STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, maí 29, 2007

Ný bloggfærsla

Hvaða bull og viteysa er þetta í kommentunum! Við lifum mjög innihalds- og viðburðaríku lífi hér í Syðriborg.

Já eins og Hrund minntist á þá er búið að vera mikil rigning undanfarið. Mjög skemmtileg rigning verð ég að segja því droparnir falla lóðrétt en ekki lárétt svo við getum öll gengið um með regnhlífar. Það er líka heitt í veðri, rúmlega 15 stiga hiti sem þýðir þrumuveður! Og hvað gera Íslendingar þá? Jú, við opnum alla glugga svo við heyrum örugglega í þeim! Og Marek skilur ekkert í því hvað Guð sé mikið reiður.

Hinrik átti s.s. afmæli á sunnudaginn. Hann fékk þrjá pakka og svo fullt af pening sem hann var mjög ánægður með! Hann ákvað strax að kaupa sér eitthvað DÝRT dót. Svo í dag var brunað í A-Z verslunina, því hann hafði séð eitthvað Pirates Of The Caribbean dót þar. Það sem hann langaði í var ekki til en hann keypti sér einhvern karl úr sömu seríu og svo bílapakka með 25 bílum. Þetta kostaði allt saman tæplega 60 krónur og hann á rúmlega 400 eftir!
Ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því en Hinrik keypti sér Play Station tölvuleik um daginn sem heitir Cars (eða Crash eins og hann sagði alltaf fyrst) og eftir það hefur orðið vopnahlé á heimilinu og bílar eru allt í einu orðnir IN og hver einasta drusla - og traktorar - hafa fengið mikilvægt hlutverk. Svo þeir bræður urðu heldur betur ánægðir með þessa 25 bíla sem bættust í hópinn í dag.

Verkefnavinnan gengur vel. Prófalestur gengur ekkert. Gæti kannski gert betur þar og BYRJAÐ að lesa! Við skilum verkefninu eftir akkúrat 2 vikur. Svo líða 2 vikur í viðbót og þá kemur prófið. Úff...

Er farin að horfa á Lost - elska þessa þætti. Hver hefur ekki horft á þá?

mánudagur, maí 28, 2007

Gamlar bloggfærslur

Einhvern tímann tók ég afrit af öllu gamla blogginu okkar Palla og geymdi í Word skjali í tölvunni. Fór núna og fann þetta skjal set hér inn sýnishorn af því hvað var í gangi fyrir akkúrat 3 árum síðan:

fimmtudagur, maí 27, 2004

Hinrik Elvar á afmæli í dag, hann er orðinn eins árs!

Guðfinna vinkona mín kom í heimsókn í gær og við erum nú aldeilis búnar að gera margt. Fyrst ber að nefna að í gær grilluðum við geðveikt góðan mat, kjöt (bæði nautakjöt og kjúkling) á pinnum og grænmeti og eina svínalærissneið. Með þessu var borið fram kartöflusalat (heimagert!) heimabakaðar ólífubollur, og kaldar sósur. Nammm! Seinna um kvöldið horfðum við á Love Actually. Frábær mynd!
Nú, í dag fórum við niður í bæ, röltum þar um þar til Hinrik Elvar sofnaði í vagninum, þá fórum við í listasafnið að skoða verk eftir Goya. Mjög áhugavert. Eftir safnferðina hittum við Sollu og fengum okkur kaffibolla með henni á Bláu Könnunni. Því næst fórum við öll sömul á Safnasafnið og það var auðvitað mjög skemmtilegt. Mæli með því að fólk kíki þangað við tækifæri. Því næst fórum við Guðfinna með Hinrik í Lystigarðinn og eftir að hafa sótt Marek og Eyþór fórum við með alla strolluna upp í Kjarnaskóg og grilluðum pylsur! Mjög góður dagur.
Við ætlum að enda daginn með videoglápi - og kannski smá lærdómi því ég er ein af 21 sem féllu í siðfræðinni! Ótrúlegt, eins og ég leit vel út!

Og svo þetta sagði Palli fyrir 4 árum síðan.

laugardagur, maí 31

Þetta er frábært

Jú, eins og flestir líklega vita eignuðumst við Helga myndar dreng á þriðjudaginn var (27.05.2003 kl.23:02 setjið þetta í minnið í kollinum á ykkur). Hann er auðvitað voað sætur og góður (hvað annað :-)
Við erum búin að finna nafn og heitir hann núna Hinrik Elvar sem er mjög gott.

Ingunn systir var að kaupa sér nýtt video og nýjann DVD spilara og er voða glöð og ánægð.
Ingunn Helga frænka var að kaupa nýtt heimabíókerfi með DVD og nýtt sjónvarp og er voða glöð og ánægð.
Svo er ekkert meira að segja í bili nema kær kveðja að sinni.

Spakmæli: Kertið brennur faglega upp gluggatjöldin ef hafður er tilkomumikill kerfisdallur undir á.

laugardagur, maí 26, 2007

Miklir hæfileikar hér á ferð

Marek samdi lag og texta um daginn sem hann æfði svo á gítarinn sinn. Ég veit ekki hvernig lagið er en textinn er svona (skrifaður alveg eins og hann skrifaði hann á blað):

Viþ sjáumst á mánuteii
og ðá var 1000 krónur
og han tók han og þar var
líka 10 krónur og þaþ
var kona sem tók han
og þá var líka 100 krónur
og læið er búiþ.

Síðasta ágúst samdi hann líka annan texta. Hann er svona:

Tíntur mður í húsinu
fullanir sínga á reyn (á örugglega að vera "grein")
o maðurin grætur í húsinu.

Efnilegur!

miðvikudagur, maí 23, 2007

Langt blogg framundan

Ég var að spá í það í dag hvað fólk er fljótt að gleyma... ég meina bara svona fólk almennt. Mannfólkið sko. Við erum ekki bara fljót að gleyma heldur erum við áhrifagjörn og eigum – yfirleitt – auðvelt með að aðlagast aðstæðum. En af því að við erum með svoddan gullfiskaminni þá virðumst við lítið læra af fyrri mistökum. Og þannig getum við endurtekið þau aftur og aftur. Við breytum kannski einhverju örlitlu, en grunnurinn er sá sami. Ég meina, lærðum við EKKERT af leggingstískunni á síðasta áratug? Einhverju mesta tískuslysi á þeim áratug. Og nú er þetta fyrirbæri til sýnis í næstum hverjum einasta fataverslunarglugga bæjarins... og víðar. Mér finnst þetta náttúrlega bara hræðilegt. Ókei, þetta er ágætt á horuðum konum og stelpum þar sem þær eru í pilsi eða stuttbuxum utanyfir en hversu langt verður það þar til konur eins og ég – að mér undanskildri, því ég þykist MUNA – fara að ganga í þessu og aðeins í víðum og síðum bol við. Muniði ekki stelpur? Kræst!

Ég var að klára að horfa á American Idol úrslitaþátttinn – er ekki búin að horfa á úrslitin sjálf en er búin að grenja hressilega yfir þættinum sjálfum. Það er bara nauðsynlegt. Ég meina, hver grenjar EKKI yfir raunveruleikaþáttum? Ha? Segið mér það! Survivor þættirnir eru búnir í bili. Bara snilldarþættir. Grenjað yfir þeim líka stundum. Grey’s Anatomy búið líka. Grenjað yfir þeim í hvert sinn. Ugly Betty fer sennilega að kveðja í bili líka. Ekki raunverluleg og fær því fá tár. Nú grenja ég bara yfir því að hafa ekkert til að horfa á!

Við Palli fórum í sitt hvort verslunarferðina í dag. Ég keypti mér þessa líka flottu skó því eins og þið vitið þá ELSKA ég tásuskó. Ég sá sambærilega skó í búð í miðbænum í gær þar sem við Hinrik vorum á rölti, en þeir sem ég sá og mátaði voru eldrauðir. Geðveikt flottir en ekki mjög praktískir. Maður veit aldrei hvernær maður þarf að láta fara lítið fyrir sér og vill ekki draga athyglina að sér með öskrandi skóm. Þessir eru Bianco skór, með 325 saumum hvor um sig, góðu gripi, mjög hraðskreiðir (eins og Marek myndi segja), ekta leðri og þola 40° frost. Þeir eru ekki með myndavél eða innbyggðu þráðlausu neti en hvort tveggja er hægt að setja í seinna. Þeir kostuðu litlar 4oo danskar krónur.

Því allar þesar upplýsingar? Jú til að skórnir mínir fái ekki minnimáttarkennd við hliðina á því sem Palli keypti sér. Hann er jú stór maður og þarf að versla sér stóra hluti. Allavega hluti sem kosta stórar summur. Hann keypti sér semsagt nýja fartölvu! Jább, hin tölvan dó um helgina. Lést bara. Ja, ekki alveg fyrirvararlaust en það er svona þegar fólk bregst ekki við sjúkdómseinkennum, að stundum verður það of seint. Hann keypti sér Acer tölvu með stórum skjám og stóru lyklaborði. Svona í grófum dráttum þá keypti hann sér karlmannlega tölvu. Stóra og öfluga. Með 1 GB vinnsluminni, 120 GB hörðum diski, 1,6 GHz örgjörva sem heitir Turion. 17" skjár, innbyggð vefmyndavél, innbyggt netkort, innbyggt hittogþetta misnytsamlegt og geðveikt flott upplausn. Spilar bæði lög og myndir og ýmislegt fleira. Þessi herlegheit kostaði litlar - þó miklar - 7000 danskar krónur. Ágætis kaup það! Ég hlakka til að fá að prufukeyra hana í næstu viku! Hehehehe...

Hér er heitt - heitara en í snjókomunni á Íslandi og það er spáð um 25 stiga hiti um helgina. Vill einhver skreppa í heimsókn?

sunnudagur, maí 20, 2007

Spil og spilamennska.

Á föstudagskveldið 18. maí síðastliðið hafði undirritaður tekið það að sér að spila með tveimur tónlistarmönnum, öðrum óþekktum og hinum lítið þekktum. Þ.e.a.s. þeir voru mér ó- og lítið þekktir. Ég mætti heim til þess sem er mér lítið þekktur og heitir Jens klukkan ca 20:38 samkvæmt klukkunni í bílnum okkar en hún er nú alltaf aðeins á undan, svo ég hef líklega mætt um klukka 20:30. Jens fékk mig til að taka part af trommusettinu sínu í minn bíl og kom svo með restina sjálfur á sínum bíl. Við ókum svo sem styðsta leið liggur til Skovkroen sem er rétt hjá þorpinu Fynshav austarlega á eyjunni Als. Skovkroen er félagsheimili eins og við íslendingar myndum kalla það en þetta var einn heitasti staðurinn hvað varðar menningu og skemmtun á árunum 1960-1979. Þarna inni má sjá til dæmis lista yfir ca 50 hljómsveitir sem spiluðu þarna á árunum 1964-1968 og þar á meðal er hljómsveitin The Who.
En spilun okkar félaga, sem höfðum kynnst um klukkan 21:20 fyrr um kveldið, hófst um 22:20. Á efnisskránni voru ýmsir þekktir slagarar, gamlir og eldri, þekktir og óþekktir, danskir og ekki danskir, leiðinlegir og skemmtilegir og svoleiðis langt langt fram eftir götunum. Til dæmis spiluðum við Lay down Sally, Lets twist again, einhverjir slagarar eftir Jimmy Hendrix og féll þetta vel í áhorf- og áheyrendur. Mér var nokkuð vel tekið sem íslenska bassaleikaranum af öllum hinum í hljómsveitinni og lýstu þeir yfir mikillri ánægju með mig og þá sérstaklega að ég skyldi kunna svona mikið af þessum gömlu lögum. Og ég segi enn og aftur, TAKK FYRIR HJALTI MINN :-) Ballið stóð til klukkan 01:58. Þá var hætt, pakkað saman og farið af staðnum. Ég fékk um 2000 kr. danskar fyrir hlutverkið eða um 24.000 kall íslenskar. Kim og Jens (það eru allir hinir í hljómsveitinni sko) báðu mig endilega um að senda þeim netfangið mitt og símanúmerið mitt. Ég hef hugsað mig rækilega um og læt líklega verða af því einhvertíman í sumar (eða þegar ég hef jafnað mig af allri þessari ógurlegu athygli sem ég fékk) en það fer eftir veðri.
Þar hafið þið það.

Kveðja,
Palli.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Eftir sólarhring.... tæpan

Það er alveg að koma að því..... spilamennskan mikla annað kveld.
Ég talaði við Jens trommara í gær og spurði hvort að hann væri búinn að finna einhvern magnara. "Já já" sagði Jens. Einhvern voða fínan Trace Elliot. Þá spurði ég hann hvort ég fengi einhvern lagalista til að spila eftir. Svarið var einfalt: "NEI, það er ekki í boði, desværre" (sem þýðir því miður), sem gerir þetta allt saman ÓGURLEGA SPENNANDI. Svo læt ég ykkur vita hversu illa/vel þetta allt saman fer.
Stutt núna og gott í bili.

Bless,
Palli.

sunnudagur, maí 13, 2007

Eurovision 13. kapítuli

Já, Eurovision er búið. Ég bara ánægð með úrslitin, er reyndar ekki sátt við hvað Frakkland og Finnland fengu fá stig þar sem mér fannt bæði lögin góð. Ég bjóst líka við meiru frá Írlandi en Guð minn góður hvað söngkonan var léleg! Alveg hræðileg. En allavega! Svona er það nú. Við fórum til Evu og Juha í mat - geðveikt góður matur eins og alltaf enda er Juha meistarakokkur! Það voru 2 önnur pör og einhver slatti af börnum. Þetta var alveg fínt - en ég man það bara næst að fara ekki í Eurovision partý!
Stákarnir héldu það út að horfa á alla keppnina og voru mjög spenntir yfir stigagjöfinni. Marek hélt staðfastlega með Moldóvu og fagnaði innilega í hvert sinn sem þeir fengu stig á meðan Hinrik hélt ákveðinn með Hard Rock Haleluja og fagnaði og blótaði til skiptis! Eyþór hélt með Svíþjóð en þeir fengu svo sjaldan stig að hann gat lítið fagnað. Við fórum heim strax eftir keppni og vorum ekki komin heim fyrr en klukkan var að verða hálf eitt!

Við skelltum okkur svo í ferðalag í dag, fórum til Billund að heimsækja Ágúst og Fanneyju og syni. Það var rosalega gaman. Þetta er bara í annað sinn sem ég hitti þau en mér finnst við hafa þekkt þau alveg heillengi... allavega svona 6 mánuði! hehehehe... Nei, það er bara svo gaman að hitta þau og við gætum alveg stoppað miklu lengur hjá þeim! Takk fyrir okkur enn og aftur. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur.

Svo er það bara seim óld, seim óld á morgun. Vinna hjá Palla, skóli og verkefnavinna hjá mér. Reynar er uppáhaldskennarinn okkar að kenna okkur síðasta tímann sinn á morgun svo það verður leiðinlegt að kveðja hann. Það er alltaf svo skemmtilegt í tímunum hans þó hann sé að kenna einhverja viðskiptahagfræði - eða eitthvað svoleiðis!

mánudagur, maí 07, 2007

Drengirnir eitthvað ósáttir

Hinrik spurði rétt áðan hvað klukkan væri. Ég svaraði að hún væri alveg að verða 8 - og eins og hann veit mæta vel fer maður að hátta klukkan átta. Hann var greinilega ekki alveg tilbúinn til þess og sagði því í hálfhljóði: Oh, djöfudans... (og bætti svo við) ...andskatsson!

Við fórum til Þýskalands á laugardaginn - öll 5 aldrei þessu vant. Palla vantaði að kaupa sér föt og við ákváðum að vera ekkert að finna pössun fyrir strákana heldur taka þá alla með og gera eitthvað skemmtilegt í Flensborg. Marek var sko alls ekki sáttur. Honum finnst HUNDLEIÐINLEGT í Þýskalandi því það skilur hann enginn. Ég sagði honum að það væri ekki í boði að verða eftir og að hann yrði að koma með. Eftir fullt af afsökunum sem ekkert virkuðu á móðurina sagði hann ákveðinn og stappaði um leið fæti í gólfið: Ókei, en eftir þessa ÚTFERÐ þá fer ég aldrei aftur til Þýskalands!

Já þeir eru algjörir gullmolar þessir drengir!

laugardagur, maí 05, 2007

Eurovision - 4 kafli

Eurovision þátturinn var í gær í síðasta sinn því keppnin sjálf er í næstu viku!
Fullt af misgóðum lögum og nokkur alveg afleit. Eyþóri finnst það líka!

föstudagur, maí 04, 2007

PK Transport best.... og veðrið líka.

Sælt fólk.

Ég verð nú bara að segja að ég er nokkuð ánægður með fyrirtækið sem ég er að vinna hjá. Ole, kallinn sem stjórnar því hvað ég geri, virðist vera fínasti fýr. Ég sagði honum að ég þyrfti helst að vera kominn snemma heim á föstudaginn 18. maí næstkomandi vegna þess að við Helga erum að fara í fimmtugsafmæli Reginu frænku minnar og svo er líka þetta "tsjallens gigg", sem ég ætla að spila í, sama kvöld. Ole sagði við mig: (þýtt yfir á íslensku) "O: -Spilarðu já? Á hvað spilarðu? P: -Ég spila á bassa. O: - Og hefurðu gert það lengi? P: -Tjahh... ég byrjaði að spila á bassa fyrir ca 15-16 árum. O: -Já já Palli. Þetta verður ekkert mál. Minntu mig bara á þetta snemma í vikunni sem þetta er og við látum þetta gerast. Ekkert mál." Algjör snilld. Og miðað við það sem Grímur segir (Grímur vinur minn var sem sagt að vinna hjá PK Transport áður en hann flutti heim, en hann gerir það á morgun :-)) er þetta ekki hægt hjá þeim fyrirtækjum sem hann hefur verið hjá hér í DK og það er komin góð reynsla á Íslendinga hjá PK Transport sem er frábært.
Og hér er mynd af tækinu sem ég að vinna á..... SPES FYRIR Gunnu "tengdamóursystur" mína :-)
Þetta er gamall og ljótur bíll að utan en fallegur að innan.... EEEN af fenginni reynslu er EKKI sniðugt að tala mikið um bíla hér á þessu bloggi þar sem að flestum sem lesa þetta finnst leiðinlegt að lesa um bíla. Nema Hallfríði frænku minni, Guðnýju systur minni og fyrrnefndri Gunnu "tengdamóðursystur" minni.

Það hefur verið svo gott veður núna undanfarna daga, mikil sól og þess háttar eins og Helga hefur verið DUGLEG að tjá ykkur, að vinstri hendin á mér er orðin fagur "tönuð" á meðan hægri hendin fær að gjalda fyrir það að vera þeim megin á líkama mínum. Þetta er sennilega út af því að sú vinstri fær að hanga í sólinni allavega hálfan daginn á meðan sú hægri er í sólinni miklu minna en hálfan daginn. Svo ég er að verða flekkóttur. Eða skjóttur.

Eurovision:????? Hefur einhver áhuga á því?
Ekki ég svo ég tjái mig ekki um það, Helga sér um þá deildina enda sú deild BARA fyrir kennara og furðufugla :-) HEHEHEHEHAHAHHAAAAAAAHAHAHAHAHAAHAHAHAAAAA.

Kveðja,
Palli.

fimmtudagur, maí 03, 2007

Það er komin helgi!

Já, það er búið að vera nóg að gera í skólanum við prófverkefnið okkar. Eins og ég hef sagt áður þá eigum við að hanna forrit fyrir blóðbanka. Sem er svosem ekkert í frásögur færandi. Nema hvað að blóðbankinn hringdi í mig í gær og boðaði mig í blóðgjöf á mánudaginn. Ég var ekki lengi að segja já og hugsaði mér gott til glóðarinnar að fylgjast vel með hvernig ferlið fer fram allt saman. Reyndar þó ég færi ekki á mánudaginn þá fer ég á fimmtudaginn því allur bekkurinn fer í kynnisferð í blóðbankann. En ég reikna ekki með að við getum fengið að fylgjast með blóðtökuferlinu.
Annars gengur verkefnið vel og við erum alveg á áætlun.

Palli kemur líklega heim í dag og er þá bara kominn í helgarfrí! Það er sko nefnilega frídagur á morgun. Það verður skrítið að hafa hann heima í heila 2 daga! Hann er búinn að vera að vinna svo mikið að hann hefur komið heim seinnipartinn á laugardögum og farið aftur eldsnemma á mánudagsmorgni. En nú er hann kominn með fasta vinnu (er ekki lengur í afleysingum) svo hann kemur LÍKLEGA örlítið oftar heim.

Ég er að vona að hann komi heim í dag fyrir kvöldmat því mig langar til að fara á tískusýningu hjá fatahönnuðunum hér í skólanum. Það er 2. árið - útskriftarnemendurnir - sem eru að fara að sýna hönnun sína.

jæja, kominn tími í Economy!