stelpum sem vinkonur mömmu þeirra eiga. Þeir eru dauðhræddir um að smitast af einhverju bleiku og svona til að bústa upp karlmennskuna datt mér í hug strákahittingur í skóginum. Við nefnilega þekkjum svo fáa stráka hérna.

Eyþór kemur heim á miðvikudaginn. Ég fer til höfuðborgarinnar að sækja hann. Það verður sko gott að fá hann heim aftur.

Svo fer bara þetta daglega amstur að byrja aftur á fullu. Grunnskólinn byrjar þann 14. og skólinn minn þann 22. ágúst! Úff....

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Þrusugóður dagur!

Já, þetta var sko alveg hreint ágætur dagur þrátt fyrir að hann byrjaði með því að Gunni mágur vakti mig. Eða næstum því. Hann allavega kom og heimtaði kaffi svo ég varð að fara á fætur! Palli hafði farið í nótt að vinna, er á leiðinni til Frakklands. Oh, mig langar í vinnu þar sem ég verð send mikið erlendis!

Eftir hádegi fórum við LOKS niður á strönd. Og gátum meira að segja verið lengi þar því það var nægilega heitt. Pæliði í því.

Hrund hringdi svo í mig og boðaði mig/okkur út í skóg um kl. 5 með grillmat því einhverjir íslendingar ætluðu að hittast þar og grilla. Við mættum auðvitað og þegar allir voru mættir voru þetta:
Ég og strákarnir tveir.
Þórunn, Gunni og börnin tvö.
Hrund, Steini og dæturnar þrjár.
Hafdís, Leifur og börnin þrjú.
Gauti, Stefanía og börnin tvö.
Dísa, Snorri og Dagný Eva.
Og svo eitt par sem ég þekki ekki með einn strák.
Reyndar voru þarna einhverjir unglingar líka sem ég veit ekki hverjum tilheyra! Uss, ég er bara alger rati í þessu. En þetta var gaman og það er hægt að sjá á myndunum í mínu albúmi og svo eru líka myndir í albúminu hennar Þórunnar.



Og já, ég fór til Hafdísar í gær og hún litaði hárið mitt mjög dökkt. Já, dagar mínir sem ljóska eru taldir. Enda er það svo lítið ég að vera ljóska... löngu hætt að vinna á Kiðagili og svona! Hehehe...