STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, maí 30, 2008

Marek æfir sig


Marek er alltaf ad finna upp á einhverju nýju. Hér er hann búinn að hanna "að standa á höndum í jógastellingu". Mjög sniðugt.

Kveðja,
Palli.

mánudagur, maí 26, 2008

Ég verð nú bara aðeins að blogga.

Það er þetta með veðrið. það er víst alltaf hægt að tala um það. Ef öll umræðuefni eru upp urinn (segir maður svona) þá fer fólk að tala um veðrið. Og það verður gert hér að einhverju leiti.
Ég kíki óreglulega á dmi.dk en þó á hverjum degi til að tékka á veðrinu.
Núna áðan þegar ég smellti mér á vefinn þeirra þá blasti þetta við mér.
Það er sem sagt gert ráð fyrir ansi miklu sumri hérna næstu daga og talað er um að veðrið hér í Danmörku verði á þessa leið í sumar.


Hvernig er veðrið hjá þér akkúrat núna?

Kveðja,
Palli.

sunnudagur, maí 25, 2008

Jæja, ekki förum við nú á Eurovision á næsta ári

Ekki spáði ég Rússum sigri. En þannig er það nú. Marek mundi eftir Dima Bilan frá því 2006 þar sem hann stökk niður af flygli og fannst hann betri þá. Ég er nú sammála. Ég sá bara ekkert merkilegt við þetta lag í undankeppninni og fannst hann syngja bara falskt. En svo hlustaði ég á lagið á youtube og þá fannst mér það miklu betra. En allavega, hér eru punktar frá kvöldinu:
 • Íslenska liðið stóð sig frábærlega og maður fylltist þjóðarstolti. Okkar atkvæði fór til Íslands.
 • Mín uppáhaldslög voru frá Íslandi, Ísrael, Tyrklandi, Albaníu, Noregi og Serbíu. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu.
 • Marek kaus líka Lettland en tók það skýrt fram að hann héldi samt með Íslandi og ef Lettland myndi vinna myndi hann bara segja Ókey og ekki verða leiður.
 • Rússland hefur ekki unnið áður.
 • Besti punktur kvöldsins: við vorum hærri en Svíþjóð - eða öllu heldur hærri en Charlotte Perelli.
Umfram allt var þetta góð keppni og fullt af góðum lögum.

Þá að öðru. Við héldum upp á afmæli Hinriks og Mareks í gær í Katherinelundi, grilluðum pylsur, snobrød, sykurpúða og borðuðum afmælisköku á eftir. Þetta var alveg yndislegur dagur með frábæru fólki og drengirnir voru hæstánægðir með daginn. Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá afmælinu.

En já, þá er þessi Eurovision vertíð búin. Nú er ekkert eftir en að horfa trilljón sinnum aftur á keppnina og hlakka til næstu keppni sem við munum EKKI fara á.
Helga.
Posted by Picasa

fimmtudagur, maí 22, 2008

Það var mikið!

Loksins komst Ísland áfram - kominn tími til og í ár áttum við það svo sannarlega skilið því þau Regína og Friðrik voru frábær á sviði.
Ég varð samt alltaf svartsýnni og svartsýnni eftir því sem á leið á keppni því mér fannst svo mörg lög góð.
Laugardagskvöldið verður bara snilld!

En aftur spáði ég rétt um 7 lönd, ég spáði þessum áfram:
Ísland x
Svíþjóð x
Tyrkland x
Úkraína x
Albanía x
Sviss F Portúgal komst áfram - og var líka gott
Króatía x
Búlgaría F Komst ekki, en Lettland komst
Danmörk x var ekki bjartsýn - en spáði því samt
Malta F Georgía komst áfram. Malta var betri.

Jiiiii hvað ég hlakka geðveikt til á laugardagskvöldið. Og ég held ég skipti um skoðun með að halda "partý". Hmm... sé samt aðeins til með það. Það yrði nefnilega skemmtilegt að bjóða pari frá úkraínu hingað og helst einhverjum frá Danmörku.

Það yrði samt algjör skandall ef við myndum keppast um 1. og 2. sætið á móti Charlotte og láta hana vinna okkur - aftur! Þá myndi ég grenja - og ekki fara til Svíþjóðar á næsta ári.

En kommon, þið hljótið að hafa eitthvað að segja um Eurovision! Hver elskar ekki Eurovision??

þriðjudagur, maí 20, 2008

Fyrri undankeppnin

Þetta var nú alveg einstaklega skrítin keppni þó ekki sé nú meira sagt. Danir sýndu ekki keppnina - þeir ætla að sýna hana annað kvöld. En ég fann eina þýska stöð og svo tyrknesku stöðina sem báðar sýndu keppnina! Yes!

En já, lögin voru skrítin og mörg hreint út sagt leiðinleg! Mín uppáhaldslög voru;
Ísrael
San Marino
Noregur
Andorra
Holland
Finland
Grikkland
og svo spáði ég líka áfram:
Azerbaijan
Póllandi og
Rúmeníu

Ég spáði s.s. rétt um 7 lönd. Ég hefði viljað skipta Bosníu-Herzegovinu út í staðinn fyrir San Marino.

En þetta var alveg hreint ágætt kvöld, Valey og Kristín komu og horfðu á með mér (og Eyþóri að hluta). Hinrik og Marek fengu að horfa á fyrstu lögin, svo voru þeir reknir upp í rúm. Marek stóðst samt ekki freistinguna og var alltaf að koma fram og kíkja og á endanum fékk hann leyfi til að koma inn í stofu aftur og horfa á allt. Hann vildi samt vera alveg öruggur um að það myndi ekki skerða áður veitt leyfi til að horfa á alla keppnina bæði á fimmtudagskvöld og laugardagskvöld. Já, þetta er bara einn galli við að búa í Danmörku, því keppnin byrjar kl. 9.

Við Gerard í Oman sendum hvort öðru sms til að skiptast á skoðunum og svo hringdi hann í lok keppninnar. Það er alveg nauðsynlegt að geta skipts á skoðunum við einhvern sem talar sama tungumál!

Jii hvað ég hlakka til á fimmtudag og á laugardag!!! Þetta er bara næstum því eins og jól!

mánudagur, maí 19, 2008

Eurovision

Ég minni á Eurovision, 1. undankeppni á þriðjudagskvöld.
Aldrei þessu vant hef ég ekki hlustað á öll lögin.
Aldrei þessu vant veit ég eiginlega ekkert hvaða lönd eru að keppa á þriðjudagskvöld.
Ég veit bara að Ísland og Danmörk eru á fimmtudagskvöld.
Aldrei þessu vant hef ég ekki myndað mér skoðun um lögin og hef því ekki hugmynd um með hvaða landi ég held þetta árið!
Aldrei þessu vant hef ég ekki uppfært Eurovision síðuna mína!
Ég er meira að segja búin að tapa símanúmerum hjá Euroaðdáendum í Englandi, Noregi og Oman, fólki sem ég sendi alltaf sms á meðan ég horfi á keppnina. Þannig að ég get ekki einusinni fengið að vita hvað þeim finnst!

Hvernig fer ég að? Á ég að taka sjensinn og horfa á keppnina eins og óupplýstur almúgi?

fimmtudagur, maí 15, 2008

Net net net.

Jú. Svo fór að það gat borgast ;-)

Já það var geðveikt gaman á þessu Go Kart móti á sunnudaginn var.
Ég vann EKKI. Kemur á óvart eða hvað? Nei, og ég skal segja ykkur hver vegna.
Sko. Ég er 202 sentimetrar að lengd. Það þýðir að ég ætti að vera um 100 kíló að þyngd. Í dag er ég reyndar 109 kíló sem þýðir að Go Kart bílarnir sem ég keyrði voru ekkert of snöggir af stað. Sérstaklega ekki ef miðað er við hina bílana sem ég var að keppa við en í þeim voru bara meðal litlir menn sem eru ekki nema um 50 til 80 kíló. Það segir sig sjálft að svoleiðis lagað er ekki hægt að keppa við ef bíllinn sem ber 109 kílóin er jafn kraftlítill og bíllinn sem ber 50 til 80 kílóin.
En allt er þetta bara leikur og allir höfðu mjög gaman af þessari keppni.
Ég veit ekkert í hvaða sæti ég lenti... ég held ég hafi verið á bilinu 12. til 18. sæti. Atvinnumannslega séð er það örugglega ekki gott.

Helga er á fullu í lokaverkefninu fyrir þessa önn.
Þar á að búa til forrit sem gefur flugvélum til kynna um líklega fljúgandi hálku í háloftunum. En þetta forrit er mjög erfitt að búa til hér í Danmörku þar sem fljúgandi hálka þekkist varla... og sérstaklega ekki í háloftunum.

Hér er myndband (ekki band reyndar, þetta er jú digital) ef þið viljið sjá hvernig veðrið og fjörið var á Go Kart keppninni.


Góða skemmtun.

Kveðja,
Palli.

þriðjudagur, maí 13, 2008

Netlaus - enn og aftur

Við erum netlaus enn og aftur. Þangað til á fimmtudag að minsta kosti.
Það þýðir að ég fæ ekki vikuskammtinn minn af dóplódi.
Það þýðir líka að við erum ekki í almennu símasambandi við umheiminn.
Jah, eða þannig, við erum jú enn með gsm;
Helga: 0045 4128 3693
Palli: 0045 4128 9983

Fórum í Go-kart um helgina, hér eru myndir.

Meira seinna.
Helga sem bloggar í skólanum.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Örblogg

Loksins tími til að blogga. Hugsa að ég geri það bara í stikkorðum og myndum!

 • Verkefnahrinu í skólanum lokið rétt í bili.
 • Pásan verður þó ekki lengi því við fáum prófverkefnið okkar verður kynnt á föstudaginn.
 • Mamma og Gunni komu til Sønderborgar á laugardaginn. Þau fara aftur á morgun
 • Við borðuðum saltkjöt og baunir á sunnudaginn. Það er óhætt að setja það á topp 10 listann yfir besta matinn og jesús minn hvað þetta var gott!
 • Við fengum frábæra og mjög svo óvænta gesti í heimsókn þegar Bjössi Hannesar og Stína komu við í kaffi.
 • Að sjálfsögðu er ekki hægt að bjóða upp á kaffi nema að baka með því pönnukökur.
 • Bjössi og Stína urðu hissa að sjá mömmu hér og hún ekki síður að sjá þau.
 • Er einhver að horfa á Survivor núna! Þetta er sú allra besta sería sem ég hef séð. Vá, hvað þetta er spennandi!
 • Veðrið er búið að vera DÁSAMLEGT svo ekki sé meira sagt. Yfir 20 stiga hiti – alveg passlegt!
 • Það er verið að tala um að fara kannski til Írlands í haust í skólaferðalag – skoða tölvufyrirtæki og svoleiðis. Það yrði bara frábært!
 • Eru svo ekki allir komnir í Eurovision gírinn? Ha? Hvað með íslenska lagið? Kemst það áfram? Þetta er að skella á!!! Bara tvær vikur í þetta!!!

Gleðilega Eurovisionvertíð!
Helga
Posted by Picasa

föstudagur, maí 02, 2008

Nýjar myndir.

Ég var að setja inn fullt af myndum.