STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Jólagjafaóskalisti

Þar sem ég (Helga) er geðveikt hugmyndasnauð þegar kemur að því að upphugsa frábæra gjöf handa elskunni minni honum Palla mínum, þá ákvað ég að biðja hann um að skrifa jólagjafaóskalista. Hann brást vel við bón minni og sendi mér í tölvupósti eftirfarandi lista:

Jólagjafalistinn hans Palla fyrir jólin 2006 - Alls ekki og ENGAN VEGINN tæmandi.
ATH. Rauðmerktu hlutirnir er þeir hlutir sem hann VIRKILEGA langar í en eru í ENGU samræmi við innkaupastefnu fjölskyldufyrirtækisins HelgaogPalli.is. Margt á listanum er sem sagt bara draumur.

1. iMac tölva. Þessi með 20” tommu skjánum.
2. Skoda Octavia RS diesel (station eða Limo, breytir ekki öllu)

3. P.U.L.S.E. tónleikarnir með Pink Floyd (David Gilmore) þessir sem ég downloadaði skrifast ekki á DVD. VIRKAR EKKI.
4. Geisladiskurinn með Stebba og Eyfa: Stebbi og Eyfi - Nokkrar notalegar ábreiður
5. DVD diskinn með Nathan East: The business of bass
6. DVD diskinn Drummers Collective - 25th Anniversary Celebration And Bass Day 2002
***

Jah, þessi listi auðveldar málið heilmikið!

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Alveg hreint ótrúlegt!

Pælið í þessu:

Danmörk Danska lögreglan hefur haft afskipti af minnst tólf bílstjórum, sem um síðustu helgi óku yfir lík manns sem látist hafði í bílslysi á þjóðveginum skammt fyrir utan Sønderborg á Jótlandi. Frá þessu var greint í danska blaðinu Politiken.

Maðurinn, sem var 37 ára, varð fyrir bíl á veginum með þeim afleiðingum að hann kastaðist yfir á hinn vegarhelminginn. Hann er talinn hafa látist samstundis. Lík mannsins lá á veginum þar sem fjöldi bíla ók yfir hann.

Bílstjórarnir höfðu sjálfir samband við lögreglu eftir að fréttir af slysinu voru birtar í fjölmiðlum. Að sögn lögreglunnar töldu flestir bílstjórarnir að þeir hefðu ekið yfir dautt dýr á veginum. Þá grunaði ekki að um lík manns væri að ræða. - smk

(Úr Fréttablaðinu)

Já, þetta er alveg hreint ótrúlegt!

mánudagur, nóvember 27, 2006

Já, komið sæl aftur.
Okkur Hrund tókst að ljúka verkefninu okkar og skila á réttum tíma en við sátum líka í skólanum allan laugardaginn. Ég var ekki komin heim fyrr en rúmlega 7 um kvöldið. Palli var þá búinn að elda þennan líka fína kjúlla sem var dásamlegt því ég var glorhungruð.
Daginn eftir rauk ég út um kl 10 til að fara á flóamarkað en annar af þessum tveimur var líka á sunnudaginn. Og þvílíkt og annað eins bölvað rusl sem þar var! Ég átti bara ekki til orð! Skrítið hvernig sumir markaðir eru þannig að maður þarf að ganga 4 hringi til að geta séð örugglega allt - og mann langar til að kaupa fullt af óþarfa hlutum. Svo eru aðrir eins og þessi í gær sem eru fullir af bölvuðu RUSLI, ekki dóti, heldur rusli. Þarna voru gamlar vídeóspólur - skoðaði þær ekki einu sinni, gamlar kasettur, Carmen-rúllur, brauðrist ljósabekkur, kertastjakar og fleira rusl. Það eina sem var eitthvað þess virði að líta tvisvar á voru gamlir borðstofustólar. En það var líka bara það sem ég gerði; leit tvisvar á þá og fór svo heim.

Ég er búin að sitja í tölvunni í allt kvöld. Fyrst fór ég að horfa á þátt sem heitir Ugly Betty (þáttur nr. 7 held ég) svo horfði ég á síðasta Survivor og svo horfði ég á þátt úr Grey's Anatomy. Ég er s.s. að ná í þessa þætti á netinu - mest vegna þess að þeir eru ekki sýndir hér og svo smá (Grey's þættirnir) vegna þess að ég get ekki beðið í heila viku eftir næsta þætti!

Mér brá nú svolítið um daginn þegar ég sá auglýsingu á netinu frá póstinum um að maður þarf að fara að senda jólapakka. Maður er ekki einu sinni kominn í jólastuð. Það var reyndar verið að kveikja á jólatrjám hérna um helgina og á jólaskreytingum niðri í bæ. Alveg ferlega flott. Ég keyrði niður í bæ í gær til að taka myndir en þegar ég var búin að koma mér fyrir, kveikti ég á myndavélinni og fékk þau skilaboð að það vantaði minniskortið! Týpískt. Svo ég fór bara aftur heim og þetta verður að bíða seinni tíma.

Svo fórum við að veiða í dag. Já, öll hele familien! Juha sýndi okkur hvar best er að kasta út í sjóinn. Fengum samt ekkert en þetta var samt gaman. Var líka með myndavélina með mér - með mynniskorti í.

Sveinbjörg; Eyþór er sá eini sem kemur til Íslands um jólin. Ég var reyndar að gæla við þá hugmynd að fara heim í vetrarfríinu sem er í febrúar og taka alla strákana með (Eyþór fer sko þá) en það myndi kosta 66 þúsund krónur fyrir okkur öll, svo ég snar hætti við þá hugmynd. Athuga kannski bara að leyfa Marek að fara með Eyþóri.

Ég fékk þessa brilljant hugmynd að hringja í Ninnu vinkonu nú í kvöld. Langt síðan ég hef heyrt í henni - og við komumst að því að það eru sennilega u.þ.b. 2 ár síðan við töluðumst við síðast! Ekkert smá sem tíminn er fljótur að líða! Við vorum sammála um að láta ekki líða nema um ár næst! Hehehe...

Jæja, ég ætti eiginlega að fara að sofa. Þarf að vakna fyrir kl. 6 því ég er aftur farin að hjóla með Hinrik á leikskólann.
góða nótt :)

laugardagur, nóvember 25, 2006

Þetta er orðið sjúklegt!

Hér sit ég, uppi í skóla að vinna verkefni sem á að skila á mánudagsmorgun í síðasta lagi. Við eigum bara eftir að skrifa skýrsluna - eða restina af henni, skrifa gögn á disk og þá er þetta komið. Og ég á erfitt með að einbeita mér því ég veit að það eru 2 flóamarkaðir í gangi í þessum skrifuðum orðum!
Reyndar verða þeir ennþá á morgun - en þá gæti allt góða góssið verið farið!!!!
Ekki það að mig VANTI eitthvað...
Gæti kannski fundið einhverjar flottar jólagjafir þarna. Handa einhverjum!
Bara að athuga hvað sé til.
Oft veit maður ekki hvað mann vantar fyrr en maður sér það!

... ARRRGGGG!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Mikið að gera í skólanum

Úff... ég er búin að vera í skólanum frá því rúmlega 8 í morgun til kl. 18 í kvöld. Við erum að vinna verkefni þar sem við greinum gagnagrunn, skrifum SQL skipanir og útbúum svo Java forrit til að revisin krevin ble ble og svo bla bla bla.... Hva? missi ég athygli ykkar??
Þetta er allavega EKKI mjög skemmtilegt, nema auðvitað það sem snýr beint að forrituninni. Við Hrund vinnum saman og eigum að skila verkefninu á mánudagsmorgun og það er svo mikið eftir! Oh, jæja.
Verst ef við þurfum að vinna allan laugardaginn því það eru tveir loppumarkaðir um helgina!

Mamma náði víst heil á húfi til Íslands aftur, það varð annars mjög langt ferðalag því vélin bilaði eitthvað og þau þurftu að bíða í henni á meðan verið var að gera við, eða eitthvað svoleiðis. En hún allavega skemmti sér VEL í Malmö hjá Birgittu Sievert!

Best að fara að elda einhvern dásamlegan pakkamat!
hh

sunnudagur, nóvember 19, 2006


Það er komið að mér að blogga aðeins. (Palli)
Ég fór í smá bíltúr út í sveit til að hitta gamla geit..... tíhíhí. Nei nei, enga geitina hitti ég en ég fór með það erindi í kollinum að hitta Marius Pedersen. Hann á eitthvað vörubílafyrirtæki og ég hafði hug á að sækja um vinnu hjá honum, bara svona upp á skemmtunina. Haldið þið þá ekki að ég hafi bara rekist á þessa líku fínustu brú. Bara svona upp úr þurru. En þetta er brú Kristjáns X. (10. (tíunda)) konungs en eftirfarandi er sagt um hann á einni vefsíðu sem ég fann hér á netinu........ auðvitað: "Under den tyska ockupationen mellan 1940-1945 blev kung Kristian X en samlingsgestalt för det danska folket. Han fortsatte sin dagliga ridtur genom Köpenhamn och smädade Hitler öppet. Han dog till följd av skadorna efter en ridolycka den 20 april 1947." Þetta er rosalega sniðug brú. Það er hægt að opna hana og loka henni aftur. Hún er opnuð þegar stór eða stærri skútur eða skip þurfa að komast upp sundið (Alssund) eða fjörðinn sem skilur að annarsvegar meginlandið (Jylland (Jótland)) og hinsvegar eyjuna Als (Als (Als)), þar sem mest megnið af Sønderborg stendur. Kirkjan sem blasir við hinumeginn brúarinnar er Kirkja heilagrar Maríu í Sønderborg. Hér er hægt að sjá heimasíðu safnaðarins. Þetta er reisulegt hús og afar hressandi að heyra þegar úrið í því dettur í heila eða hálfa tímann. Þá hringir stór vekjaraklukka og allir í næsta nágrenni kirkjunar hrökkva í þónokkurn kút. Svo koma bráðum fleiri myndir frá þessum rúnti mínum um Als og meginlandið. Til dæmis ein löng mynd frá Sønderborg.

Bless að sinni.
Palli. Posted by Picasa

laugardagur, nóvember 18, 2006

Að Loppu lokinni

Jah, þetta var nú aldeilis ferð til fjár! Inga Lena kom með okkur á fóamarkaðina (Loppemarked) og við fórum bara á þá alla þrjá! Enda vorum við komnar hálfa leið að þeim sem var lengst í burtu svo það eiginlega borgaði sig að fara þangað! Ha? Jæja, en skoðið myndirnar af öllu því sem keypt var.
Það vantar reyndar myndir af bollastellinu sem Inga Lena keypti (en það er svipað og mitt) og svo kertastjökunum hennar.

Æ, það er svo gaman á flóamörkuðum!

föstudagur, nóvember 17, 2006

Flóamarkaðir á víð og dreif.

Við mútta verðum mjög uppteknar í fyrramálið og tökum ekki við símanum fyrr en einhverntíman eftir hádegi. Það eru nefnilega auglýstir 3 flóamarkaðir og við ætlum okkur að fara á tvo þeirra. Einn þeirra er svo langt í burtu að það eiginlega borgar sig ekki að keyra alla þá leið "þegar okkur vantar svosem ekkert" eða svoleiðis.
Hvenær vantar mann annars eitthvað? Ég á nú tæplega 100 staka bolla í geymslu á Íslandi sem ég ætlaði sko aldrei að láta frá mér en ég get varla sagt að ég sakni þeirra nokkuð núna. En ég myndi örugglega gera það ef ég myndir láta þá frá mér. Æ, ég held ég reyni ekkert að komast að því hvort ég myndi sakna þeirra eða ekki. Ég læt þá aldrei frá mér.
En allavega - þá er aldrei að vita hvað maður dregur í búið á morgun (Palla til mikillar ánægju örugglega!). Palli getur nú varla neitað því að ég er mjög dugleg við að þræða flóamarkaðina og að vanda mig við að koma ekki með of margt heim í hvert sinn! Það er líka gott að hafa hæfileika til að státa sig af! Hehehehe...

Annars er von á gestum eldsnemma í fyrramálið; Axel Guðni og Axel Helgason koma hingað - svona til upplýsinga fyrir þá sem vita hverjir þeir eru. Þannig að það verður brunað út í bakarí fyrir sólarupprás og keypt rúnstykki - og eitthvað gotterí. Og svo verðum við tvær tilbúnar fyrir flóamarkað!

meira um það seinna - þ.e. ef eitthvað er frá að segja.
hh.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Enn verið að slá

Jáh... það var verið að slá blettinn hér fyrir utan í morgun og allt angaði af nýslegnu grasi - sagði mamma. Hún var sú eina sem var heima. Það er geðveikt heitt ennþá eða um 10°. Allavega það.
Við mamma fórum til Þýskalands í gær og versluðum einhverjar algerar nauðsynjar. Allskonar. Svona nauðsynlegt ýmislegt. Við komum við í antíkbúð á landamærunum og vorum nú bara að skoða svona eins og maður gerir. Það var eldri maður að vinna þarna - einhver sem Guðrún Axels hefur hitt. Hann byrjaði á að spyrja okkur hvaða tungumál við værum að tala og spurði stax hvort þetta væri íslenska, og var snöggur að bæta svo við að hann þekkti alltaf íslendina úr. Svo var ég eitthvað að skoða pínulitla dúkku sem hann var tilbúinn að setja 100 krónur á "Very special price, just for you today" bætti hann svo við. Ég kláraði að skoða dúkkuna og lagði hana svo frá mér.
-Hva? Ætlarðu ekki að kaupa hana? spurði hann þá.
-Nei, því mig VANTAR hana ekki, svaraði ég.
-Vantar hana ekki! Nú hvað vantar þig þá? Ég er með allt sem þig vantar, sagði hann.
Ég hélt nú ekki og við mútta héldum áfram að skoða. Hann varð heldur fúll yfir að við ætluðum ekki að kaupa neitt og gekk heldur betur yfir strikið - að mínu mati - þegar hann sagði: þið verðið að kaupa eitthvað. Mig vantar peninga, ég hef ekkert borðað í dag! Svo fór hann bara inn á skrifstofuna sína hinn fúlasti!

En það eru víst 3 flóamarkaðir um helgina! Við geðveikt heppnar að geta kannað hvað fólk er helst að selja þessa dagana! Ekki það að mann vanti neitt sérstakt! Nei, nei.
En kannski maður þurfi líka að hugsa um að setja inn á fóamarkaðsmyndaalbúmið! Það aðvitað gengur ekkert að hafa allaf sömu fáu myndirnar þarna!

Við vorum annars að koma heim frá bænum. Við fórum út að borða og fórum á mongólskan grill veitingastað. Það var mjög gaman og hrikalega góður matur! Við pöntuðum okkur mat af hlaðborði og þetta virkar þannig að maður fær sér disk, setur á hann grænmeti og hrátt kjöt á hann. Því næst er þarna maður sem spyr mann hversu sterkt þetta megi vera og sullar svo hinum ýmsu grillolíum og/eða sojasósu ofan á. Svo réttir maður grillmeistara diskinn sem setur allt hráefnið á grillpönnu og grillar. Þetta er alveg hrikalega gott!!!

Ég mæli með að þið lesið bloggið hennar Hrafnhildar um óvissuferðina í lýðháskólanum. Mjög áhugaverð lesning.

bless í bili,
Helga.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Leiðbeiningar...

Jú góðan dag.
Ég var að setja inn leiðbeiningar fyrir ykkur "ferðafólkið" sem haldið því fram að þið ætlið að heimsækja okkur á næstu mánuðum og/eða hálfum árum. Það er hér vinstramegin á skjánum linkur inn á "Leiðarvísir til Sønderborgar". Ef smellt er á þessa stafi þá opnast nýr gluggi með kortum af bestu leiðinni til Sønderborg miðað við að maður sé að koma norðan frá. Það er sem sagt ekið inn á veg númer 41 sem liggur í austur frá E45 (hraðbrautinni). Ef maður kemur hinsvegar sunnan frá þá er best að aka upp í gegnum Kruså og svo veg númer 8 til S.borg. Þetta er fyrir þá sem koma akandi, hvort sem er frá Hanstholm þar sem Norræna leggur að eða frá Kaupmannahöfn. Ef hinsvegar lestarkerfið er notað þá er best að fara inn á síðu dönsku ríkisjárnbrautanna. Svo er hægt að skoða þetta allt saman á Google.com->Maps.
Það er rosalega sniðugt og gott vegakort af mest allri jörðinni..... nema Íslandi.
Verði ykkur að góðu góða fólk.

Kveðja,
Palli.

laugardagur, nóvember 11, 2006

Búin að fara til Flensborgar!

Ég er búin að fara til Flensborgar og er uppistandandi enn þrátt fyrir ódýrt rauðvín.
Enda var EKKI keyptur kassi heldur BELJA sem maður getur mjólkað "When ever you want!!!!!" Bestu kveðjur til allra.
Ása

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Komin til Danaveldis!

Jæja það tókst að komast til Danmerkur og líka Sønderborgar - ég klúðraði reyndar lestinni, ég átti að vera í sæti nr. 12 og VAR ÞAÐ en í vitlausum vagni nr. 21 í staðinn fyrir 23 - hverju býttar það þegar báðir fara til Søndeborgar!!!
Allavega tókst þetta allt saman og Helga, Eyþór og Marek sóttu mig á lestarstöðina.
Eg hef nú lítið gert annað en að drekka rauðvín síðan ég kom, ég fór reyndar í búðina með Palla í dag og keypti EKKI rauðvín, hann keypti bara í matinn.
Hér ringdi í dag en það er ca.10 stiga hiti.
Bið að heilsa öllum. Ása

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Nýtt myndaalbúm

Ég ákvað að gera eins og ágæt "móðursystir" mín og setja inn myndir af hlutum. En svo ég sé ekki alveg eins og hún sem setur inn myndir af kaffibollunum sínum, þá ákvað ég að setja inn myndir af hlutum sem ég kaupi á flóamörkuðum eða finn í gámum!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Ég líka.....

Já sko nú er komið að mér að skrifa eitthvað hérna. (Palli)
............ sko.............................
ég hef nú svo sem ekki frá miklu að segja..........................
....................
Jú Helga fór á "loppemarket" í dag. Það er svona flóamarkaður, held ég. Ég þori ekki að fara á svona markaði. Það er svo mikið af gömlu dóti þarna sem ég er sérstaklega EKKI hrifinn af.
EN Helga kom með kassa af gömlu (auðvitað) bollastelli. EN ekki hvað. Reyndar er þetta flott stell sko. Það er ekki málið en ég færi bara ALDREI að viðurkenna það opinberlega að ég sé eitthvað mikið fyrir gamla muni.

Marek var rosalega duglegur að taka til í herberginu sínu í gær svo ég borgaði honum 20 krónur fyrir. Það kom honum dálítið á óvart en hann varð rosalega ánægður með það að fá pening fyrir. Svo kom hann með frábæra hugmynd að eigin sögn: "Sko, pabbi. Ef ég fer inn í herbergi og rusla út aftur og tek svo aftur strax til, fæ ég þá ekki aftur 20 krónur" :) Sniðugur strákurinn.

Ása er að koma til Danmerkur á miðvikudaginn næsta eins og margir vita. Og það er mikil tilhlökkun hér á bæ vegna þess. Vertu velkomin Ása mín. Við hlökkum til að sjá þig.

Ég gæti sagt ykkur miklu mun meira....... ef ég myndi eitthvað.
Svo það verður ekki meira að sinni.

Venlig hilsen í bili.
Palli.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Veturinn er kominn

Allavega eru komnar frosthörkur... svona hér um bil. Einn daginn þegar við fórum út þá var komist frost og voru það mikil viðbrigði eftir "hitabylgjuna" sem er nýbúin að vera. Nú þurfti húsmóðirin allt í einu að grafa upp jólasokkana góðu (nei ekki svona sem eru hengdir upp heldur eru þeir mjúkir með jólamynstri og voru (ekki) keyptir (handa Gullu) í Boston) og fara í lokaða strigaskó. Ekki nóg með það heldur þurfti hún að grafa upp vettlinga hana öllu liðinu, húfur og úlpur!
Og hér inni í íbúðinni er ekkert hlýtt heldur. Á kvöldin kveikir maður á fullt af kertum, skríður svo undir teppi upp í sófa og skelfur. Við erum búin að heyra svo margar sögur af því hversu dýrt það sé að kynda hús hér úti að við ætlum að þrjóskast við að kveikja á ofnum eitthvað fram eftir mánuðinum. Ætli maður fari ekki að hugsa sig um ef við verðum farin að pissa klökum - eftir að hafa skautað inn á klósett!

Annars er allt fínt að frétta af okkur. Palli er kominn í hundleiðinlega vinnu og er búinn að setja auglýsingu í lókal-blaðið sem kemur út í næstu viku. Vonandi kemur eitthvað skemmtilegt út úr því.
Ég fór í próf í gær og það er eiginlega hægt að segja að ég sökkaði á því! Djöfull sem ég er léleg í þessu! Uss! En ég held í vonina um að það eigi eftir að breytast.
Það er búið að ganga frá flugmiða fyrir Eyþór heim um jólin. Hann flýgur heim 20. Des og til baka aftur 2. janúar. Hann fer í samfloti með strák sem er í skólanum mínum þannig að enn sleppur hann við að fara aleinn. Næst er bara að finna einhvern sem fer til Íslands í vetrarfríinu í febrúar.
Marek og Hinrik eru bara þokkalega ánægðir í skólunum. Hinrik þó ánægðari og danski orðaforðinn hans fer vaxandi með hverjum degi sem líður. Í þessum töluðu orðum situr hann á klósettinu og syngur "tommelfinger, tommelfinger, hvor er du?" (hvernig sem á nú að skrifa þetta). Marek segir hins vegar enn á hverjum degi að hann geti alls ekki átt góðan dag. Hann var heldur betur ánægður með sig í gær. Við kíktum inn í vöruhús sem selur notaða hluti til styrktar kirkjunni og þar fann hann tvö hnattlíkön sem hægt er að kveikja ljós inn í. Hann langaði mikið í svona og ég studdi það heilshugar. Líkanið sem var "veglegra", þ.e. á tréplatta en ekki á plasti, var 50 kr dýrara og kostaði 150 kr. Ég rétti honum 100 kr og sagði að ef hann talaði sjálfur við manninn um að fá líkanið fyrir 100 krónum þá mætti hann kaupa það. Hann tók við peningnum, fór og spurði og fékk líkanið fyrir 100 kr! Hann ekkert smá ánægður líka að hafa gert þetta einn.

Jæja, ætla að horfa á eitthvað í sjónvarpinu.
hh.