STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, mars 30, 2008

Mömmulagið

Eva Björk benti mér á þetta lag í dag. Það er frábært!!Hér fyrir neðan er textinn, maður verður eiginlega að skoða hann um leið og maður hlustar á lagið.
"The Mom Song"

Get up now
Get up now
Get up out of bed
Wash your face
Brush your teeth
Comb your sleepyhead
Here's your clothes and your shoes
Hear the words I said
Get up now! Get up and make your bed
Are you hot? Are you cold?
Are you wearing that?
Where's your books and your lunch and your homework at?
Grab your coat and gloves and your scarf and hat
Don't forget! You gotta feed the cat
Eat your breakfast, the experts tell us it's the most important meal of all
Take your vitamins so you will grow up one day to be big and tall
Please remember the orthodontist will be seeing you at 3 today
Don't forget your piano lesson is this afternoon so you must play
Don't shovel
Chew slowly
But hurry
The bus is here
Be careful
Come back here
Did you wash behind your ears?
Play outside, don't play rough, will you just play fair?
Be polite, make a friend, don't forget to share
Work it out, wait your turn, never take a dare
Get along! Don't make me come down there
Clean your room, fold your clothes, put your stuff away
Make your bed, do it now, do we have all day?
Were you born in a barn? Would you like some hay?
Can you even hear a word I say?
Answer the phone! Get off the phone!
Don't sit so close, turn it down, no texting at the table
No more computer time tonight!
Your iPod's my iPod if you don't listen up
Where are you going and with whom and what time do you think you're coming home?
Saying thank you, please, excuse me makes you welcome everywhere you roam
You'll appreciate my wisdom someday when you're older and you're grown
Can't wait till you have a couple little children of your own
You'll thank me for the counsel I gave you so willingly
But right now I thank you not to roll your eyes at me
Close your mouth when you chew, would appreciate
Take a bite maybe two of the stuff you hate
Use your fork, do not burp or I'll set you straight
Eat the food I put upon your plate
Get an A, get the door, don't get smart with me
Get a grip, get in here, I'll count to three
Get a job, get a life, get a PHD
Get a dose of,
"I don't care who started it!
You're grounded until you're 36"
Get your story straight and tell the truth for once, for heaven's sake
And if all your friends jumped off a cliff would you jump, too?
If I've said it once, I've said at least a thousand times before
That you're too old to act this way
It must be your father's DNA
Look at me when I am talking
Stand up straighter when you walk
A place for everything and everything must be in place
Stop crying or I'll give you something real to cry about
Oh!
Brush your teeth, wash your face, put your PJs on
Get in bed, get a hug, say a prayer with mom
Don't forget, I love you
And tomorrow we will do this all again because a mom's work never ends
You don't need the reason why
Because, because, because, because
I said so, I said so, I said so, I said so
I'm the mom, the mom, the mom, the mom, the mom!!
Ta da!!!

laugardagur, mars 29, 2008

To do listinn

Eins og alþjóð hefur kannski tekið eftir þá er stefnt á flutning til Íslands í lok árs. Er þá margt sem þarf að huga að... aðalega að missa ekki af tækifærum sem gefast ekki þegar maður er fluttur á þennan rándýra risastóra klaka þar sem það kostar formúgu bara að komast af honum aftur. Hehehe.

Það sem er á "To do" listanum er eftirfarandi:
1. Fara á tónleika með Eivøru Pálsdóttur í maí.
2. Fara á Kiss tónleika í Kaupmannahöfn í júní.
3. Fara til Noregs að sjá fólk og sýna sig.
4. Fara til Póllands, amk. til Sczcezin og helst til Gdansk líka að hitta Asiu.
5. Væri geðveikt að fara á tónleika með Bon Jovi og REM en það verður víst að fara í salt.
6. Keyra um bæði í Danmörku og í Þýskalandi og túristast aðeins.
7. Fara í heimsóknir til fólks sem við þekkjum.
8. Fara í dýragarða, sædýrasöfn og skemtigarða - því það er víst eitthvað lítið um svoleiðis á norðanverðu Íslandi.
9. EKKI MISSA AF EINUM EINASTA LOPPUMARKAÐI.
10. Útskrifast.

Þessi listi á eflaust eftir að lengjast eftir því sem líður á árið. Það er líka eins gott að sumarið verði gott í ár. Það var frekar ömurlegt í fyrra. Frekar ömurlegt!!!

Við þurfum endilega að fara að setja inn nokkrar myndir svo fylgist með (Þetta hljómar betur á ensku: Stay tuned! )

Helga

þriðjudagur, mars 25, 2008

Hálf tómt í kotinu

... ef kot skyldi kalla þessa stóru blokk! En já gestirnir góðu (Lóa, Magnús Björn, Ingunn og Heimir) fóru í morgun. Það var yndislegt að hafa þau og þau hefðu sko alveg mátt vera miklu lengur! Páskarnir voru bara ljúfir með tilheyrandi áti. Hér var mikið borðað af mat og öðru sem við fáum ekki dags daglega. Má þar fyrst nefna soðið slátur en drengirnir gæddu sér á hafragraut og slátri á hverjum morgni - allt þar til slátrið kláraðist. Svo fengum við öll páskaegg - TAKK FYRIR ÞAU. En það BESTA var argentíska nautakjötið sem Ingunn og Heimir elduðu hér á páskadag. NAMM hvað það var gott!

Við gátum því miður ekki farið í Legoland VEGNA VEÐURS en hér geisaði hið versta vetrarveður sem við höfum séð síðan við fluttum út! Það snjóaði svo mikið að strákarnir gátu farið út og búið til snjókarl - reyndar þurftu þeir að sækja eitthvað af snjónum í sandkassann þar sem hann festist best. Ég, Ingunn og Heimir keyrðum til Kaupmannahafnar á mánudaginn og það var nú bara næstum því ófært á kafla á hraðbrautinni.

Ég skelli hér að lokum inn mynd af okkur Palla. Góð mynd, ekki satt?

föstudagur, mars 21, 2008

Afmælisstrákur

 

Þessi ungi maður, hann Marek Ingvi, varð 8 ára þann 20. mars síðastliðinn. Í dag var haldin heljar veisla honum til heiðurs. Að sjálfsögðu var pósað af tilefni dagsins.
Posted by Picasa

sunnudagur, mars 16, 2008

Margt í fréttum

Þetta eru aldeilis búnir að vera viðburðarríkir dagar sem innihéldu sitt lítið af stressi, bakstri, sjúkrahúsferð og tónleikum. Hljómar spennandi? Lestu þá áfram!

Það byrjaði á að Eyþór átti pantað flug á laugardagsmorgun. Við erum orðin svo vön þessum ferðum að það er ekkert verið að stressa sig á að pakka niður nema bara daginn fyrir ferð. Allt var svo komið í tösku, ég hafði dundað mér lengi við að pakka vel inn kertum sem Þórunn gleymdi en hún var komin til Íslands. Rétt fyrir miðnætti var ég að leggja lokahönd á allt og átti bara að skella vegabréfinu hans í töskuna mína. Og viti menn; ég greip í tómt! Ekkert vegabréf í eldhússkápnum þar sem þau eru geymd! Það fyrsta sem mér datt í hug var að hann hefði kannski gleymt því í Kaupmannahöfn hjá Bryndísi frænku Sollu um daginn því hún sótti hann á völlinn síðast. Eða í bílnum hjá Garðari granna því hann sótti hann til Bryndísar í Köben! Fyrst hringdum við í Garðar og vöktum hann auðvitða. Ekkert vegabréf í bílnum. Þá hringdi ég í Bryndísi. Ekkert vegabréf hjá henni. Þá var bara ekkert eftir en að leita. Og leita og leita og leita. Eldhúsið var gersamlega tekið í nefið og við leituðum meira að segja inni í herbergi Mareks og Hinriks! Ekkert fannst. Og það var ekki einu sinni eins og það væri lítið og illa sýnilegt því v.b.-ið var sko í fagurgrænum plastvasa! En það var alveg sama hvar við leituðum, ekki fundum við helv... vegabréfið (eða frímerkið eins og Marek kallar þetta stundum) þó við leituðum til kl. 2:30 um nóttina.

Þá var ekkert annað hægt að gera en að taka sjensinn á að Eyþóri yrði hleypt í gegn með 2 sjúkrakortum sem einu skilríkin, annað danskt og hitt íslenskt. Og því vöknuðum við kl. 5 og tókum lestina til Kaupmannahafnar.
Eins gott að við tókum sjensinn því honum var hleypt í gegn! Hjúkkit! Ég fór því ein með lest til baka. Fékk símtal frá Palla sem hafði fundið vegabréfið. Það var í EINA POKANUM SEM VIÐ KÍKTUM EKKI Í! Ég hafði séð pokann og vissi að það væri föndurmálning í honum svo ég var ekkert að tékka á vegabréfinu þar! Ekki veit ég hvernig það lenti þar!

Þegar ég kom til baka sóttu Leifur og Hafdís mig á lestarstöðina. Ástæðan fyrir því var að við ætluðum með þeim á tónleika. Ég fékk 10 mín til að hendast heim, pissa, sjæna mig (sem þarf nú varla því ég er svo falleg) og skipta um föt. Palli var búin að hafa fötin mín tilbúin og var hann sjálfur reddí. Við náðum á tónleikana í tíma en þetta voru írskir tónleikar sem haldnir voru af tilefni St. Patrick's day sem er á morgun. Það var mjög gaman þarna, lögin flott en heldur róleg á köflum. En við náðum að hlægja úr okkur augun það var svo gaman við okkar borð!

Í morgun var svo vaknað snemma. Við Sólrún (kona Garðars) vorum búnar að mæla okkur mót heima hjá henni kl. 11 til að steikja kleinur. Ég var mætt rétt fyrir áætlaðan tíma og fór inn til að athuga hvað vantaði að kaupa fyrir baksturinn. Svo var skutlast í búð, aðeins komið við heima sem varð til þess að strákarnir vildu koma með. Það var allt í lagi. Allt þetta tók hálftíma! Við vorum svo rétt að byrja baksturinn þegar ég heyri grátur sem ég þekki. Ég hleyp að útidyrahurðinni en þar er Marek að koma grátandi inn og hélt um hnakkann á sér. Ég tók húfuna af honum og sá að að blæddi. Eftir skol var ákveðið að fara með hann á slysastofuna á sjúkrahúsinu. Palli kom með okkur. Þegar maður kemur þangað inn á maður að hringja bjöllu og fara svo í biðstofuna og bíða eftir að verða sóttur. Við gengdum því. Enginn kom. Eftir ca korter fór Palli aftur og hringdi. Ekkert gerðist. Eftir ca korter í viðbót fór hann og hringdi aftur, nú lengur. Þá kom einhver pirruð kona sem sagðist ekki geta sinnt okkur því hún væri bara ein! Við ákváðum að fara bara! Marek var orðinn eldhress og sárið virtist ekki vera það mikið að það þyrfti eitthvað að sauma.
Þetta sjúkrasystem er sko ekki að gera sig hér í bæ!

Kleinubaksturinn var kláraður með láði! Það komu út allskonar kleinur; stórar og smáar, dökkar og ljósar, ljótar og fallegar. En allar voru þær góðar! Við fengum svo góða heimsókn um kaffileytið þegar Hafdís og stelpurnar komu og svo kíkti Leifur líka í smá stund.

Annars var verið að ferma Andra Frey í dag. Við komust því miður ekki en Eyþór fór sem fulltrúi allrar fjölskyldunnar hér á Ringgade. Ég bíð spennt eftir að heyra frá öllum deginum.
Innilegar hamingjuóskir elsku Andri okkar!

Með þeim orðum lýkur helgaryfirliti héðan frá Sønderborg.
Helga

Viðbót (bætt inn þann 17 mars af Palla)
Ég gæti trúað að margir hafi séð þetta sem ég ætla að benda ykkur á en þetta finnst mér algjör snilld. Talandi páfagaukur í Kastljónsinu í seinustu viku.

miðvikudagur, mars 12, 2008

Hitt og þetta

Það er bara að verða kominn föstudagur aftur! Uss... hvað tíminn líður hrikalega hratt! Bara tveir dagar eftir af skóla fyrir páskafrí.

Við fáum aldeilis góða gesti um páskana þar sem Lóa, Ingunn, Heimir og Magnús Björn (sonur Guðnýjar mágkonu) koma. Það verður eitthvað skemmtilegt brallað, amk verður farið í Legoland og til Þýskalands.

Ég fór annars til Regínu Grettis á sunnudaginn þar sem hún fékk þessa líka brilljant hugmynd að steikja kleinur. Við steiktum úr tveimur uppskriftum (4 kg hveiti samtals) og viti menn... okkar kleinur eru búnar! Ég er ekki að grínast! Við höfum gersamlega staðið í þessu, enda langt síðan við höfum fengið heimasteiktar kleinur. Ekki dugar að bíða með hendur í skauti fram á sumar þar til Regína og hennar fók er búið með sínar kleinur heldur stakk ég bara upp á því við Sólrúnu að við myndum steikja saman á sunnudaginn. Henni leist heldur betur á það og í þetta skiptið verður sko steikt meira!

Ég þyrfti annars bara að fara að finna mér góðan pott svo ég geti bara steikt þegar mér sýnist. Annars er mjög skemmtilegt að gera þetta með einhverjum öðrum.

Annars er allt mjög mikið við það sama...

kv. Helga.

föstudagur, mars 07, 2008

Ferðalög og flutningar

Loksins nenni ég að blogga! Meira hvað maður getur verið latur! Usss!
En hér er að koma vor, vorkaukar komir upp, blöð að fara að koma á rósarrunnana hér fyrir utan blokkina (ATH: ekki í gróðurhúsi!) og blóm farin að koma á nokkur tré. Þ.e. á þau tré sem á annað borð blómstra. Það er ekki þannig að hér sé svo sérstaklega gott veður að grenitré eru farin að bera blóm! Nei, nei, ekki aldeilis. Samt... gæti kannski gerst!
Það er allavega ekki hægt annað en að vera MINNA latur á þessum árstíma, sérstaklega þegar það er orðið bjart á morgnana þegar við förum út.

Ég fór annars á kaffihús tvisvar sinnum í þessari viku, í bæði skiptin á sama kaffihúsið! Loksins búin að finna mér gott kaffihús! LOKSINS segi ég bara aftur - og pikka inn! Nú er bara að reyna að draga fleira fólk með mér á kaffihús. Hey! En að stofna kaffihúsaklúbb? Hittast aðrahverja viku á kaffihúsi! Er einhver geim?

Ég vona að ég nái að klára skólann í nóvember - útskrifast þá 28. nóvember minnir mig. Og þá ætlum við að flytja aftur til Íslands. Mér finnst það bara fínt, því ég finn að mig langar ekkert til að búa hér í mörg ár. Hægagangur í "kerfinu" hérna er ekki að mínu skapi.... einhvernveginn finnst mér að ég hafi bloggað um það áður.
En á móti kemur að mér finnst ég þurfa að nýta hverja mínútu hér úti til hins ýtrasta! Mér finnst heimurinn liggja að fótum okkar, en við hvorki hafa tíma né fjármagn til að fara til ALLRA landa áður en við flytjum inn í skápinn aftur. Ja, eða þannig! Til að núa svo salti í sárin þá vorum við í skólanum að hanna "vefsíðu" úr pappír fyrir ímyndaða ferðaskrifstofu! Svo við þurftum að liggja á netinu til að skoða hvernig ferðaskrifstofusíður eru byggðar upp og koma upp með nýja hugmynd. Ekki slökkti það á ferðalönguninni!

En við stefnum allavega á að fara til Noregs í sumar og ég ætla rétt að vona að ég komist amk einu sinni enn til Póllands. Jafnvel tvisvar. Æi, svo er Tékkland svo nálægt líka... og ...

Það er Helga sem kveður í ferðahug.

mánudagur, mars 03, 2008

Alltaf má nú tala um veðrið.


Það er enn engu líkara en að Danmörk sé í annari heimsálfu. Þessi mynd er tekin eins og sést þann 3. mars 2008. Magnað.

En Óla og Hrafnhildur eru farnar heim aftur. Þær voru hér í heimsókn um helgina og má þar með segja að Hrafnhildur sé búin ad jafna Hinna í heimsóknartíðni þeirra hingað til okkar í Sönderborg, en þau hafa nú bæði komið hingað tvisvar. Amma Ása hefur komið oftast til okkar enn sem komið er.

Hvenær ætlar þú að koma? Það styttist í heimflutning sko ;-)