Nýtt ár, nýr mánuður, ný bloggfærsla!
Vegna gífurlegs þrýstings frá fólki sé ég mig tilneydda til að henda hér inn einni bloggfærslu!
Það er mjög gott að vera komin aftur heim og nei það er ekki svo leiðinlegt að við höfum ekki frá neinu að segja. Hér koma helstu fréttir:
Þar til næst...
Helga
Það er mjög gott að vera komin aftur heim og nei það er ekki svo leiðinlegt að við höfum ekki frá neinu að segja. Hér koma helstu fréttir:
- Við búum enn í Laguarbakkaskóla og ætlum okkur að vera þar þar til annað verður ákveðið.
- Strákarnir eru ánægðir í sínum skólum.
- Eyþór nýtur þess að geta farið til pabba síns um hverja einustu helgi.
- Hinrik er að verða þreyttur á að vera í leikskóla og reyndi að fá mig til að samþykkja að þetta væri eiginlega Grunnleikskóli!
- Marek er enn með síðan topp, hann er komin niður fyrir höku.
- Palli er ekki enn kominn með fasta vinnu, hann fer í viðtal hjá Vegagerðinni á morgun.
- Ég er enn í leikskólanum og fíla það bara vel. Var samt að fá 2 aukaverkefni við vefsíðugerð. Það verður bara gaman.
- Það eru allir í tónlistarskólanum nema ég. Eyþór er enn að læra á bassa, Marek á gítar, Hinrik á trommur og Palli í tónfræði (held ég).
- Palli er fjórhjólasjúkur! Ætli hann verði ekki kominn á fjórhjól fyrir sumar.
- Ég er í kirkjukór, spilaklúbbi og prjónaklúbbi.
- Ég er ekki enn komin í Eurovisiongír en það fer alveg að gerast!
Þar til næst...
Helga