STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Nafnapælingar

Við Palli höfum verið að spá í nöfn undanfarið... jah, undanfarin ár eiginlega. Ekki svona barnanöfnum - nei við erum ekkert að fjölga okkur erum alveg búin með þann kvóta. Nei, við höfum verið að spá í bara nöfnum almennt.
Eins og t.d. ef einhver heitir Bert, sem er náttúrlega útlenskt nafn, en Bert þessi væri vænsti karl og ætti heima á milli tveggja bræðra... eða systra, en
væri dags daglega kallaður Bert á milli.
Eða að heita Guðrún og vera kölluð Gudda... það eitt og sér væri ekkert merkilegt, en hvað ef hún næði sér í tyrkneskan mann og væri þá kölluð Tyrkja Gudda.
Og ef einhver gæti ekki sagt "s" heldur kæmi svona "HL"hljóð í staðinn og heita Tristan - eða TriHLtan.

Endum þetta á sögunni klassísku um bekkjarafmælið sem er saga með nöfnum sem öll eru í mannanafnaskrá (lesist upphátt):
Bekkjarafmælið

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða
því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni
og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar.
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt.
En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Ilmur Blær var einnig sein fyrir og bekkjarbróðir þeirra Ilmur Blær kom hjólandi. Í hliðinu stóðu Listalín Tala og Mábil Lill.

Þegar Ali Bambi kom síðastur með Liv, þá var hægt að byrja


Við munun nú ekki eftir fleiri svona skemmtilegum nöfnum. Hvað með ykkur?

mánudagur, júlí 28, 2008

Eins og bráðið smjér

Það er hitabylgja í gangi. Loksins að það kemur "gott" veður þá verður það eiginlega allt of gott! Er maður nokkurn tíman ánægður með veðrið? Jú, jú, einhverntímann.

En það er allavega strandveður eins og sést á þessum myndum. Ég sjálf hef aldrei -
From Júlí 2008
ALDREI - farið eins "langt" út í sjóinn og í gær en þá óð ég... jah... ansi hreint langt! Alveg upp að öxlum held ég bara. Allavega ef ég beygði hnén örlítið. Ég er nefnilega sjúklega sjóhrædd.

En þetta var rosalega gaman. Minna gaman svo um kvöldið þegar ég uppgötvaði að ég var hrikalega brunnin á vinstri öxlinni og eitthvað út á bakið, en aðalega á öxlinni. Svo mikið að það var eiginlega bara sárt. Svo ég fékk After Sun smurning lon og don allt kvöldið og svo um nóttina tók ég frystigel úr frystinum, vafði
From Júlí 2008
pakkanum inn í handklæði og svaf með það við öxlina. Miklu betra.

Ég er að minsta kosti ekki lengur hvít heldur meira laxableik.

Helga bleika

laugardagur, júlí 26, 2008

Komin aftur heim

Oh, hvað það er gott að vera komin aftur heim. Það besta við ferðalög er að koma aftur heim! Það er ekki spurning. En Pólland var æðislegt - eins og alltaf. Eitt af því besta við Pólland er það að geta farið að borða á Pizza Hut; 2 deep pan medium pizzur og tvo stóra drykki með áfyllingu og fara svo í bíó, með drykki og smá súkkulaði og borga undir 200 kr danskar fyrir kvöldið! Æðislegt. Enda fórum við tvisvar í bíó! Sáum bæði Hancock og Maid of honour.

Við gistum á Park Hótel sem var æðislegt - aðalega vegna þess að það var svo kósí.

Við fórum svo auðvitað og versluðum pólskt stell og kristal - alveg geðveikt mikið (mest fyrir annað fólk) og fengum alveg topp þjónustu! Allt sem við keyptum var pakkað extra vel inn og af því við versluðum svo mikið (eða ég held að það hafi verið ástæðan) þá gáfu hjónin okkur stórt ferkantað mót, svona eins og fyrir lasagna! Hrikalega flott og mjög rausnarlegt hjá þeim. En þetta var ekki nóg heldur keyrði karlinn okkur með allar vörurnar að bílnum okkar! Súper góð þjónusta.

En já, fín ferð.
Helga

sunnudagur, júlí 20, 2008

Mikið að gera

Jesús minn, bara komin vika síðan síðast var bloggað! Og heilmikið búið að gera á þessarri viku svo sem:
Þess á milli, hefur verið reynt að slappa eins mikið af og hægt er.

Það sem er svo á dagskrá næstu daga er að slappa meira af, taka á móti mömmu á miðvikudagskvöld og fara svo til Stettin á fimmtudagsmorgun. Já, það er sko nóg að gera.

Helga.

sunnudagur, júlí 13, 2008

Markaður í FlensburgÉg skellti mér til Flensborgar í dag. Frétti sko af því í hádeginu að það væri markaður þar og ákvað í skyndi að skella mér. Hringdi í Eddu og spurði hvort hún væri til í að fara með mér (á hennar bíl sko) og hálftíma seinna vorum við farnar.

Þar var sko fullt af góssi og hljóðfærum og dóti og keypti ég þetta hljóðfæri hér að ofan, unnustanum til mikillar ánægju og svo Yu-Gi-Oh spil, drengjunum til mikillar ánægju. Hlýt ég því að fá að launum útnefningu til bæði unnustu- og mæðraverðlaunanna í ár! Jii, hvað ég hlakka til!

Annars heitir þetta hljóðfæri zither og er þetta önnur "harpan" sem við eignumst. Og sú þriðja sem við kaupum því Mundi fékk eina. Palli hlakkar líka til að geta farið að spila á hörpurnar með Munda og ég stakk upp á því að þeir stofnuðu Hörpusveit Hvammstanga með þær Hörpu Vilberts og Hörpu Þorvalds sem söngkonur. Það yrði hrikalega fyndið!

Þessi markaður verður næst haldinn 17. ágúst og þá ætlum við Edda að verða mættar kl. 8 stundvíslega (svona circa) og ábyggilega með fleiri konur með okkur.

Oh, ég hlakka sko til að fara á markaðina í Póllandi! Ég elska markaði! Er nokkuð annað hægt??

Helga harpa.

Viðbót, bætt inn þann 15. júlí 2008 kl 00:27 að staðartíma.
Ég var að setja inn myndir frá Danfoss Universe ferðinni sem við fórum í dag.
Þær eru hér efst til hægri á síðunni.

laugardagur, júlí 12, 2008

Fólk á faraldsfæti

Eyþór er farinn til Íslands. Húsfreyjan komin heim frá Svíþjóð. Hjónaleysin eru á leið til Póllands. Amma er á leið til Danmerkur.

Þetta er það helsta að frétta af flökkufjölskyldunni á Ringgade sjötíuogsjö.

Malmö var yndisleg - og það var Birgitta líka. Hún bað að heilsa öllum sem hún þekkir og sagðist sakna Hvammstanga mikið.

Við Palli ætlum að skella okkur til Szczecin í Póllandi eftir 12 daga (án þess að nokkur sé neitt að telja) í kærustuparaferð. Mamma kemur út til að passa og slappa af og hlakka strákarnir til að fara með hana niður á strönd.

Annars var ég að spá í það um daginn í lestarferðinni heim aftur hvað sumt fólk er líkt öðru... þ.e.a.s. ég er svo oft að sjá fólk hérna sem minnir mig á annað fólk sem ég þekki. Það var t.d. um daginn að við Marek fórum á McDonalds að ég sá "Ólu Maju" sem var með mér í HA. Þessi kona var svo hrikalega lík henni að ég varð að stara á hana til að fullvissa mig um að þetta væri ekki hún. Svo var það líka í vetur, einmitt í lestinni, að það kom inn kona sem var svo sláandi lík henni Ingibjörgu á leikskólanum Kiðagili. Ég einmitt starði alveg dónalega mikið á konuna og tók meira að segja mynd af henni á gemsann minn því mér fannst þetta svo fyndið. Og í skólanum mínum er líka einhver kona sem er alveg hrikalega lík henni Öldu Herdísar- og Pétursdóttur. En ég hef nú ekkert verið að mynda hana! Hahahahaha...

En þannig er það nú.
Helga.

laugardagur, júlí 05, 2008

Að blogga það sem sagt er.... á MSN.....MJÖG ÞÆGILEGT.

Hér hefur ekki verið bloggað í nokkra daga.
Ástæða: Helga er ekki heima.
Nei, hún Helga mín skrapp til Kastrup í gærdag með Eyþór í flug (hún bloggar líklega eitthvað um það hér síðar) en það fannst henni ekki nóg. Eins og alþjóð, sem þekkir Helgu, veit þá er hún útlandaóð og notar hvert tækifæri sem henni gefst til að fara til útlanda svo hún hélt áfram frá Kastrup til vinkonu sinnar Birgittu Sívert (eða hvernig það er skrifað) en hún býr í Malmö, sem er í Svíþjóð ef ég man rétt.
En hún Sigga Hreins vinkona okkar á Akureyri var eitthvað að skammast í mér yfir því að það væri ekki búið að blogga neitt nýlega. Svo hér kemur svona örblogg:

Sigga says:
Hæ Palli litli
Palli litli says:
Sæl Sigga mín.
Sigga says:
hva ég bara commenta á fullu en þið bloggið ekkert
Sigga says:
var að enda við að commenta á ykkur
Palli litli says:
Ég nenni því ekkert og Helga er í Svíþjóð.
Sigga says:
þá ætti nú að vera eitthvað að gerast sko meðan frúin er ekki heima eitthvað fréttnæmt
Sigga says:
þú brenndir matinn og svona
Sigga says:
eða bara koma með smá örblogg
Sigga says:
allt fyrir mig svo ég geti commentað
Palli litli says:
Hvað meinarðu? Heldurðu að ég geti ekki steikt hakk án þess að brenna það?
Sigga says:
hehe bara grín auðvitað veit ég þú myndir fara eftir uppskrift steikja hakkið í 20 mín á hvorri hlið
Sigga says:
og snúa þvi við í heilu lagi sem sagt brenndu
Palli litli says:
Ég nenni bara ekki RASSGAT að tala við þig. Þú ert bara leiðinlegur kennari sem heldur að ég geti ekki snúið hakki við í heilu lagi án þess að brenna það. VERTU BARA SÆL.

Hér með lauk okkar samtali á MSN..... EKKI.
En ég nenni ekki að blogga meira.

Hilsen í beli.
Palli.

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Loksins sumarfrí

Það er loksins búið að síast inn að ég sé komin í sumarfrí. Það sem er eftir af skólanum er lokaverkefni sem verður unnið á vinnustað. Ég verð með tveimur strákum í hóp og við fórum í heimsókn í "okkar" fyrirtæki í gær. Það heitir SAAB (já, einmitt; bílaframleiðandinn) og er að gera fullt af forritum fyrir danska herinn. Við verðum samt ekki að búa til heitt svoleiðis heldur gerum við forrit sem heldur utan um upplýsingar um alla starfsmenn sem vinna þarna.

Í haust verður farið í skólaferðalag til Dublin. Ég hlakka ekkert smá til, enda hef ég aldrei komið til Dublin áður. Við verðum í 5 daga þarna og ætlum að skoða einhver tölvufyrirtæki, svona á milli þess sem við verslum og skoðum okkur um. Við Hrund ætlum að vera með fjáröflun þar sem við ætlum að selja kleinur til að safna upp í ferðina. Þess vegna var gerður prufubakstur í dag. Við bökuðum tvær mismunandi uppskriftir, buðum svo fólki í kaffi og létum smakka báðar tegundir. Í næstu viku ætlum við svo að steikja kleinur og selja og við vonum bara að fólk taki vel í þetta.

Eyþór er svo að fara til Íslands á föstudaginn og hann verður þar í rúmlega 5 vikur eða næstum því allt sumarfríið. Hann er guðslifandi feginn að losna úr hitanum hérna og var farinn að skipuleggja einhverjar hljómsveitaræfingar heima skilst mér.

Ég fer með hann til Kaupmannahafnar og ætla loksins að láta verða af því að fara í heimsókn til hennar Birgittu Sievert í Malmö. Ég get varla sagt að ég hafi farið til hennar fyrir utan rúma 2 tíma í fyrravor þegar við skruppum öll yfir sundið til hennar. En í þetta skipið ætla ég að gista tvær nætur. Já, það verður sko gaman hjá henni Birgittu!

Takk fyrir allar kveðjurnar í kommentunum!

Meira seinna.
Helga í sumarfríi